fimmtudagur, desember 01, 2005

Nokkrum sinnum á ári verð ég fyrir ákafri tónlistarþörf sem lýsir sér í því að ég set eitthvað á fóninn um leið og ég vakna og slekk ekki fyrr en ég fer að sofa. Þá gref ég upp alla geisladiskana sem safnað hafa ryki í þá mánuði sem grafarþögn hefur ríkt á heimilinu. Núna bregður hinsvegar svo við að mig langar voða mikið að hlusta á eitthvað nýtt og skemmtilegt. Auðvitað stendur Nick Cave alltaf fyrir sínu, svo Portishead og auðvitað allar heavy metal ballöðurnar en ég skellti mér nú samt í búðina og kom heim með nýja Sigur Rós diskinn og soundtrackið úr Garden State og núna er ég búin að hlusta á þessa tvo diska í 3 sólarhringa og er alveg með lagið Hoppípolla á heilanum.
Það er ekki gott að vera með SigurRósar lög á heilanum af því þau eru voða mikið svona vííííí úúúúú ééééé og ég kann ekki textann þannig... ekki sniðugt.
Garden State diskurinn er hinsvegar voða sniðugur og þar kennir margra grasa, fullur af hljómsveitum sem ég vissi hreinlega ekki að væru til. Ég fór því að fletta upp á þeim í Google og fann þá þessa sniðugu tónlistarsíðu Epitonic þar sem maður getur gramsað og safnað saman lögum og hlustað á eftir allskonar lið. Ég skellti mér á fyrst á new og fann þar snilldarhljónsveitir á borð við Blonde Redhead og CocoRosie og síðan Romy Zero. Það er verst að það eru aðeins nokkur lög með hverri hljónsveit en núna veit maður allavega að hverju maður á að leita næst þegar tónlistarþorstinn grípur mann.

Jamm og síðan komum við mýslan bráðum heim :D

kv

spider-woman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home