laugardagur, september 24, 2005

Góðan laugardag kæru lesendur nær og fjær. *geisp*


Í dag fékk ég að sofa út, ekki heyrðist múkk í götuviðgerðarmönnunum. Sól skín í heiði og fyllir litlu íbúðina. Laugardagar eru voða góðir dagar, þá röltum ég og mýsla í art og pottery tíma sem hún er í, síðan rölti ég í bæinn og kaupi blaðið sem ég les yfir kaffibolla og ristuðu brauði með nutella...gvuð! það er svo gott. Að lesa blaðið hérna í Englandi var alltaf dálítil barátta af því það er alveg risastórt og fyllir borðið og maður þurfti að standa upp til að lesa efstu línurnar. En nú er búið að breyta og núna er það bara venjuleg stærð. Ég kaupi alltaf The Guardian af því að það er besta blaðið. Það er svo mikið af skítablöðum hérna í Englandi sem samanstanda af rógi/lygum/slúðri, nöktum konum og íþróttafréttum og þau blöð fá ekki að koma hérna inn fyrir þröskuldinn. Móðir mín gerði einu sinni þau mistök að kaupa The Sun og hlaut miklar skammir fyrir. Þannig að þið gestir sem komið í heimsókn.... "you have been warned!" Ef þið ætlið að lesa ruslblöð sem birta fyrirsagnir á við "Death by Playstation" þá verðið þið að vera úti á meðan.

Stundum þegar ég nenni ekki í bæinn að kaupa blaðið kem ég aftur heim og borða morgunmat og horfi á matreiðsluþætti á bbc1. Þar er hraustlegt fólk sem eldar voða fína og holla rétti og allt lítur svo auðvelt út hjá þeim. Það er aldrei verið að missa, hella niður, skera sig eða sulla. Ég var svo heilluð að ég keypti mér matreiðslubók og mun láta ykkur vita hvernig gengur.

Eins og þið sjáið þá er ekkert að frétta af okkur, lífið gengur sinn vanagang hérna í Englandi svo ég hef ekkert að blogga um. Rannsóknin gengur vel, Ásu gengur vel í skólanum, Jozeph gengur vel í vinnunni þannig það sannast aftur að engar fréttir eru góðar fréttir.

kv

spide-woman

ps. afskakið blótið í síðustu færslu, en það var nauðsynlegt fyrir söguna.

1 Comments:

Blogger Erla said...

ahhh... svona helgarrútinur eru yndislegar...

2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home