Jæja fyrst þið endilega viljið...
Fyrst er það í fréttum að mýsla er aftur komin til síns heima og faðmaði mig svo ákaft á Heathrow að ég fékk alveg tár í augun, hún er núna byrjuð í skólanum og er bara nokkuð kát með það.
Síðan er búið að fara aðra ferð í IKEA sem var ekki jafn dramatísk og hin því ég fékk far og hljóp í gegn með listann og tókst að fá allt nema 2 stk bókahillur. Það var reyndar ekki jafn gaman þegar Jozeph ætlaði að fara að setja saman rúmið því þá voru sænsku snillingarnir hjá IKEA búnir að breyta nokkrum hlutum en hafði láðst að setja breytingarnar inn í manual-inn og að setja skrúfurnar með nýju hlutunum. Upphófust þá miklar hringingar og faxsendingar og það mun taka skrúfurnar 7 daga að koma hingað. Ætli þær séu sendar frá Svíþjóð kannski?!?
Ég spila núna á kvöldin hlutverkaleik sem læknirinn Vivianne, eins og þið vitið og lenti í því um daginn að þurfa að taka á honum stóra mínum og bjarga manni sem hafði særst mjög alvarlega í bardaga við mannræningja. Þá voru góð ráð dýr því ég hef voða lítinn læknisfræðilegan orðaforða á ensku þannig mér leið dálítið eins og ég hefði verið sett inn í þátt af ER og hefði gleymt að læra línurnar mínar. En þetta bjargaðist og maðurinn er enn á lífi, hitti hann meira að segja í gær, svona asskoti hressann :D
Síðan heyrir maður að Davíð sé hættur og að Gísli Marteinn sé að byrja, ein silki-krullan upp af annarri sem sagt.
Þar hafiði það greyin mín
spider-woman
ps það er alveg satt Ásdís, það er ekki NEITT!!!!!!
Fyrst er það í fréttum að mýsla er aftur komin til síns heima og faðmaði mig svo ákaft á Heathrow að ég fékk alveg tár í augun, hún er núna byrjuð í skólanum og er bara nokkuð kát með það.
Síðan er búið að fara aðra ferð í IKEA sem var ekki jafn dramatísk og hin því ég fékk far og hljóp í gegn með listann og tókst að fá allt nema 2 stk bókahillur. Það var reyndar ekki jafn gaman þegar Jozeph ætlaði að fara að setja saman rúmið því þá voru sænsku snillingarnir hjá IKEA búnir að breyta nokkrum hlutum en hafði láðst að setja breytingarnar inn í manual-inn og að setja skrúfurnar með nýju hlutunum. Upphófust þá miklar hringingar og faxsendingar og það mun taka skrúfurnar 7 daga að koma hingað. Ætli þær séu sendar frá Svíþjóð kannski?!?
Ég spila núna á kvöldin hlutverkaleik sem læknirinn Vivianne, eins og þið vitið og lenti í því um daginn að þurfa að taka á honum stóra mínum og bjarga manni sem hafði særst mjög alvarlega í bardaga við mannræningja. Þá voru góð ráð dýr því ég hef voða lítinn læknisfræðilegan orðaforða á ensku þannig mér leið dálítið eins og ég hefði verið sett inn í þátt af ER og hefði gleymt að læra línurnar mínar. En þetta bjargaðist og maðurinn er enn á lífi, hitti hann meira að segja í gær, svona asskoti hressann :D
Síðan heyrir maður að Davíð sé hættur og að Gísli Marteinn sé að byrja, ein silki-krullan upp af annarri sem sagt.
Þar hafiði það greyin mín
spider-woman
ps það er alveg satt Ásdís, það er ekki NEITT!!!!!!
3 Comments:
Alveg vissi ég að þú yrðir ekki Austfjörd claninu til skammar- ex-læknaritarinn sjálfur. Gott að heyra að maðurinn er stabíll í lífsmörkum, þrífst vel og drekkur, þyngist.
Ja eg er alveg sannfaerd um ad skrufurnar hafi verid sendar alla leid fra Sverige.
Eg meina....thad er ekki sens ad Englendingarnir eigi svona saenskar skrufur a lager !!
Knus til ykkar allra
Anna Karen
Nenni ekki að tjá mig um Dabba.
En sófinn (verð að koma honum að) er svaka flottur. Ekki að furða þótt þú dveljir í honum langdvölum. Þetta með skrúfurnar er fúlt, mundu bara pabba þinn og nýja eldhúsið, ekki gekk það átakalaust fyrir hann að setja það upp. Ef allt annað bregst eru til skrúfur af öllum stærðum og gerðum í bílskúrnum í Brekkukoti !!! Eitt enn - eitthv. hefurðu lært af dvöl þinni á Barnasp. um árið.
Knús til mýslu. Bestu kveðjur,
Día drif, Día Aust. o.s.frv.
Skrifa ummæli
<< Home