þriðjudagur, mars 27, 2007

Mýslan er lasin heima og liggur undir sæng og horfir á vídeó. Í dag hefur hún horft á 6 þætti af Life of Mammals með David Attenborough. Hún er afar ræðin um dýrin og gaukar að mér fróðleiksmolum um blettatígra, þvottabirni, refi, héra og leðurblökur. Hún á margar bækur um dýr og hún veit miklu meira um þau en ég. Þannig að þrátt fyrir að ég komist ekki upp í háskóla í dag þá er ég samt að læra :D
Það er allt bara rólegt hér í Guildford og mest lítið að frétta held ég...

sunnudagur, mars 25, 2007

Mömmu fannst Marilyn Manson dulítið ljótur og þess vegna ákvað ég að blogga aðeins til að ýta honum aðeins neðar. Vildi líka færa fréttir góðar fyrir íslenska aðdáendur HM búðanna (nefni engin nöfn) og þær eru að 29. mars nk opnar HM búð hérna í Guildford. Þannig að þá geta verslunarglaðar konur (nefni engin nöfn) unað glaðar við sitt þegar þær koma að heimsækja mig...húrra!

góðar stundir

föstudagur, mars 23, 2007

þá er komid ad föstudagslaginu sem er afar hresst. þetta lag var spilad á rokkkvöldinu góða vid mikinn fögnuð. Mig langar lika ad spila þetta lag fyrir Eyrúnu sem mig grunar ad sé leyndur aðdáandi þessa mæta manns.

Góda helgi litlu vinir


föstudagur, mars 16, 2007

Er búin að vera á leiðinni að skella inn færslu í marga marga daga en aldrei nennt ad tölvast þegar ég kem heim eftir dag í skriftarvítinu. Hef þess vegna dælt inn á síðuna nokkrum youtube myndböndum...vona að þið hafið skemmt ykkur vel.

Horfði á mynd á Channel4 sem heitir The Great Global Warming Swindle sem mér fannst mjög áhugaverð. Ég er of tóm til að skrifa um hvað hún er en Mengella skrifar fínan pistil um hana sem ég leyfi mér að linka á.

Þessi mynd er einskonar mótsvar á móti Al Gore myndinni Inconvenient truth, sem ég nennti ómögulega að fara að sjá eftir að hafa séð trailerinn í bíó. Nenni ekki einhverju svona Ameríku drama, hrynjandi ísjakar, drukknandi ísbirnir, dáið fólk í eyðimörk, hvirfilvindar, flóð og ég veit ekki hvaða hörmungum sem maðurinn tróð í þennan 3 mínútna trailer....ég var orðin hálf smeyk að fara út úr bíóinu ef ske kynni að heimsendir hefði gerst akkúrat á meðan ég horfði á Volver.

Síðan horfði ég á þennan þátt...The Trap sem var mjög góður, mæli með honum ef þið hafið tækifæri að sjá hann. Þátturinn skoðar hugmyndir okkar um frelsi einstaklingsins, hvaðan þær koma og hvernig þær hafa þróast.

Hmmm... held að þetta sé orðið of gáfulegt fyrir mig núna svona seint... er líka pínu þunn og tóm eftir rokkkvöldið góða sem við hjónin skelltum okkur á í gærkvöldi. Var búin að lofa Önnu Karen að ég myndi blogga um það...kannski ég skelli mér í það á morgun

Góða nóttttttt

föstudagur, mars 09, 2007

Sma stud fyrir helgina... lag sem eg hlusta a svo oft a dag...eg er alveg dottin i EMO-id... eins og Anna Karen ;)



Goda helgi litlu vinir

föstudagur, mars 02, 2007

"Aðspurður segir Eyjólfur að þótt karlkyns netfíklar noti Netið fyrst og fremst til þess að skoða klám og ofbeldisefni, þá gleymi konur sér yfir spjallvefjum og síðum á borð við Barnalandið. Segir hann ástandið jafnvel geta orðið svo slæmt að þær séu svo uppteknar af börnum annarra á Netinu, að þær gleymi að sækja eigin börn á leikskóla." Mbl.is

Eg held ad folk hafi nu alveg gleymt bornunum sinum fyrir daga Internetsins lika.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Thess ma einnig geta ad titill lagsins her ad nedan lysir agaetlega hugarastandi minu thessa dagana... I'M NOT OKAY!!!! Eg ramba her a barmi taugaafalls vegna thessarrar blessudu doktorsritgerdar. ARRRRRGGGHHHHHHHHHHH......
Smá EMO fyrir önnu karen: