laugardagur, nóvember 12, 2005

Var að tala við mömmu í símann áðan og hún sagði mér að það væri ekki fallegt að kalla fólk fávita þannig að hér með leiðréttist að konan með litla andlitið sem er í sjónvarpinu að bögga feitt fólk og segja því að éta fræ er ekki fáviti heldur vitgrönn. (það hlýtur að vera betra því það inniheldur orðið grönn sem er eitt það besta sem getur komið fyrir mann)
Þið verðið bara að afsaka fávitatalið og skrifa það á steranotkun sem hefur valdið því að fjöldi fávita í kringum mig hefur stórvaxið undanfarið. Það nefnilega lagðist lítið rautt ský fyrir augun á mér á meðan ég var með munninn fullan af fræi og langaði ekkert heitar en að borða ís með súkkulaðisósu og rjóma og fullt af snakki, kóki og hlaupböngsum. En það má víst ekki því þá verður maður feitur og það virðist vera einn af aðalglæpunum sem maður getur framið gagnvart sjálfum sér og fólkinu í kringum mann á þessum síðustu og verstu. *fnæs*

Held ég bloggi ekki mikið á næstunni því það þýðir ekkert þegar maður er haldinn krónískri geðstirðu og bloggar bara fýlublogg.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú ekkert þurfa að hætta að blogga þó ekki allt sé ladída..það er ekki alltaf sól í undralandi. Ég hef alla vega gaman af því að lesa færslurnar þínar :-) og viss um að það eru fleiri. Bestu kveðjur, Ása

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei þú þarft alls ekki að hætta, fýlublogg þín eru dásamlega fyndin, það leka tár...T

9:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér ekki detta í hug að hætta þó þú sért í smá fýlu um stundarsakir. Það er ábyggilega gott að skrifa frá sér fýluna.
Prófaðu bara. Svo þetta með að öskra hátt eða mölva óbrjótandi glas eða bara stól. E.t.v. heyrt þetta áður, gefst býsna vel.
Kv. Día Aust.

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home