mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja þá er ég flutt og komin aftur í samband við umheiminn. Man ekki hvort ég var búin að tilkynna lesendum þessarar síðu frá fínu nýju íbúðinni niður við ánna.

Hún er sem sagt VOÐA fín og björt og ný, ólíkt hinni sem var ófríð og dimm og gömul. Í stofunni er stór gluggi sem veit út að ánni og þar sem við höfum ekki enn fengið sófann okkar þá sitjum við á gólfinu og horfum á fólk fljóta hjá. Það er ýmist í fljótabátum eða á kajökum eða árabátum. Síðan er stígur meðfram ánni þar sem fólk labbar, skokkar eða hjólar (já Helga það eru allir með hjálm!) og röltir með hundana sína. Síðan sér maður einstöku manneskju sem situr á kolli og er að veiða. Síðan er fullt af háum trjám og öndum og öðrum fiðurfénaði þannig þetta er bara alveg eins og að búa í Aldingarðinum Eden, nema það er enginn reiður Guð, snákur, aldintré eða nakið fólk (allavega ekki ennþá).

Og svo er þessi íbúð með baðkari sem gleður mig og mýslu mikið. Ég er samt að reyna að hemja mig í baðferðum því að ég er orðin svo meðvituð að þegar ég hleypi úr baðinu öllu þessu fína vatni, renna fyrir augum mér myndir af fólki sem á barasta ekkert vatn, visnuð uppskera og dauðir nautgripir og ég fæ ægilegt samviskubit.

Allavega það er ægileg hamingja í nýju íbúðinni..... og næsta færsla verður um för okkar í IKEA... þannig að "watch this space".... ég lofa að þið þurfið ekki að bíða lengi..

kv

spider-woman

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TIl lukku með þetta ægifagra útsýni, voða enskt og eitthvað Miss Marple-legt. Vantar bara fljótandi lík og svona. Þú veist hvert þú átt að hringa ef þið verðið vör við slíkt- við Inga Lóa tökum að okkar að rannsaka og upplýsa. - Vildi að ég væri komin í litlu stofuna með kaldan öl, horfandi á þetta lið sem rúllar hjá. Hvernig er það annars, hjólar aldrei neinn í ána? Ekki einu sinni þetta hjálmalið?

6:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home