Í dag fór ég í nudd til sjúkraþjálfara og vegna slyss á A3 þurfti ég að bíða þónokkuð lengi þar sem að blessuð konan var bara “stuck in traffic” eins og reyndar fleiri hérna á leið til Guildford. Ég notaði tímann vel og skoðaði blöðin og eftir að hafa setið í í hálftíma og skoðað fullt af life and fitness blöðum og Marie Claire langaði mig mest bara að gefast upp á tilverunni. Mér finnst nefnilega stundum að það sé bara hin mesta furða að maður skuli ennþá vera á lífi.
Tilveran er nefnilega dálítið flókin þessa dagana því á hverjum degin færa vísindin okkur ný sannindi. Í öllum blöðunum var að finna litla fróðleiksmola sem byrjðu á “nýjar rannsóknir sýna að” eða “vísindamenn við ... háskóla” hafa uppgötvað að .... það er óhollt að hjóla og tyggja tyggjó í leiðinni, að hafa gaseldavél, að fara út að hlaupa í köldu veðri og eitthvað fleira.
Síðan eru tíundaðar ástæður þessa... og þær virka allar svo trúanlegar því að það er búið að tvinna inn í vísindaleg heiti á allskonar efnum, ensímum og efnasamböndum. Til dæmis gæti verið hættulegt að tyggja tyggjó og hjóla vegna þess að tyggjó veldur því að líkaminn framleiðir of mikið af anty-ah3 alpha sýrunni sem veldur því að kálfavöðvarnir fara að framleiða of mikið af ph3- alpha ensíminu sem flýtir fyrir hrörnun vöðvanna og eykur hættu á myoclissitisotis og er áætlað að um 3 milljónir manna muni þjást af árið 2067.
Þetta er auðvitað tilbúið dæmi en svona hljóma litlir fróðleiksmolar í allskonar blöðum og þetta einkennir líka fréttir í fjölmiðlum.
Það er nóg að klæða karl eða konu í hvítan slopp og setja á þau gleraugu og láta þau þylja yfir almúganum einhverja steypu með allskonar vísindaorðum og þá verður maður allt í einu var við að lífið er ekki neitt einfalt lengur og eitthvað sem maður hefði aldrei leitt hugann að er bara stórhættulegt. Þetta gerir lífið svo flókið og erfitt og mig langar helst stundum bara að vita ekki neitt því þá get ég hætt að hafa áhyggjur af því hversu mikið alpha-4 antifidelis sýrur ég er að éta á hverjum degi.
Ágætis dæmi um þessa tegund tilvistarkreppu sem er tilkomin af of mikilli vísindavitneskju er samtal sem ég átti við ágætan kollega minn þegar við skruppum í hádegisverð um daginn. Hann og konan hans höfðu ákveðið að fá sent heim til sín kassa af lífrænt ræktuðu grænmeti einu sinni í viku til að forðast öll eiturefnin sem er spreyjað út um allar trissur og eru að eyðileggja innviði okkar sem og umhverfið. Síðan á líka að vera voða hollt að borða vel af ávöxtum og grænmeti því í því eru öll þessi hollu efni. Þannig að það var bara ágætis ákvörðun til að byrja með en síðan kárnaði gamanið þegar hann komst að því að sumt af grænmetinu og ávöxtunum hafði flogið hingað til Bretlands langa leið og allir vita jú hvað þotur menga þegar þær fljúga þvers og kruss um heiminn. Þannig hann var bara dálítið miður sín yfir þessu öllu saman...
Það er vandlifað á þessum siðustu og verstu þegar vísindin virðast efla alla dáð og gott betur.
kv
spider-woman
Tilveran er nefnilega dálítið flókin þessa dagana því á hverjum degin færa vísindin okkur ný sannindi. Í öllum blöðunum var að finna litla fróðleiksmola sem byrjðu á “nýjar rannsóknir sýna að” eða “vísindamenn við ... háskóla” hafa uppgötvað að .... það er óhollt að hjóla og tyggja tyggjó í leiðinni, að hafa gaseldavél, að fara út að hlaupa í köldu veðri og eitthvað fleira.
Síðan eru tíundaðar ástæður þessa... og þær virka allar svo trúanlegar því að það er búið að tvinna inn í vísindaleg heiti á allskonar efnum, ensímum og efnasamböndum. Til dæmis gæti verið hættulegt að tyggja tyggjó og hjóla vegna þess að tyggjó veldur því að líkaminn framleiðir of mikið af anty-ah3 alpha sýrunni sem veldur því að kálfavöðvarnir fara að framleiða of mikið af ph3- alpha ensíminu sem flýtir fyrir hrörnun vöðvanna og eykur hættu á myoclissitisotis og er áætlað að um 3 milljónir manna muni þjást af árið 2067.
Þetta er auðvitað tilbúið dæmi en svona hljóma litlir fróðleiksmolar í allskonar blöðum og þetta einkennir líka fréttir í fjölmiðlum.
Það er nóg að klæða karl eða konu í hvítan slopp og setja á þau gleraugu og láta þau þylja yfir almúganum einhverja steypu með allskonar vísindaorðum og þá verður maður allt í einu var við að lífið er ekki neitt einfalt lengur og eitthvað sem maður hefði aldrei leitt hugann að er bara stórhættulegt. Þetta gerir lífið svo flókið og erfitt og mig langar helst stundum bara að vita ekki neitt því þá get ég hætt að hafa áhyggjur af því hversu mikið alpha-4 antifidelis sýrur ég er að éta á hverjum degi.
Ágætis dæmi um þessa tegund tilvistarkreppu sem er tilkomin af of mikilli vísindavitneskju er samtal sem ég átti við ágætan kollega minn þegar við skruppum í hádegisverð um daginn. Hann og konan hans höfðu ákveðið að fá sent heim til sín kassa af lífrænt ræktuðu grænmeti einu sinni í viku til að forðast öll eiturefnin sem er spreyjað út um allar trissur og eru að eyðileggja innviði okkar sem og umhverfið. Síðan á líka að vera voða hollt að borða vel af ávöxtum og grænmeti því í því eru öll þessi hollu efni. Þannig að það var bara ágætis ákvörðun til að byrja með en síðan kárnaði gamanið þegar hann komst að því að sumt af grænmetinu og ávöxtunum hafði flogið hingað til Bretlands langa leið og allir vita jú hvað þotur menga þegar þær fljúga þvers og kruss um heiminn. Þannig hann var bara dálítið miður sín yfir þessu öllu saman...
Það er vandlifað á þessum siðustu og verstu þegar vísindin virðast efla alla dáð og gott betur.
kv
spider-woman
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home