þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja smávinir fagrir.

Ég og mýslan leggjum land undir fót á föstudaginn og lendum á klakanum rétt fyrir miðnætti. Við hlökkum báðar mikið til að sjá ykkur öll og ég vil einnig nota tækifærið og láta vita af árlegum kolaportsbás Lavender plc. Við stöllur verðum semsagt í kolaportinu næstu helgi að selja enska eðal-antík og ýmislegt smálegt. Geymið endilega að kaupa jólagjafirnar þangað til þá og kaupið eitthvað "one of a kind" handa vinum og vandamönnum. Það er, samkvæmt venju, ýmislegt á boðstólnum, blómavasar, bollastell, öskjur ýmisskonar, 50´s, 60´s og 70´s, stál/tekk, glervara ofl sem við höfum tekið með okkur frá antikmörkuðum og car boot sales hérna í Englandinu. Endilega látið þetta berast líka, því " the more the merrier"..... allavega fyrir okkur :D


Með jólakveðju

spider-woman

miðvikudagur, desember 07, 2005

Lenti í nokkrum deilum við mýsluna í gær þegar hún stóð því fastar á fótunum að Vitringarnir þrír hefðu fært Jesúbarninu Gull, Myrru og Frankenstein. Það besta var að þetta hafði hún lært í skólanum og hún skildi ekkert í mér að rengja kennarann svona og varð dálítið spæld út í mig þegar ég harðneitaði þvi að Frankenstein hefði verið viðstaddur í fjárhúsinu eftir fæðingu Jesú Krists.
Eftir að ég kom heim þá spurði ég Jozeph út í þetta og komst þá að því að í á ensku færðu vitringarnir þrír Jesúbarninu "gold, frankincense and myrrh" sem sagt gull, reykelsi og myrru.
Þannig ég og mýslan sættumst þegar ég sótti hana í skólann :D

þriðjudagur, desember 06, 2005


Hér sit ég glöð og kát og skrifa fyrirlestur um konur og tölvuleiki sem mun líklega trylla lýðinn af spenningi. Fann þessa fínu mynd af Löru Croft sem ég skelli hérna inn til að gleðja ykkur. Sjáiði bara hvað hún er með stórar byssur :D

laugardagur, desember 03, 2005

Skilaboðaskjóðan

Fröken Rannveig Guicharnaud jarðvegsfræðingur! Ég hef grun um að þú sért að lesa þessa síðu. Það væri gaman að heyra frá þér af því þú ert svo skemmtileg. Sendu mér komment eða póst á sveinsdottir(at)hotmail.com.

með bestu kveðju

Þórdís
Ljóðahornið

I hold this letter in my hand
A plea, a petition, a kind of prayer
I hope it does as I have planned
Losing her again is more than I
can bear
I kiss the cold white envelope
I press my lips against her name
Two hundred words. We live in hope
The sky hangs heavy with rain

Nick Cave - Love Letter

fimmtudagur, desember 01, 2005

Nokkrum sinnum á ári verð ég fyrir ákafri tónlistarþörf sem lýsir sér í því að ég set eitthvað á fóninn um leið og ég vakna og slekk ekki fyrr en ég fer að sofa. Þá gref ég upp alla geisladiskana sem safnað hafa ryki í þá mánuði sem grafarþögn hefur ríkt á heimilinu. Núna bregður hinsvegar svo við að mig langar voða mikið að hlusta á eitthvað nýtt og skemmtilegt. Auðvitað stendur Nick Cave alltaf fyrir sínu, svo Portishead og auðvitað allar heavy metal ballöðurnar en ég skellti mér nú samt í búðina og kom heim með nýja Sigur Rós diskinn og soundtrackið úr Garden State og núna er ég búin að hlusta á þessa tvo diska í 3 sólarhringa og er alveg með lagið Hoppípolla á heilanum.
Það er ekki gott að vera með SigurRósar lög á heilanum af því þau eru voða mikið svona vííííí úúúúú ééééé og ég kann ekki textann þannig... ekki sniðugt.
Garden State diskurinn er hinsvegar voða sniðugur og þar kennir margra grasa, fullur af hljómsveitum sem ég vissi hreinlega ekki að væru til. Ég fór því að fletta upp á þeim í Google og fann þá þessa sniðugu tónlistarsíðu Epitonic þar sem maður getur gramsað og safnað saman lögum og hlustað á eftir allskonar lið. Ég skellti mér á fyrst á new og fann þar snilldarhljónsveitir á borð við Blonde Redhead og CocoRosie og síðan Romy Zero. Það er verst að það eru aðeins nokkur lög með hverri hljónsveit en núna veit maður allavega að hverju maður á að leita næst þegar tónlistarþorstinn grípur mann.

Jamm og síðan komum við mýslan bráðum heim :D

kv

spider-woman