föstudagur, júní 24, 2005

Jæja komin aftur heim heil heilsu (engin frosin lungu) og órænd. Hinsvegar alveg barmafull af hugmyndum um komandi ár, datt í hug efni í fjöldamargar greinar, námskeið og fyrirlestra. Þannig bíðið bara lesendur góðir, nú fer þetta að verða spennandi.
Um ráðstefnuna er það að segja að hún var gríðargóð og margar spennandi rannsóknir í gangi sem fólk var að kynna. Það var auðvitað nóg um nördisma en síðan var líka mikið af fólki úr leikjaiðnaðinum sem var ábyggilega að vonast til að rannsóknarnördarnir kæmu með svarið við spurningum á við: hvernig leiki finnst stelpum skemmtilegt að spila o.s.frv. Fór einmitt á fyrirlestra um kyn og tölvuleiki sem mér fanntst mjög áhugaverðir og gott að sjá að það er fólk með viti að gera rannsóknir á þessu sem snúast ekki bara um að skipta stelpum og strákum í hópa og mæla á þeim heilann á meðan þau spila tölvuleiki og koma svo með niðurstöðu sem segir að stelpur hafi gaman af tölvuleikjum sem eru bleikir og snúast um að hugga grátandi börn því það örvaðist sýnilega mest í þeim þessi staður í heilanum sem er búið að kortleggja sem umhyggjustaðinn... bla bla.
Ég verð lika að koma því að að Vancouver er voða skemmtileg borg í fallegu umhverfi, fullt af fjöllum og sjó og skógum. Það sem stendur uppúr er hinsvegar að þar eru sushi staðir á hverju horni og ég borðaði á mig gat af sushi á hverjum degi. Ég verð að viðurkenna að það gladdi mig næstum meira en ráðstefnan (ekki segja neinum því það er mjög óakademískt að segja svona)

bless kex

spider-woman

ps Helga! ég vil bara láta þig vita að Ása og Jozeph voru í góðu yfirlæti hjá foreldrum mínum á meðan ég var í burtu þannig þau fengu nóg af heimaelduðum mat!! Hnuss... verið að vega að stolti manns sem húsmóður með að gefa í skyn að fjölskyldan gangi bara sjálfala meðan kona bregður sér af bæ. Og af því tilefni langar mig að þakka mömmu og pabba fyrir komuna og fyrir pössunina ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home