miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Gleymdi að bæta því við í afþreyingarpistilinn hérna fyrir neðan að ég er ekki að spila neina leiki sem stendur þar sem tölvan mín "datt um koll og dó" og ég er að bíða eftir nýju móðurborði. Þess vegna hef ég eytt kvöldunum fyrir framan sjónvarpið og finn heilann í mér visna og sálina deyja smátt og smátt yfir öllum raunveruleikaþáttunum og rassvasasálfræðinni þar sem þar viðgengst. Óþolandi rusl og mín vegna mega allir þessir þættir keyra á staur!!

Svo segir fólk að tölvuleikir séu mannskemmandi !?! Ég segi nú bara Uber Pwnage FTW Woot!!!
Leigði "spólu" í gærkvöldi, í fyrsta sinn í óratíma. Völdum rússnesku myndina NightWatch sem var alveg brilliant!!. Hún er víst fyrsta myndin af trílógíu þannig núna bíðum við spennt eftir næstu tveimur. Ótrúlega hressandi að horfa á myndir þar sem maður þekkir ekki leikarana...ég er nefnilega komin með eitthvað syndróm þar sem mér tekst ekki að sjá ákveðna "stórleikara" sem karakterana sem þeir leika...sé þá alltaf bara sem þá sjálfa og það er bara rugl! Þetta á alveg sérstaklega við Jude Law og Nicole Kidman enda reyni ég að forðast myndir með þeim tveimur.

(Ég vil hinsvegar taka fram ef mamma eða Inga Lóa skyldu lesa þetta sem og aðrir sem ekki hafa gaman að fantasíumyndum að þetta er ekki mynd fyrir ykkur!!)

Hey svo vil ég líka mæla með myndinni Volver...man ekki hvort ég var búin að því áður...

Síðan las ég í blaðinu að bókaútgáfufyrirtæki hér í landi hefði nýverið gefið út tvær bækur eftir Tove Jansson, konuna sem skrifaði uppáhaldsbækurnar mínar um Múmínálfana, sem heita The Summer Book og A Winter Book. Ég hljóp út í bókabúð og keypti báðar og er aðeins byrjuð á fyrri bókinni og líst bara vel á. Kem með update þegar ég er komin lengra.

Það sem ég er að hlusta á þessa dagana er mest Marilyn Manson en ég keypti disk með honum um daginn... safndiskinn Lest We Forget. Ég hafði heyrt nokkur lög af þessum diski...aðallega cover lög sem mér leist vel á og eftir nokkra hlustun er ég eiginlega orðin bara hæstánægð með allan diskinn og hef á stefnuskránni að kaupa fleiri.

Jæja þá hef ég afhjúpað þá afþreyingu sem ég er að dunda mér við þessa dagana og tókst að kreista það inn í blogg...veit ekki hvort þið hafði nokkuð gaman að lesa þetta en ég er með dulítið samviskubit að svíkja þá dyggu lesendur sem detta hérna inn reglulega þannig að þangað til að eitthvað spennandi gerist þá verðiði bara að láta ykkur þetta nægja.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Mig langar að nota tækifærið og þakka Austfjörð group innilega fyrir innlitið hérna í Guildfordi. Þær hresstu svo sannarlega upp á bæinn með vasklegri framgöngu og nú lítur útfyrir að jólabónus starfsmanna í verslunum hérna hafi þrefaldast á jafnmörgum dögum - og geri aðrir betur!
Nú er ég að vinna í að henda tómum innkaupapokum og hvítvínsflöskum svo lífið geti komist í samt lag aftur. Ég verð að viðurkenna að það er hálf einmanalegt í sófanum góða án þeirra og núna þarf ég líklega að fara að borga fyrir axlarnudd aftur.

Ég vil hér með bjóða þær aftur velkomnar að ári liðnu og gaman væri að sjá fleiri félaga Austfjörð group! Þær lengi lifi..húrra húrra húrra húrra

Núna þarf ég að fara að undirbúa næstu heimsókn sem verður eflaust mjög spennandi :D

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ljóðahornið

You're always ahead of the game,
I drag behind,
You never get caught in the rain,
When I'm drenched to the bone every time,
You're the first one to swim across the Seine,
I lag behind,

You're always ahead of the game,
While I drag behind..
You're always ahead of the pack,
I drag behind,

You possess every trait that I lack,
By coincidence or by design,
You're the monkey I got on my back,
That tells me to shine,
You're always ahead of the pack,
While I drag behind..

You're always ahead of the rest,
When I'm always on time,
You got A's on your algebra test,
I failed and they kept me behind,
I just gotta get off my chest,
That I think you're divine,
You're always ahead of the rest,
While I drag behind..


Placebo - Drag

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er núna búin að vera á bloggrúnti og finnst allir eitthvað svo sniðugir. Þannig mér rann blóðið til bloggskyldunnar en dettur ekkert í hug að blogga um :S
Ég gæti bloggað um ritgerðina mína en það væri svo leiðinlegt að þið örfáu tryggu lesendur mínir mynduð leggjast niður og sofna.
Ég gæti bloggað um nýja tölvuleikinn sem ég var að byrja að spila, GuildWars, en ég held að enginn nenni að lesa um það því það eru engir leikjanördar sem lesa þessa síðu. Birti kannski mynd af karakternum mínum eins og hefð hefur verið hér á bæ.
Ég gæti bloggað um hversu mikið ég hlakka til að koma til Íslands og vera yfir jólin...hmm...sýnist ég hafi nú þegar gert það og ekki neinu við það að bæta.
Sko mig! Ég er búin að blogga fullt um ekkert... segiði svo að maður læri ekki eitthvað í doktorsnámi, þ.e. að fylla síður af engu!

laugardagur, nóvember 11, 2006

Bréf sent til John Lewis verslunarkeðjunnar í dag eftir að mér ofbauð litli jólabæklingurinn frá þeim:


"To whom it may concern - preferably someone in marketing!

I must say I am very offended on behalf of my 8 year old girl after browsing through your "Christmas gift ideas" brochure that came with todays newspaper. On pages 6-7, you list gift ideas for girls and boys and from your suggestions it seems that someone within your company feels that little girls should be taught from birth to look pretty and look after infants. (gift ideas featuring a hair brush and infant like dolls)
The gift ideas for boys however feature toys that imply that childhood should be a process of discovery and fun. (gift ideas featuring star planetarium, pirate ship and a robotic Lego kit)
I would like to bring your attention to the fact that we now live in the 21st century and I think it is time that John Lewis moves with the times and stops recycling old fashioned stereotypes in their advertisments.

Many thanks for your attention

T. Sveinsdottir"

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég er bara alveg bit á þessu útlendingahatri sem er að koma upp á yfirborðið á Íslandi um þessar mundir. Þegar maður er svona bit þá skortir oft orð... en á meðan ég er að finna mín orð vil ég vísa á þessi snilldarorð Hnakkusar um málið.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Það kemur alltaf upp öðru hvoru þessi umræða um aðlögun innflytjenda að þeim samfélögum sem þau setjast að í. Hérna í Bretlandi er reglulega hnýtt í múslima, nú síðast vegna klæðaburðs múslimakvenna og alltaf er kallað eftir samræðum milli samfélagshópa og frekari aðlögunar þeirra sem hafa sest hérna að á þessarri og síðustu öld. (Pólitíkusum hérna hefur nú oftast tekist að klúðra þessum samræðum með öfgafullum fordómum og vitleysu en það er efni í annan pistil)

Ég fór að spá í orðin aðlögun......Hvað meinar fólk með orðinu aðlögun? Hvað er verið að biðja fólk um? Felur aðlögun í sér að fólk þurfi að fyrirgera einhverju öðru og hverju er verið að biðja það um að aðlagast?

Nú höldum við á Vesturlöndum að við séum allra best og skemmtilegust og skiljum ekkert í því að allir vilji ekki vera eins og við. En er víst að allir deili þessarri ánægju með okkur... erum við eitthvað sem fólk vill aðlagast? Staðalmyndir um innflytjendur eru grasserandi í flestöllum vestrænum samfélögum og eru reglulega endurteknar og magnaðar í umræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna. Þær eru flestar eitthvað á þessar leið “ Þeir eru alltof margir, setjast að í gettóum þar sem morð og gripdeildir eru daglegt brauð. Þeir blóðsjúga kerfið og kunna ekki tungumálið. Þeir kúga konurnar sínar og gifta börnin gegn vilja sínum.” Þessir fordómar eru síðan endurteknir í blöðum hérna og hamrað er reglulega á þessu og allt virðist vera á leið til glötunar. En á milli frétta um hvað innflytjendur eru ómögulegir eru fréttir af því hvað Bretar sjálfir eru nú ómögulegir: “Þeir eru allt of feitir, börnin þeirra eru krimmar, unglingarnir allir óléttir, reykjandi og drekkandi. Allir þiggja þeir atvinnuleysisbætur svo kynslóðum skiptir og búa á “council estates” sem eru allar að hruni komnar. Konurnar sitja fyrir naktar í blöðum og tímaritum og kunna ekki að elda.”
Þannig það kemur kannski ekki á óvart að sumum óar við að aðlagast Bretlandinu of mikið eins og til dæmis maðurinn, sem ég las viðtal við nokkru, sem hafði flust hingað til Bretlands í leit að betra lífi. Honum leist ekkert á að börnin hans sæktu hverfisskólann þar sem honum fannst að unglingarnir væru ýmist ófrískir, í dópi, reykjandi, drekkandi og blótandi. Þá var það huggun harmi gegn að hann taldi sig búa í sterku sambýli með fólki frá upprunalandinu.
Veit ekki hvernig gengur með "aðlögunina" hans en grunar að hún gangi ekki jafn hratt fyrir sig eins og sumir vildu sjá.