með bestu kveðju
laugardagur, janúar 28, 2006
með bestu kveðju
föstudagur, janúar 27, 2006
"We are pleased to inform that your paper has been accepted to seminar on Playing Roles."
Þannig að ég fer sem sagt til Finlands í lok mars og spjalla við aðra sem eru að rannsaka role-playing og segi þeim frá minni rannsókn! Sjá hér. Svo ætla þau líka að borga fyrir mig flugfarið...haldiðþaðsé?
Skelli inn tillögunni á spider-woman síðuna brátt, ásamt fyrirlestrum sem ég hef haldið svo allir geti verið með í role-playing gleðinni sem ríkir á heimilinu.
mánudagur, janúar 23, 2006
Voða sybbin þar sem ég var að spila tölvuleik fram á nótt og mikið drama var í gangi....geisp... en allavega þá er Vivianne farin í útlegð og hörkutöffara konan Katla tekin við. Skelli inn mynd af henni við tækifæri.
Har det bra
sunnudagur, janúar 22, 2006
Eitt netpróf til að hressa upp á daginn. Niðurstöðurnar koma kannski ekki sérstaklega á óvart. Gaman að sjá að allar listgreinarnar raðast neðst, ég hélt til dæmis að ég dansaði rosalega vel - en það er kannski af því ég dansa með lokuð augun. Gott að ég hélt ekki áfram á listabrautinn sem ég datt einu sinni inn á á mínum sokkabandsárum.
Þetta eru eiginlega sömu niðurstöður og ég fékk í einhverju áhugasviðsprófi sem ég tók í Háskólanum nema að hérna vantar að minnast á hæfileika mína til að vinna við garðyrkju.
You scored as Sociology. You should be a Sociology major!
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) created with QuizFarm.com |
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Inni á Hverfisbarnum
Sena 1
Brynja: “Hæ stelpur/strákar... hvað segiði... eruð þið ekki í stuði?”
Stelpur/strákar: “Jú!... geðveiku stuði”
Brynja: “Hvernig er kvöldið búið að vera?”
Stelpur/strákar: “Bara rosa skemmtilegt... geðveikt stuð!”
Ímyndið ykkur svo að sena 1 sé endurtekin nógu oft til að fylla upp í hálftímaþátt... aðeins er skipt út stelpum/strákum.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Jæja hérna er ný viðureign fyrir Erlu :D En ég vil taka það fram af gefnu tilefni að um er að ræða viðureign persónanna - ekki leikkvenna. (Þannig það á ekkert að blanda Angelinu Jolie í þetta mál og skrifa löng comment um að hún megi ekki slást þar sem hún er ólétt - ha Erla? ;)
Ég á sko að vera að skrifa fyrirlestur sem ég er að fara að flytja á morgun en mun fresta því fram í rauðan dauðann eða þangað til í kvöld þegar ég byrja að æpa af stressi.
föstudagur, janúar 13, 2006
Hvor vinnur? Þessari spurningu er velt upp hér . Ég er búin að flissa yfir þessari síðu í allan dag enda með mjög þroskaða kímnigáfu. Vildi bara deila þessu með ykkur.
(fyrir þau ykkar sem ekki þekkið konurnar, vinsamlega farið og lesið eitthvað annað blogg;)
miðvikudagur, janúar 11, 2006
þriðjudagur, janúar 10, 2006
updeit: hitinn er kominn í lag og ég keypti C-vítamín þannig að samlíkingin hér fyrir neðan verður sífellt fjarlægri
mánudagur, janúar 09, 2006
laugardagur, janúar 07, 2006
Ég hélt fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum þann 5 janúar sem bar titilinn Veröld Vivianne: kyn í fjölþátttökuleikjum og loksins fengu fleiri að kynnast Vivianne og nördalífinu mínu sem ég flaggaði óspart. Kona á bara að vera stolt yfir að vera nörd inn við beinið.
Fyrr um daginn var ég í útvarpinu í samfélaginu í nærmynd þar sem ég sagði stuttlega frá efni fyrirlestursins. Ef þið sem misstuð af fyrirlestrinum viljið hlusta fylgið þá linknum og veljið samfélagið í nærmynd og ég er aftast í þættinum.
Góðar stundir að sinni og takk allesammen fyrir góðar stundir á Íslandinu
kv
spider-woman aka Vivianne aka Þórdís