sunnudagur, september 30, 2007

Ég sé á teljaranum að allir eru löngu hættir að flækjast hingað sem er fínt því þá get ég röflað eins og vindurinn án þess að neinn taki eftir því.

Í fréttum er þetta helst:

Nýverið bættust við tveir nýir fjölskyldumeðlimir. Þetta eru páfagaukarnir Játvarður og Jens (Edward and James á enskunni) Mun setja inn mynd á næstunni til að sýna hvað þeir eru sætir. Mýslan er afar ánægð með þá og knúsar þá á hverjum degi. Játvarður er blár og Jens er grænn

Ég er byrjuð að kenna, hélt minn fyrsta fyrirlestur fyrir framan 60 nemendur og dó ekki.

Ég fékk mér gat í eyrað, ekki í snepilinn heldur þarna uppi í brjóskið. Hef ekki hugmynd hvað þessi hluti eyrans heitir..blaðka?

Mýslan er náttúrulega löngu byrjuð í skólanum og í fyrstu vikunni gengu í alla bekkina sk. school counsillors, sem eru nokkrir krakkar í efsta bekk sem fá hlutverk nemendafulltrúa. Þau komu í bekkinn hennar Mýslu og einn spurði hana hver væri hennar "role-model" og mýslan hugsaði sig um og svaraði svo Marilyn Manson. *hóst* Ég held að eitthvað hafi farist fyrir að útskýra almennilega hvað role-model er...eða ég vona það allavega...

Jæja þið tvö/tvær/tveir sem ennþá skoða síðuna..ég skal reyna að muna að blogga smá meira