fimmtudagur, júlí 14, 2005

Það eru ávallt miklar áhyggjur sem plaga eldri kynslóðirnar sem varða áhrif afþreyingarmenningar hverskonar á ungdóminn. Undir afþreyingarmenningu myndi ég flokka tölvuleiki, dægurtónlist, bíómyndir, sjónvarp, útvarp og tímarit. Þessir miðlar eru fullir af klámi, ofbeldi og almennri mannfyrirlitningu sem ungdómurinn étur upp og fer síðan og lemur gamlar konur niðri í miðbæ, nauðgar, myrðir og sprautar sig með eiturlyfjum. Allt ku þetta eiga rætur að rekja til fyrirmynda í áðurnefndum miðlum.
Þetta vekur viðbrögð af ýmsum toga, sumir vilja banna allt sem sem hefur neikvæð áhrif, aðrir vilja ritskoða og setja aldurstakmarkanir og aðrir láta sér nægja að hafa af þessu miklar áhyggjur og tjá þær reglulega í fjölmiðlum.
Fjórða leiðin sem mig langar að leggja til hér er að kenna í skólum fjölmiðlalæsi sem miðar að því að nota afþreyingarmenningu til að vekja umræður hjá ungdómnum um þau skilaboð sem í henni felast. Það þarf enginn að segja mér að ungdómurinn gleypi bara allt það rugl sem er beint að þeim í fjölmiðlum. Unga fólkið hefur eins góða möguleika á gagnrýnni hugsun og við gamla fólkið. (sumt eldra fólk hefur reyndar enga möguleika en það er efni í annan pistil)
Mér finnst um að gera að virkja ungdóminn í að hugsa um afþreyingarmenningu og ég er viss um að tímarnir gætu verið mjög skemmtilegir. Það væri til dæmis hægt að fjalla um kynímyndir, samkynhneigð og þjóðerni/litarhátt með tilvísun í sjónvarpsþætti, tölvuleiki og bíómyndir. Hvernig líst ykkur á það?
Ef menntamálaráðuneytið vantar einhvern til að hanna þennan kúrs þá er ég til.

5 Comments:

Blogger Fláráður said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

3:30 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Ég sé ekki fyrir mér annað en að í kúrsinum verði gagnrýnin umræða og efnið sem verði valið til umfjöllunar verði í takt við aldurshópinn sem verið er að kenna. Og ef foreldrar vilja ræða við börnin sín á meðan það er verið að brytja niður fólk í sjónvarpinu þá er það hið besta mál, ég geri það reglulega með Ásu, td þegar við horfðum á Lord of the Rings og Star Wars. Krakkar hafa ótrúlega sniðugar hugmyndir um það sem þau eru að horfa á og gleypa alls ekki allt hrátt.
Varðandi hömlurnar þá eru þær alltaf dálítið erfiðar, ég sagði ekki að ég vildi ekki neinar hömlur en ég held að þær virki ekki einar og sér og þess vegna er fjórða leiðin kjörin, þar sem rætt yrði um efni sem krakkar eiga ekki að hafa séð en hafa auðvitað öll séð.

3:40 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Hmm kommentið sem ég var að svara frá honum Þórði er horfið en ég leyfi kommentinu að ofan að standa

3:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á nú að fara að rífa sig úr sandölunum?
Annars líst mér vel á þetta lambið mitt - styð þig eins og alltaf og býð mig fram sem umba fyrir þig.

6:44 e.h.  
Blogger Fláráður said...

heh, ég eyddi kommentinu mínu út sjálfur þar sem ég las það aftur yfir og fannst það fullt yfirlætis og nöldurs - eintóm krítík og engin uppbygging. Á þessum 10 mínútum sem það var inni sástu það og svaraðir. O jæja.

9:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home