föstudagur, nóvember 18, 2005

Enn og aftur um ófarir í eldhúsinu. Ég held svei mér þá að á mér hvíli Betty Crocker álög og óska hér með eftir galdrameistara til aðstoða með þetta vandamál. Var búin að lofa mýslunni að baka köku í margar vikur og í dag rann kökudagurinn loks upp bjartur og fagur.
Nema hvað vitleysingnum mér tókst að mislesa 75 ml fyrir 750 ml af vatni þannig að úr varð ægistór brún sundlaug. Ég áttaði mig um leið, enda afar vel gefin og tókst að hella vatninu aftur í mælikönnuna en ég held að eggið og olían hafi eitthvað skolast til þannig að úr varð 3mm þykk betty crocker brownies. Má bjóða ykkur kaffi með??
Steratröllið ég ætlaði eitthvað að fara að æsa mig yfir þessarri heimsku minni en þá klappar mýslan mér á hendina og segir "Þetta er allti lagi mamma, þetta er bara kaka. Það er ekki eins og þetta sé lífið þitt". Þá var úr mér allur vindur þannig hér sit ég og ét mitt fræ með bros á vör og mýslan maular kökuna alsæl :D

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá mýslu litlu að hafa vit fyrir móður sinni. Kakan hefur runnið ljúflega niður trúi ég.
Kveðja úr rigningu og roki á mánudegi, 21. nóv. kl. 08:30.
Inga Lóa.

8:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home