Austfjörð systur (héreftir Austfjörð Group) lentu rjóðar og kátar á miðvikudagskvöld eftir þónokkur kaup í Saga Boutique. Ég og mýsla höfðum leigt bíl til að sækja þær á Heathrow og síðan lá leiðin heim til Guildford þar sem þær voru lagðar til hvílu (ekki hinstu samt) Hér var búið að þrífa hátt og lágt eins og maður gerir þegar mamma manns og móðursystir eru að koma. (gleymdi samt að henda gömlu jarðaberjunum úr ísskápnum og fann þau ekki fyrr en í gær og vona að þær hafi ekki séð þau og haldið að þetta væru enskir grænir loðávextir)
Þær vöknuðu svo glaðar og kátar daginn eftir og dálítið spenntar því móðurskipið, Debenhams, hafði víst kallað á þær í draumi og skríkti víst í Ingu Lóu hálfa nóttina. Þær ákváðu hins vegar að byrja á high street og um 2 klukkustundum eftir að þær lögðu af stað í bæinn var gefin út afkomuviðvörun (jákvæð viðvörun) af helstu verslunum í Guildford og hlutabréfamarkaðurinn í Bretlandi tók vægan kipp. Við fjölskyldan fórum ekki varhluta af góðærinu og mýsla var mjög nösk á að ræða við ömmu sína um hina ýmsustu hluti sem hana VANTAÐI, eins og til dæmis föt á hann Magga sel, kojur fyrir músaunga og bóndabæjartölvuleik. Um kvöldið eldaði ég fyrir þær hefðbundnar enskar pylsur með eplum, steiktum lauk og kartöflumús og síðan var sest niður og horft á 3 þætti af 4 seríu um Jack Bauer og félaga.
Á föstudaginn héldu þær í Debenhams og undu glaðar við sitt í þónokkurn tíma og héldu svo á high street aftur og þegar þær gengu yfir brúnna beið þeirra klapplið og skotið var upp nokkrum flugeldum þeim til heiðurs. Seinnipartinn vorum við farin að lýjast þónokkuð undan pokaburði þannig ég hljóp heim og sótti bílinn góða og sótti pokana og þær settust inn á krá og fengu sér hálfan hvor. Kvöldinu var svo eytt í að borða indverskan mat, spjall og auðvitað nokkra þætti af 24 yfir prínspólói og mjólk.
Ég læt hér staðar numið í bili og mun birta síðari hluta ævintýra Austfjörð systra í næsta bloggi. En vil nota tækifærið og þakka þeim innilega fyrir komuna, það var æðislega gaman að hafa þær og þær eru ávallt velkomnar.
Spider-woman
Þær vöknuðu svo glaðar og kátar daginn eftir og dálítið spenntar því móðurskipið, Debenhams, hafði víst kallað á þær í draumi og skríkti víst í Ingu Lóu hálfa nóttina. Þær ákváðu hins vegar að byrja á high street og um 2 klukkustundum eftir að þær lögðu af stað í bæinn var gefin út afkomuviðvörun (jákvæð viðvörun) af helstu verslunum í Guildford og hlutabréfamarkaðurinn í Bretlandi tók vægan kipp. Við fjölskyldan fórum ekki varhluta af góðærinu og mýsla var mjög nösk á að ræða við ömmu sína um hina ýmsustu hluti sem hana VANTAÐI, eins og til dæmis föt á hann Magga sel, kojur fyrir músaunga og bóndabæjartölvuleik. Um kvöldið eldaði ég fyrir þær hefðbundnar enskar pylsur með eplum, steiktum lauk og kartöflumús og síðan var sest niður og horft á 3 þætti af 4 seríu um Jack Bauer og félaga.
Á föstudaginn héldu þær í Debenhams og undu glaðar við sitt í þónokkurn tíma og héldu svo á high street aftur og þegar þær gengu yfir brúnna beið þeirra klapplið og skotið var upp nokkrum flugeldum þeim til heiðurs. Seinnipartinn vorum við farin að lýjast þónokkuð undan pokaburði þannig ég hljóp heim og sótti bílinn góða og sótti pokana og þær settust inn á krá og fengu sér hálfan hvor. Kvöldinu var svo eytt í að borða indverskan mat, spjall og auðvitað nokkra þætti af 24 yfir prínspólói og mjólk.
Ég læt hér staðar numið í bili og mun birta síðari hluta ævintýra Austfjörð systra í næsta bloggi. En vil nota tækifærið og þakka þeim innilega fyrir komuna, það var æðislega gaman að hafa þær og þær eru ávallt velkomnar.
Spider-woman
3 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
prufa
Skrifa ummæli
<< Home