þriðjudagur, nóvember 01, 2005




Þá er komið að ferðabloggi:

Lögðum af stað á sunnudagskvöld til Hull (Jozeph reyndar vill ekki kannast við að vera frá Hull lengur eftir að Hull var valin versti staður til búsetu í Bretlandi í sjónvarpsþætti á dögunum, þannig þið haldið þessu bara fyrir ykkur) þar sem mýslan var skilin eftir í góðu yfirlæti með nammifjallgarða og hundruði tölvuleikja. (Ég frétti svo síðar að hún hefði notað tímann vel og hrúgað í sig nammi 24/7 áður en sandalamamman kom aftur sem leyfir bara nammi á laugardögum.)
Á mánudeginum var haldið fyrst til Leeds með lest og þar skipt yfir í aðra lest til Edinborgar. Við komum frekar seint um kvöld þannig við sáum ekki mikið fyrr en morguninn eftir en mæ ó mæ hvað Edinborg er flott. Ég strengdi þess strax heit að koma aftur til að skoða betur. Við notuðum fyrrihluta dagsins í að skoða og borða því klukkan 2 átti ég að hitta hjónin sem ég átti að taka viðtal við. Frúin mætti á réttum tíma en húsbóndinn var fastur einhversstaðar í lest þannig við eyddum þó nokkrum tíma bara í spjall, auðvitað mest um Star Wars Galaxies...pínu sorglegt en samt...
Hann mætti galvaskur og skoskur um fjögurleytið og þá upphófst þetta rosalega viðtal um hlutverkaleiki, tölvuleiki, Internetið og persónusköpun sem entist í 2 klukkutíma. Ég kvíði samt aðeins fyrir því að þurfa að hlusta á viðtalið og vélrita það upp, þar sem að skoski hreimurinn þvældist aðeins fyrir.
Eftir að viðtalinu lauk kom Jozeph aftur (honum hafði verið hent út að skoða kastala á meðan) og þá upphófst þessi rosalega skemmtilega drykkjusession sem entist alveg til 11 um kvöldið, enda ekki við öðru að búast með einn Íslending, tvo Skota og einn Englending... vantaði bara einn Finna þá hefði þetta verið alveg complete.
Þetta var alveg brilliant kvöld, gaman að hitta fólk sem maður hefur hingað til aðeins hitt á netinu. Það þýðir að þau eru manni ekki alveg ókunnug sem gerir spjallið auðveldara.
Morguninn eftir var voða erfitt að vakna og koma sér af stað en eftir góða súpu og nachos varð lífið bærilegra og við gátum komið okkur í lest aftur niður til Hull þar sem við eyddum 2 dögum í góðu yfirlæti. Gott frí með góðu fólki semsagt.

4 Comments:

Blogger Ásdís said...

Við verðum að taka svona drykkjusessjon í Cork....tveir Íslendingar, Írar og kannski við getum fundið skota, englending eða finna til að taka þátt í þessu með okkur....

3:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hryllilega, hryllilega er ég fegin að heyra frá þér - var farin að örvænta að þú hefðir villst í dýflissum kastalans og Jozeph væri í örvílan að leita að þér vopnaður lensu og alles. Gott að þið eruð komin til byggða. - Edinborg er æði, sammála því.

4:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim litla fjölskylda.
Edinborg er flott það er satt.
Fór þangað eitt sinn með kórnum mínum - mikið gaman. Gamla settið í Brekkukoti fór norður um síðustu helgi, rétt slapp heim áður en aftaka veður brast á. Hér á mínum vinnustað er hins vegar farið að tala um jólabakstur, jólagjafir og jóla hitt og þetta, enda hvít jörð úti og eins gott að hafa sig í þetta allt saman. Annars þetta: Hafið það gott litlu vinir og takk fyrir myndirnar. Þær eru flottar, fyrst er það mýsla svo náttúrulega ég og Jozeph með leirkönnurnar - ekki venjul. flott.
Día Aust.

10:40 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Gaman ad heyra fra ykkur litlu vinir. Mer list vel a drykkjuplanid thitt asdis, verdum ad plana vel :D

1:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home