föstudagur, febrúar 28, 2003

Núna í dag er rigning sem er kannski ekki í frásögur færandi hérna í Englandi. Ég var hinsvegar búina að gleyma því að hún væri til og þess vegna varð þetta dálítið áfall. Ég hef reyndar ekki frá neinu að segja svo sem en ákvað láta aðeins frá mér heyra. Ég og Ása erum alltaf eitthvað að vesenast og ég reyni að hafa ofan af fyrir henni með því að fara í bæinn og fara í hringekju og síðan á bókasafnið þar sem hún getur leigt spólur og bækur. Hún leigði hina stórskemmtilegur Disney mynd um hann Hróa Hött og spurði mig síðan hvort að Hrói Hött væri ekki Pizza Hött á ensku:) Þetta kætti mína litlu sál ósegjanlega og ég ákvað að deila þessu með ykkur.
Ég fór út að borða í gærkvöldi með henni Ásu sem er hérna í Brunel líka að leggja stund á Medical Anthropology. Við vorum saman í mannfræðinni heima og ákváðum að láta loks af því verða að hittast, við erum nú bara búnar að vera í sama skóla síðan í október en erum svo rosa busy að við getum aldrei hist;) Það fór voða vel um okkur á uppáhalds indverska veitingastaðnum mínum og við héldum heim á leið glaðar í bragði.
Ef eitthvað gerist þá læt ég ykur vita.

Spider-Woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home