þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja smávinir fagrir.

Ég og mýslan leggjum land undir fót á föstudaginn og lendum á klakanum rétt fyrir miðnætti. Við hlökkum báðar mikið til að sjá ykkur öll og ég vil einnig nota tækifærið og láta vita af árlegum kolaportsbás Lavender plc. Við stöllur verðum semsagt í kolaportinu næstu helgi að selja enska eðal-antík og ýmislegt smálegt. Geymið endilega að kaupa jólagjafirnar þangað til þá og kaupið eitthvað "one of a kind" handa vinum og vandamönnum. Það er, samkvæmt venju, ýmislegt á boðstólnum, blómavasar, bollastell, öskjur ýmisskonar, 50´s, 60´s og 70´s, stál/tekk, glervara ofl sem við höfum tekið með okkur frá antikmörkuðum og car boot sales hérna í Englandinu. Endilega látið þetta berast líka, því " the more the merrier"..... allavega fyrir okkur :D


Með jólakveðju

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta ykkur mæðgurnar. Svo er það sagan af Frankenstein, mér finnst hún alveg frábær. Verður lengi í minnum höfð. Skilaðu því til mannsins þíns að mér þyki leiðinlegt að hann skulu ekki koma líka. Ég hefði átt að gera eitthv. í málunum þegar ég var á staðnum, tala við vinnuveitendurna o.s.frv.!!!
Kveðja, Inga Lóa.

3:48 e.h.  
Blogger Fláráður said...

sé þig í Kolaportinu á laugardaginn.

12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home