laugardagur, júní 04, 2005

'More moral panics will be generated and other, as yet nameless, folk devils will be created...our society as presently structured will continue to generate problems for some of its members... and then condemn whatever solution these groups find.'
(Cohen, 2002)

Eitt orð sem er voða vinsælt í Bretlandi í dag. Það er orðið “Yob” sem þýðir dólgur. Annað orðasamband sem mér finnst líka eiga vel við er “moral panic” sem við gætum þýtt sem siðferðislegt óðagot. Öll þessi orð eiga vel saman því með því að tönnlast í sífellu á því að dólgar og dólgamenning (yob culture) sé að tröllríða bæjum og borgum hérna í Bretlandi hefur stjórnmálamönnum, sérstaklega Tony Blair tekist að skapa “siðferðislegt óðagot” sem er vel til þess fallið að beina athyglinni frá öðrum málum sem hann vill ekki ræða, t.d. vanda heilbrigðiskerfisins og stríðið í Írak. Þetta hentar líka fjölmiðlum vel því ekkert virðist selja betur en “siðferðislegt óðagot”. Fjölmiðlum tekst síðan að selja tugi frétta af dólgslátum og hræða smásálirnar sem síðan dýrka og dá Tony Blair fyrir að vera svona duglegur að berjast gegn þessum óþjóalýð og munu án efa kjósa hans menn næsta kjörtímabil.

Þetta óðagot í kringum “yob culture” hefur m.a. leitt til þess að verslunarmiðstöð nokkur í Kent hefur bannað hettupeysur og derhúfur innan dyra miðstöðvarinnar en þessi (höfuð)fatnaður þykir einkenna dólga og annan lýð. Þetta sýnir augljóslega hversu óljósar hugmyndir fólk hefur um þennan tilteknar hóp og þess vegna bregður á það ráð að grípa til staðalímynda til að skilgreina meðlimi hans. “Yobs” eru ekki fyrsti hópurinn sem hefur verið gerður að “folk devils” því hippar, pönkarar, innflytjendur, rave-arar, dauðarokkarar o.fl. hafa allir verið taldir álíka “hættulegir hópar”.

Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera byggðir á staðalímyndum, sem eru oftast tengdar útliti á einhvern hátt: klæðaburði, litarhætti eða hárgreiðslu. Þannig tekst stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki að henda saman í hóp fólki sem, ef það yrði sjálft spurt, myndi ekki telja sig eiga neitt sameiginlegt. Ég leyfi mér að fullyrða að Jim Morrison og Pabbi minn myndu ekki telja sig vera meðlimir í sama hóp þrátt fyrir að hafa verið með sítt hár og átt útvíðar buxur á sínum tíma. Eins held ég að ég og kona sem hefur flutt hingað til Bretlands frá Sómalíu eigum fátt sameiginlegt þrátt fyrir að vera báðar innflytjendur.

Þetta gerir það að verkum að þessir hópar eru tiltölulega valdalausir, þeir eiga sér ekki talsmenn, hafa ekki aðgang að fjölmiðlum og eiga þess vegna erfitt með að svara fyrir sig. Þetta gerir þá að eðal skotmörkum því enginn mun hrekja þær staðhæfingar að þessir hópar séu til og hægt er að nota þá út í hið endalausa til að selja lýðnum hræðslusögur, til hafa af honum peninga og eins til að hann kjósi rétt og styðji yfirvaldið í einu og öllu. Peningar og vald í einum pakka – “what more could you ask for?!”

References
Cohen, S. (2002) Folk Devils and Moral Panics: The creation of the Mods and Rockers. (3d ed.) London: Routledge


spider-woman

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvar væri heimurin án þín (og mín)?
P.S.
Hlustaðu á lagið Samhengi með Tony Blair.

6:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir marga góða punkta fyrir okkur villuráfandi sauði í frumskógi kynþátta-, trúar- og menningarfordóma. Og ég get alveg staðfest að ég og Jim kallinn áttum lítið sameiginlegt "í den"
Pabbi

8:24 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Jamm mér datt það einmitt í hug, var líka að spá í hvað mamma og Janis Joplin ættu lítið sameiginlegt;)

3:15 e.h.  
Blogger Fláráður said...

Djö ertu skörp. Húrra fyrir þér.

10:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home