mánudagur, maí 24, 2004

Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að koma maurum fyrir kattarnef. Þeir ákváðu nótt að gera áhlaup á húsið og bera allt matarkyns út á tún til að gefa vinum sínum og núna hefnist þeim fyrir því við keyptum mauradrepiduft MUHAHAHAHAH.
Eftir það ætla ég í leikfimi og halda síðan áfram að skrifa um Foucault og orðræðukenningu hans. Þannig það stefnir allt í mjög productivan dag :D Vei vei!
Annars er allt við það sama held ég bara... fékk gesti í gær sem er alltaf gaman... Erla og Finnbjörn eru á ferðalagi um London og kíktu auðvitað í Tanglewood í Chili con Carne og svo nokkra bjóra við snúrustaurinn, þakka ég þeim fyrir komuna hér með. Síðan vildi ég láta ykkur vita af því að við keyptum nýja dýnu og ég klökkna alltaf þegar ég hugsa um hana því hún er svo góð og firm. Það eru engir gormar sem stingast í mann og engar rassholur ... sniff. Hún heitir því fallega nafni Justice og kemur bráðum í Tanglewood... við mátuðum hana í rúmabúðinni og núna förum við þangað einu sinni á dag bara til að faðma sýningareintakið þangað til okkar kemur í bæinn.

Góðar stundir
spider-woman

mánudagur, maí 17, 2004

Jæja loksins loksins ...
Afsakið bloggleysið undanfarið, er búin að vera eitthvað löt á þeim vettvanginum.
Ég og Ása horfðum á Eurovision með öðru auganu og vorum hálf hissa á stigaleysinu hjá landanum honum Jónsa. Þulurinn hér í landi heitir Terry Wogan og skemmti okkur með mjog kaldhæðnum kommentum um keppendur og lýsti Djónsa sem "mean, moody and pale".

Gullkornið átti Ása samt þegar hún sá í stigagjöfinni Mónakó á landakortinu og varð síðan að orði þegar hún sá stigavörð Mónakóbúa með kastala í bakgrunni. " Er þetta svona lítið land að það er bara einn kastali þar?"

Síðan er ég búin að vera að röfla í henni að taka til í herberginu sínu í nokkra daga en ekkert gerðist, síðan ákvað ég að hóta að það yrði pokemon bann á heimilinu þangað til hún væri búin að taka til. Nokkrum mínútum síðar kemur hún niður stigann og spyr " má ég ekki alveg fara á klósettið þó ég sé ekki alveg búin að taka til og halda svo bara áfram?" Mér leið dálítið eins og litlum harðstjóra þá.....

Annars er í fréttum að litla fjölskyldan mun í byrjun september flytja niður til Guildford til að vera í námunda við háskólann minn. Erum búin að fá þessa líka fínu íbúð í miðbæ Guildford, bara nokkur skref í bæinn og á lestarstöðina. Þá er mál að losa sig við bíldrusluna og ferðast með almenningsamgöngum því þær eiga engan sinn líka hér í Englandi. Þannig allir sem vilja sjá Tanglewood verða að koma í sumar annars missa þeir af þeirri einstöku upplifun.

Hlakka til að sjá ykkur öll

spider-woman

mánudagur, maí 10, 2004

Jiminn eini.... ég fann loks eina almennilega prófið á vefnum... Hvaða kona í Ísfólkinu ég er og auðvitað er ég Villimey.. víííííí´......

Villemo
Villemo - You live life with passion, you love with
passion. And even though you tend to be a bit
self-centric, you do have abundance of
compassion.


Ég held að þetta sé bara alveg eins og það á að vera...

kveðjur frá Englandi

spider-woman