mánudagur, mars 03, 2003

Gleðilegan bolludag nær og fjær.
Það eru reyndar engar bollur í þessu guðsvolaða landi, kannsk hægt að narta í 1 stk. Jam doughnut sem er reyndar ekkert góður en bara svona til að vera með. Maður þarf að fara varlega og bíta á réttum stað þar sem gatið er annars spýtist sem sagt sulta á nærstadda vegfarendur. Fékk reyndar ekta íslenskar bollur í bollukaffi í gær. Ég og Ása fórum nefnilega í heimsókn til Óla frænda og fengum bollur og Ása hitti Söru vinkonu sína og þar var glatt á hjalla og ég hélt reyndar stundum að þær myndu rífa niður húsið í öllum látunum. Hver segir svo að stelpur séu alltaf stilltar og prúðar og leiki sér fallega ???
Annars er allt gott að frétta, Ása er byrjuð aftur í skólanum og var voða spennt að hitta alla vini sína. Hún er orðin rosadugleg að skrifa og eins og hún hafi aldrei gert annað. Við fullorðna fólkið erum við hestaheilsu, aðalumræðuefni mitt og Önnu Karenar er um þessar mundir samgönguvandamál Lundúnaborgar, reyndar tölum við dálítið mikið um þetta stundum og erum alveg steinhneykslaðar á öllu þessu rugli sem einkennir allar almenningssamgöngur hér. Karenbeib er nefnilega oft á ferðinni til hans Atla síns og þá þarf hún að ganga í gegnum ýmislegt þar sem hún notar bæði strætó og lestarkerfið og saman eru þessi tvö kerfi "deadly". Og fyrir Íslendinga sem ferðast yfirleitt um í bíl eða strætó sem er oftast á tíma og oft frekar tómur þá er þetta mikið erfiði. Bretar taka þessu samt með ótrúlegum rólegheitum á meðan það neistar af okkur óþolinmóða fólkinu. Til dæmis í gær þá fórum ég og Ása í ferð inn í London og tókum tube sem að gat ekki farið með okkur á endastöð af því að það var viðgerð í gangi, þá var boðið upp á replacement bus sem keyrði á allar stöðvarnar og það var rúmlega klukkutíma ferð fram og til baka og í hringi með voða mörgu fólki. Núna finnst ykkur líklegt að ég sé bara eitthvað biluð og bitur að vera að röfla þetta en þetta er svona ALLTAF þegar maður bregður sér af bæ. Þannig að þegar við erum argar þá fáum við útrás með því að með því að tala illa um almenningsamgöngur þeirra Breta.

Jæja best að hætta að röfla
Allir með strætó!!

Spider-Woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home