þriðjudagur, janúar 10, 2006

Í dag í fyrsta sinn síðan ég var lítil fílaði ég mig sem litla konu. Ég er um 172 cm á hæð og er mjög oft í háhæluðum stígvélum. Samt þurfti ég að biðja um aðstoð í tölvuleikjabúðinni GAME þar sem ég náði ekki upp í efstu hilluna. Leikurinn sem ég var að velja var ekki þess legur að þurfa að vera í efstu hillu og meira að segja Manhunt var í næstu hillu fyrir neðan. Ég var frekar kindarleg þegar ungi hávaxni maðurinn fór og sótti leikinn fyrir mig og tók eftir að allir afgreiðslumennirnir voru mjög hávaxnir. Þannig að ég get sem sagt ekki huggað mig við það lengur að ég fái starf þar að námi loknu.


updeit: hitinn er kominn í lag og ég keypti C-vítamín þannig að samlíkingin hér fyrir neðan verður sífellt fjarlægri

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja já, góð saga, ALDREI komið fyrir mig. og já takk fyrir síðast litla kona, flottur og fræðandi fyrirlestur fyir fáfróða.

Tóta litla tindilfætt ;)

10:22 f.h.  
Blogger Fláráður said...

hvurslags leik varstu að ná í ef hann var settur á efri hillu en Manhunt?

11:22 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Takk takk Tóta litla...við þyrftum bara að stofna sér tölvuleikjabúð fyrir litla fólkið..

Og Þórður ég var bara að kaupa leik sem heitir Morrowind og er bara voða saklaus held ég. Þarf samt að skila honum þar sem laptop tölvan mín er með eitthvað vesen... vona bara að þeir biðji mig ekki að setja hann á sinn stað ;)

kv

6:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home