föstudagur, ágúst 12, 2005

Jæja þá er komið að IKEA sögunni sem margir (allavega Día Aust) hafa beðið spenntir eftir. Eins og nokkur ykkar vita þá átti sér stað ákveðinn hugmyndafræðilegur ágreiningur milli okkar hjóna um hvernig húsgögn ættu að vera í þessarri íbúð okkar. Hvorugt okkar átti húsgögn þannig ljóst var að byrja þyrfti frá grunni. Vegna þess að hér í Guildford býr bara ríkt fólk er lítið um búðir sem selja notuð húsgögn en mikið um búðir sem selja dýr og ljót húsgögn. Þar sem við erum ekki með bíl var ljóst að leit að notuðum húsgögnum yrði talsvert tímafrek og dýr þannig ákveðið var að kaupa bara allt í IKEA því hvorugt okkar nennti að standa í einhverju rugli.

Hasarinn byrjaði á því að Jozeph fann IKEA bækling í vinnunni sinni og eyddi einum degi í að raða í íbúðina okkar í huganum og skrifaði allt niður samviskusamlega niður í blokkina sína og kom heim eitt kvöldið hróðugur mjög því hann taldi sig hafa leyst lífsgátuna.
Konan hans Jozephs var ekki eins spennt því vægast sagt hafa þau hjónin ólíkan smekk á húsgögnum og þar sem konan getur verið dálítil dramadrottning gekk nokkuð á það kvöldið og ákveðið var að slíta þessum samræðum og geyma til betri tíma. Nokkrum dögum síðar var millivegurinn gullni fundinn og þá var ákveðið að fara af stað.

Að fara í IKEA í Bretlandi er EKKI eins gaman og að fara í IKEA á Íslandi og tók ferðin í allt 9 klst frá byrjun til enda. Við þurftum í fyrsta lagi að taka 2 lestir og einn sporvagn til Croydon og þegar inn var komið þurftum við að, berjast í gegnum mikið mannhaf, standa í alls 5 biðröðum til að fá lagernúmerið á húsgögnunum og síðan þurftum við að bíða í 1 klst og korter á lagernum ásamt haug af misþolinmóðu fólki. Þar sem búið var að skrifa allt niður fyrirfram sem átti að kaupa voru engin frávik leyfð þannig ekkert manntjón varð. Það munaði samt litlu að manntjón yrði hjá IKEA starfsfólkinu þegar ég komst að því að það var ekki allt til þannig við þurfum að fara aftur í gleðina miklu eftir 2 vikur eftir bókahillum, mýsluhúsgögnum og hjónarúmi.

Hnuss!!

spider-woman

4 Comments:

Blogger Erla said...

úff... ég ætla að láta Finnbjörn lesa þessa Ikea sögu og þá kannski hættir hann að kvarta þegar mig langar í Ikea hérna heima á fróninu...

5:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allt er gott sem endar vel og auðv. orðið þrumufínt hjá hjónunum.
Hér heima fóru tvær systur í Smáralind í gær, kíktu í Deben... og fengu sér svo kaffi og ofurtertu á eftir. Keyptar voru snyrtivörur fyrir haustið svo umræddar systur eru afskaplega vel til hafðar og snyrtar í dag. Mýsla kaus að vera heima og horfa á TV með afa,afþakkað búðarferðina.
Bestu kveðjur. ILH (Día Aust

8:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einhvern veginn virka svona verslunarferðir hjá Díu Aust systrum mun rólegri og yfirvegaðri en hjá litla parinu í Guilford - hvernig sem nú stendur á því. Ekki eins mikil átök við varalitina og augnskuggana og sófaborðin og hillurnar í IKEA. En auðvitað er slíkt ekki litla parinu að kenna - allir vita að IKEA ferðir, heima og erlendis eru ávísun á vont skap, rifrildi og hafa jafnvel endað í slagsmálum á milli hjóna sem og hjóna og starfsfólks. Gott að þið eru heil og að Díu Aust klanið er vel uppfært að vanda! Sjáumst vonandi fljótlega.!

3:29 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Voðalega er gaman að sjá svona mörg komment. Endilega "keep up the good work". Ég þakka líka hamingjuóskirnar vegna nýja útsýnisins í færslunni á undan.

8:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home