mánudagur, október 03, 2005

Já ég gleymdi að segja ykkur að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að horfa á Íslenska bachelorinn á vefsjónvarpi skjás eins. Mér leið dálítið á svipaðan hátt og þegar ég horfði á The Office í fyrsta skipti. Nema að bacherlorinn var ekkert fyndinn bara pínlegur og þulurinn jós upp úr sér hverju gullkorninu á fætur öðru og minnti mig einmitt dálítið á David Brent.
Eitt þeirra var eitthvað á þessa leið "Sumir leggja upp í ferðalag en vita ekki hvert förinni er heitið". Þetta er alveg sérstakur hæfileiki að geta skrifað svona innihaldslausar línur sem eiga að vera ó svo djúpar. Held ég muni ekki horfa meira á það.

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já, hryllingur eða eins og Reynir sagði:Þetta er eins og að horfa á lestarslys! T

9:42 f.h.  
Blogger Unknown said...

En það er einmitt svo skemmtilegt! Lestarslys í slow motion. :)

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home