þriðjudagur, október 11, 2005


Þá hefst annar hluti ferðasögu Austfjörð systra. Í bítið á laugardeginum eftir að búið var að borða morgunmat og blása á sér hárið var haldið af stað sem leið lá niður að strönd til Brighton. Ég ákvað að fara sveitavegina svo systurnar gætu séð enska sveit eins og í sjónvarpinu og þær voru alveg hæst ánægðar með það. Við stoppuðum einu sinni á leiðinni til að kíkja í antikverslun og kirkjugarð í litlu þorpi sem var auðvitað voða picturesque og við bjuggumst fastlega við því að sjá Ms Marple á röltinu með töskuna sína.
Við vorum mjög heppnar með veður, það var hlýtt og gott við ströndina og skv beiðni var stoppað aðeins í tívólíinu á bryggjunni og mýslan fór í 3 tæki. (þar hélt ég að lífi mínu væri lokið í kolkrabbanum, hann var sko ekkert eins og í hveragerði heldur miklu miklu hræðilegri)
Síðan voru heimsótt gallerí og minjagripabúðir eins og lög gera ráð fyrir. Við röltum um miðbæinn og enduðum á að kaupa sushi til að taka með okkur heim hjá Moshi Moshi, sem ég mæli hiklaust með fyrir þá sem eru að fara til Brighton. Það voru ánægðir ferðalangar sem skiluðu sér til Guildford um kveldið því Brighton er flott og skemmtileg borg. Á sunnudaginn var verslað aðeins meira og svo skutlaði ég þeim á flugvöllinn.

spider-woman

ps kæru systur, ljósakrónan er komin á sinn stað og er svo fín :D Sendi ykkur mynd í pósti - takk fyrir okkur litlu vinir - knús og kossar


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home