fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Var að enda við að horfa á þátt um black/heavy metal tónlist og áhrif á ungt fólk. Ég vissi ekki að aðal black metallinn ætti rætur að rekja til Noregs. Það voru þarna fullt af norsurum í svaka black metal fílíng, myndi ekki segja kátir og hressir.... kannski meira svona svolítið evil og reiðir. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, fannst einhvern veginn að í noregi væru allir svo glaðir alltaf á gönguskíðum. Nú hef ég smá áhyggjur af Inga og Sólveigu, hef ekki séð þau svo lengi, kannski bara komin á fullt í heavy metalinn. Talaði reyndar við Sólveigu á msn um daginn og sendi henni link á síðu með fullt af powerballöðum, fannst hún ekkert voða spennt. Kannski er þetta ekki nógu röff fyrir þau lengur. Látið endilega heyra frá ykkur í komment svo ég viti að það sé allt í lagi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Black Metal ku vera vinsælt í Vestur-Noregi sérstaklega á Björgvin svæðinu. En fyrir þá sem ekki þekkja til er Björgvin þekkt fyrir regn, sértrúarsöfnuði og Black Metal . Black Metal bönd frá Björgvin voru mikið í fréttum um 1990 aðalega vegna ódæðisverka. Margir tengja Black Metal-ið við Norræna Guðsdýrkun, vitum svo sem ekki hvað er til í því. Blak Metal virðist vera vinsælt í suður Evrópu, sáum þátt á NRK (BBC Norðmanna) um daginn þar sem fjallað var um óvæntan norskuáhuga ítalskra stúdenta sem hópuðust sem aldrei fyrr í norræn fræði í háskólum þar syðra. Þarna var á ferðinni harðsvíraðir aðdáendur norskra Black Metal banda sem vildu skilja innhald textanna sem hetjur þeirra úr norðri sungu.

Eina norska Black Metal bandið sem hefur farið á fónin hérna er Dimmu Borgir, fínt rokk við heimilisstörfin.

Kveðja Ingi og Sólveig

P.s. Bjóðum ykkur hér með gistingu og pössun í mekka Black Metalsins ef þið viljið kíkja í heimsókn.

6:44 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Hjúkk! voða er ég ánægð að heyra frá ykkur að þið eruð örugg. Gott að fá smá fróðleiksmola. Eins og sést hér þá er fróðleikur eina vopnið gegn fordómum og nú veit ég að norðmenn eru bara fjölbreyttir en ekki alltaf á gönguskíðum, heldur brenna þeir líka kirkjur og hlusta á "Mayhem" í Björgvin (Eða á Dimmu Borgir í Osló)

Mér líst voða vel á heimsókn og það er á listanum okkar yfir "things to do sooner than later" Verðum við ekki bara að fara að negla niður dag ?!? Þið eruð líka ávallt velkomin til Guildford.

Hlakka til að sjá ykkur um jólin :D

8:01 e.h.  
Blogger Erla said...

Verð nú að viðurkenna að ég hefði aldrei farið að hafa áhyggjur af henni Sólveigu í einhverju black metal æði í Noregi... en... ég meina... eitthvað eru þau að fíla þarna í Noregi... afhverju ekki Black metal ???

7:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home