miðvikudagur, desember 05, 2012

Kommúnistaferðir sf.


Þegar kemur að ferðalögum þá hef ég alltaf verið pínu óviss um hvert mig langar að fara.  Ég hef aldrei átt mér uppáhaldsland sem mig hefur alltaf langað til að heimsækja og hefur alltaf fundist ég vera pínu útundan í samtölum um ferðalög til landa sem fólki finnst spennandi.  Fyrir nokkru sá ég þátt á BBC þar sem var verið að ræða ferðalög og túrisma og þar var því haldið fram að fólk sem ferðaðist til að sinna áhugamálum eða hugðarefnum væru ánægðust með ferðalögin sín.  Þar var rætt við mann sem hafði mikinn áhuga á skriðdrekum og stríði og öll hans ferðalög snerust um það að skoða skriðdreka og stríðssöfn.  Síðan var rætt við fólk sem ferðaðist til að fylgjast með íþróttaatburðum eins og fótbolta, hjólreiðum ofl. 

Ég hef núna komist að því hvað myndi gleðja mitt hjarta svo mikið að mig langaði til að ferðast til annarra landa til að skoða og það eru minnismerki um kommúnisma í Austur Evrópu og fyrrum Sovíetríkjunum.  Ég fann nefnilega á rölti mínu um netið í gærkvöldi myndir af BuzludzhaMonument í Búlgaríu og ég er búin að vera í kasti síðan!  Mig langar svo að fara að skoða þetta!  Hver vill koma með?  Hérna fyrir neðan er ein mynd af byggingunni en ef þið fylgið linknum þá fáiði að sjá myndir innan úr húsinu og ég hef bara aldrei séð svona flott á ævi minni!!! (þið sjáið á fjölda upphrópunarmerkja hversu spennt ég er)
 
 
Ég hef líka bætt á linka listann minn link á 28 Days Later Forum þar sem eru myndir frá áhugafólki um Urban Exploration, sem ferðast um og taka myndir af yfirgefnum húsum og byggingum í Bretlandi og Evrópu aðallega.  Ég hef lengi fylgst með þessarri síðu og þarna sá ég fyrst myndir af Buzludzha.  Tékkið á þessu, sumar af myndunum eru rosalega flottar!  Þetta er sett upp eins og spjallborð þannig að þið þurfið að fara inn í þræðina til að sjá myndirnar.

 

4 Comments:

Blogger Ásdís said...

Ég skal koma með! Ég var einmitt alveg í kasti í austurhluta Berlínar því mér fannst svo gaman að sjá þessi einkenni kommúnismans, breiðar götur, blokkir osfrv. Örugglega nóg fyrir okkur að sjá í St. Pétursborg :)

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með að koma með til Vilnius?

9:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlegt að sjá þetta og hvað listamönnunum / iðnaðarmönnumum sem unnu þetta hefur verið sýnd mikil lítilsvirðing

9:48 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Hver er það sem vill fara til Vilnius, ég er alveg til í það en ég væri líka til í að vita hvern ég væri að fara að hitta þar! Er þetta sami nafnlausi og skrifar um lítilsvirðinguna í kommentinu fyrir neðan?

6:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home