Nú er ég búin að vera á sterum (ef einhver segir Magga steri við mig þá #$%& off!!!!) í tvo mánuði og sálarlífið er í rúst og skólagangan er í hættu því ég eyði svo miklum tíma við spegilinn til að athuga hvort andlitið á mér sé nokkuð að stækka. (ætli sé til svona höfuðvigt?) En allavega eftir nokkur geðsveifluköst og almennan barlóm ákvað ég að snúa vörn í sókn ásamt móður minni sem á bókina Lets get well! sem er skrifuð af rosa hressri konu á áttunda áratugnum og þessi tilteknar kona veit sko allskonar um hvernig maður á að vera voða hraustur.
Vegna þessa kom ég með eftirfarandi heim úr bænum áðan: kalíumtöflur af því fólk á sterum á víst hættu á kalíumskorti, C-vítamín, B-vítamín vegna barlómsins, járntöflur af því Dr Wong sagði að ég væri alltof lág járni og hún er sko læknir þannig.... Auk þessa tek ég kalktöflur á stærð við hús, kvöldvorrósarolíu og acidophilus.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að koma máltíðunum fyrir með allar þessar töflur, kannski ágætt því á meðan ég er alltaf södd þá hlýtur andlitið á mér að standa í stað!
Núna þori ég ekki lengur að lesa blöð af því ég er svo hrædd um að sjá að fólk sem tekur bæði Kalíum og Kvöldvorrósarolíu er á 37% meira á hættu að fá Alzheimer og ef að C-vítamíni er hent inn í jöfnuna eykst hættan um 13,7% og hættan á Ilsigi eykst um 5,9% skv rannsókn sem var gerð við háskóla í Belgíu.
Jamm og síðan keypti ég líka graskersfræ, sólblómafræ og furuhnetur til að stemma stigu við átsýkinni sem fylgir sterunum. Pointy face konan í sjónvarpinu sem gribbast yfir feitu fólki einu sinni í viku pínir öll sín fórnarlömb til að éta fræ öllum stundum þannig að fyrst að hún er með svona lítið andlit þá hlýtur þetta að vera voða sniðugt.
æi ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar allt saman.....Það er nú meiri andsk vitleysan sem maður lætur hafa sig út í ....
Vegna þessa kom ég með eftirfarandi heim úr bænum áðan: kalíumtöflur af því fólk á sterum á víst hættu á kalíumskorti, C-vítamín, B-vítamín vegna barlómsins, járntöflur af því Dr Wong sagði að ég væri alltof lág járni og hún er sko læknir þannig.... Auk þessa tek ég kalktöflur á stærð við hús, kvöldvorrósarolíu og acidophilus.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að koma máltíðunum fyrir með allar þessar töflur, kannski ágætt því á meðan ég er alltaf södd þá hlýtur andlitið á mér að standa í stað!
Núna þori ég ekki lengur að lesa blöð af því ég er svo hrædd um að sjá að fólk sem tekur bæði Kalíum og Kvöldvorrósarolíu er á 37% meira á hættu að fá Alzheimer og ef að C-vítamíni er hent inn í jöfnuna eykst hættan um 13,7% og hættan á Ilsigi eykst um 5,9% skv rannsókn sem var gerð við háskóla í Belgíu.
Jamm og síðan keypti ég líka graskersfræ, sólblómafræ og furuhnetur til að stemma stigu við átsýkinni sem fylgir sterunum. Pointy face konan í sjónvarpinu sem gribbast yfir feitu fólki einu sinni í viku pínir öll sín fórnarlömb til að éta fræ öllum stundum þannig að fyrst að hún er með svona lítið andlit þá hlýtur þetta að vera voða sniðugt.
æi ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar allt saman.....Það er nú meiri andsk vitleysan sem maður lætur hafa sig út í ....
4 Comments:
Hann anónímus er alltaf hress og kátur sem bátur
Þú ættir að taka mark á honum anónímusi hér fyrir ofan og kaupa þér deer hunting equipment. Fara með stóra hausinn á veiðar. Þá fær hann hreyfingu og minnkar kannski.
Mér segist svo hugur að Ásdís systir sé í hættu núna út af kommentinu hér fyrir ofan. Konur á sterum geta verið voða voða hættulegar - tala nú ekki um þegar þær eru komnar með deer hunting equipment og hafandi fengið þann dóm að vera með stór höfuð. hömm. Ef þú heldur áfram að éta svona fræ og olíur til skiptis þá áttu það á hættu að verða eins og lítill akur, með alls kyns sprotum! Hentu þessum sterum og gefðu fuglunum fræðið og farðu svo og fáðu þér bjór litla kona.
Ég tek undir með töntu mótmælanda, fáðu þér bjórkollu. Ég veit ekki hvort Byko selur höfuðvigt, en hitt veit ég að þeir auglýsa plankastrekkjara !! Blessunin mín þú er flott eins og þú ert, alltaf.
Kveðja,
Día Aust.
Skrifa ummæli
<< Home