þriðjudagur, júlí 10, 2007



Ji hvað það er gaman að væflast á youtube. Þetta lag er alveg rosalega skemmtilegt og myndbandið er ennþá betra. Gaman þegar myndbönd segja sögu og Meatloaf er náttúrulega einstakur sagnameistari.

Húrra fyrir Meatloaf!!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Best að útskýra aðeins færsluna fyrir neðan þar sem ég sé að systir mín er ekki að fatta mig...þetta vill gerast þegar rauða þokan tekur yfir og ég þruma á lyklaborðið í reiðikasti og ýti svo á publish en maður minn hvað það er gott! :D

Eins og áður sagði þá finnst mér að þegar ég kaupi rándýra bíómiða og rándýrt sælgæti að ODEON sé búið að fá nóg af mínum peningum í einni heimsókn. Ég er að koma þarna í þeim tilgangi að horfa á eina kvikmynd og svo fer ég heim. Mér finnst þess vegna að ég sem áhorfandi eigi ekki að þurfa að eyða tíma mínum þarna inni lengur en þörf krefur af því að ODEON þarf að selja mig öðrum fyrirtækjum sem áhorfanda að auglýsingum. Þessi kvikmyndasamsteypa virðist kreista hvern eyri út úr einni heimsókn og ég yrði ekki hissa ef von bráðar birtust auglýsingar á klósettpappírnum hjá þeim.

Þetta er bara hluti af vaxandi pirringi mínum í hvað allt þarf að ganga kaupum og sölum þessa dagana og hvernir reynt er eftir mestum mætti að troða auglýsingum á hvern einasta flöt sem verður á vegi manns. Allt til að kýla vömbina hjá stórfyrirtækjum sem virðst vera að taka yfir heiminn smátt og smátt. Þessi pirringur er reyndar efni í heila bók þannig ég læt staðar numið hérna

sunnudagur, júlí 01, 2007

Jæja þá er komið að röfli dagsins. Afsakið hléið, hafði lítið að segja. Nema hvað í dag ofbauð mér og þá er best að setjast við tölvuna og koma því á blað.
Við fjölskyldan + vinur mýslu ákváðum að fara í bíó og sjá Shrek III og eftir að hafa eytt óhemju magni af peningum í bíómiða og slikkerí, fundum við sætin okkar og komum okkur fyrir. Auglýstur sýningartími var kl tvö og við vorum sest um tíu mínútur í en viti menn...myndin sjálf byrjaði ekki fyrr en klukkan hálfþrjú eftir að við höfðum setið yfir auglýsingum í 30 mínútur!
Eftir að þeim lauk var lögst yfir augu mín rauð bræðiþoka sem virðist ágerast eftir því sem ég eldist.
Ég þoli ekki þegar er verið að hafa mig að fífli að ráði markaðsfræðinga og auglýsingasálfræðinga sem sitja daglangt og reyna að koma upp með nýjar leiðir til að taka yfir líf mitt....með rusli og drasli og ömurlegum boðskap. Mér finnst ég ekki geta snúið mér við án þess að einhver sé að reyna að selja mér eitthvað. Djöfulsins græðgi sem er að tröllríða öllu í þessum heimi hér. Það er reynt að kreista eins mikinn gróða útúr öllu eins og mögulegt er. Meira að segja fólk er ekki lengur fólk...það er mannAUÐUR...allt er reiknað í krónum og aurum - tapi og gróða. Næst á dagskránni er að setjast niður og semja bréf til ODEON kvikmyndasamsteypunnar og æsa mig yfir þessu...gott og vel...ég er óþolandi kvartskjóða en eins og maðurinn sagði THIS IS TAKING THE PISS!!!