laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja þá erum við komnar aftur til Englandsins kátar og glaðar eftir góð jól og áramót í faðmi fjöskyldu og vina á Íslandi. Þetta voru góð jól og áramót og gaman að hitta alla. Ég lá nú mest í lazy boy stólnum og borðaði góðan mat, en tókst aðeins að standa upp til að hitta alla... voða gaman að hitta ykkur öll og þau ykkar sem ég hitti ekki þá segi ég bara gleðilegt nýtt ár og sjáumst næst þegar ég dett inn á skerið.

Ég hélt fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum þann 5 janúar sem bar titilinn Veröld Vivianne: kyn í fjölþátttökuleikjum og loksins fengu fleiri að kynnast Vivianne og nördalífinu mínu sem ég flaggaði óspart. Kona á bara að vera stolt yfir að vera nörd inn við beinið.

Fyrr um daginn var ég í útvarpinu í samfélaginu í nærmynd þar sem ég sagði stuttlega frá efni fyrirlestursins. Ef þið sem misstuð af fyrirlestrinum viljið hlusta fylgið þá linknum og veljið samfélagið í nærmynd og ég er aftast í þættinum.

Góðar stundir að sinni og takk allesammen fyrir góðar stundir á Íslandinu

kv

spider-woman aka Vivianne aka Þórdís

2 Comments:

Blogger AnnaKatrin said...

Sæl Þórdís.
Takk fyrir mig á fyrirlestrinum. Það var gaman. Nördar eru líka fólk.
Með kærri kveðju,
Anna Katrín Þorvaldsdóttir (sem les stundum bloggið þitt).

3:54 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Hæ hæ Anna Katrín

Takk fyrir komuna á fyriresturinn og takk fyrir kommentið

kv
Þórdís (sem lest stundum bloggið þitt líka:)

4:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home