miðvikudagur, september 14, 2005


IKEA saga part III

Eins og ég sagði frá hér síðast þá var farin önnur IKEA ferð í síðustu viku. Ekki tókst húsbóndanum að setja saman allt í einu því vinnan kallar. Hann var hinsvegar í fríi í gær og settist niður með skrúfjárnin sín og opnaði kassana og bjóst til að setja saman kommóðu fyrir mýslu. Hann kemst þá að því að engar skrúfur fylgja né framhliðar á skúffurnar.. Nú voru góð ráð dýr og eftir smá spekúleringar þá komumst við að því að þessi tiltekna kommóða kemur í 2 kössum en (#$%#""%$&%$/$/%%) IKEA fólkið heldur því bara fyrir sig. Vegna þessa var rauð móða fyrir augunum á mér í allan gærdag og núna þegar ég slæ þetta inn er ég alveg við það að fá risastórt reiðikast sem ég gæti jafnvel tekið út á hinni kommóðunni sem við keyptum. Ég sé fyrir mér að ég gæti tekið sögina hans Jozephs og sagað hana í sundur í rólegheitum á meðan ég söngla fyrir munni mér "Jeg har det ikke bra.... Jeg har det ikke bra". Síðan koma mennirnir í hvítu sloppunum og fara með mig í bíl eitthvert út í sveit þar sem ég mun sitja um ókoma tíð vafin inn í teppi, sitjandi í stól við litla tjörn horfandi á svani og endur.

kv

spider-woman

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ljótt er, ef satt er. Ég sé þig alveg fyrir mér elskan, alveg sótrauða úr vonsku. En ég skil þig svo vel. Einhver hefði nú ekki getað stillt sig og brotið svo sem eins og einn píanóstól !! eða samsvarandi. Það er líka gott að brjóta "óbrjótandi glas" þá tekur tíma að hreinsa upp milljón brot, maður stillist, hlær e.t.v. svolítið og hugsar sig svo um næst.
Kv. ILH mó.

9:31 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Jamm verst að ég á ekki píanó og eitt stykki stól til að brjóta. Kannski best að fjárfesta í nokkrum óbrjótandi glösum næst þegar ég fer í IKEA og eiga kannski nokkur staup svona til að hafa í töskunni ef reiðin grípur mann þegar maður er á faraldsfæti. Mikið þakka ég þér fyrir frænkan mín að kommenta svona vel, bið að heilsa í bæinn

11:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home