fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Var að enda við að horfa á þátt um black/heavy metal tónlist og áhrif á ungt fólk. Ég vissi ekki að aðal black metallinn ætti rætur að rekja til Noregs. Það voru þarna fullt af norsurum í svaka black metal fílíng, myndi ekki segja kátir og hressir.... kannski meira svona svolítið evil og reiðir. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, fannst einhvern veginn að í noregi væru allir svo glaðir alltaf á gönguskíðum. Nú hef ég smá áhyggjur af Inga og Sólveigu, hef ekki séð þau svo lengi, kannski bara komin á fullt í heavy metalinn. Talaði reyndar við Sólveigu á msn um daginn og sendi henni link á síðu með fullt af powerballöðum, fannst hún ekkert voða spennt. Kannski er þetta ekki nógu röff fyrir þau lengur. Látið endilega heyra frá ykkur í komment svo ég viti að það sé allt í lagi.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Enn og aftur um ófarir í eldhúsinu. Ég held svei mér þá að á mér hvíli Betty Crocker álög og óska hér með eftir galdrameistara til aðstoða með þetta vandamál. Var búin að lofa mýslunni að baka köku í margar vikur og í dag rann kökudagurinn loks upp bjartur og fagur.
Nema hvað vitleysingnum mér tókst að mislesa 75 ml fyrir 750 ml af vatni þannig að úr varð ægistór brún sundlaug. Ég áttaði mig um leið, enda afar vel gefin og tókst að hella vatninu aftur í mælikönnuna en ég held að eggið og olían hafi eitthvað skolast til þannig að úr varð 3mm þykk betty crocker brownies. Má bjóða ykkur kaffi með??
Steratröllið ég ætlaði eitthvað að fara að æsa mig yfir þessarri heimsku minni en þá klappar mýslan mér á hendina og segir "Þetta er allti lagi mamma, þetta er bara kaka. Það er ekki eins og þetta sé lífið þitt". Þá var úr mér allur vindur þannig hér sit ég og ét mitt fræ með bros á vör og mýslan maular kökuna alsæl :D

mánudagur, nóvember 14, 2005

Vildi bara deila með ykkur fyrsta ritverki mýslunnar. Heimavinnan þessa vikuna var að skrifa sögu sem gerist neðansjávar og hér er afraksturinn: (Ég vil taka fram að ég aðstoðaði eingöngu við stafsetningu)

The story of Nessiel

One morning at Whitly street Nessiel the seahorse was a sleep in his seaweed bed. His bed was made of seaweed and sand. It was 10:30 in the morning and Nessiel's alarm clock was ringing madly. "Okay I am coming" he went down to the kitchen.
His kitchen was as round as the moon. He light candles to see through his dark house and he also had a fire place to keep cosy and warm. Now he was going to get his shoes and coat on and go to the pub to meet his friends. On his way he was also going to buy a new pair of shoes. He swam down to the fish and chip pub. His friends were of course Whitey the white shark and Willey the whale.
He opened the door of the pub and went inside the pub, he found a table where his mates were sitting, he said "hello" and then rushed off to get some beer and ale and also some fish and chips and then sat down to eat, drink and talk but just then in the middle of a conversation he was dragged away by a seal. "I have just seen something really cool in the museum" he cried, "Okay" Nessiel said in a low voice.
They went to the museum together and inside the museum there were starfish selling crystals, Nessiel bought some, went back to the pub, showed his mates the custals and told them "you get them from the museum." He headed home, put his crystals in his windowsill. It had started to rain, he got a blanket, turned on the fireplace and lit a few candles, turned on the tv and chose a movie. He put the movie in the video recorder and started to watch a movie while it was raining buckets outside.

Brilliant!!

laugardagur, nóvember 12, 2005

Var að tala við mömmu í símann áðan og hún sagði mér að það væri ekki fallegt að kalla fólk fávita þannig að hér með leiðréttist að konan með litla andlitið sem er í sjónvarpinu að bögga feitt fólk og segja því að éta fræ er ekki fáviti heldur vitgrönn. (það hlýtur að vera betra því það inniheldur orðið grönn sem er eitt það besta sem getur komið fyrir mann)
Þið verðið bara að afsaka fávitatalið og skrifa það á steranotkun sem hefur valdið því að fjöldi fávita í kringum mig hefur stórvaxið undanfarið. Það nefnilega lagðist lítið rautt ský fyrir augun á mér á meðan ég var með munninn fullan af fræi og langaði ekkert heitar en að borða ís með súkkulaðisósu og rjóma og fullt af snakki, kóki og hlaupböngsum. En það má víst ekki því þá verður maður feitur og það virðist vera einn af aðalglæpunum sem maður getur framið gagnvart sjálfum sér og fólkinu í kringum mann á þessum síðustu og verstu. *fnæs*

Held ég bloggi ekki mikið á næstunni því það þýðir ekkert þegar maður er haldinn krónískri geðstirðu og bloggar bara fýlublogg.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Verst að missa af svona spennandi þáttum eins og kastljósinu. Eftir að hafa röflast á milli íslenskra bloggsíða hef ég tekið eftir því að kona sem spjallar við stofnfrumur hefur tekist að æsa lýðinn upp. Fyndast er þó að einhver læknir hafi verið dreginn í að rökræða þetta við konuna.
Svoltið svona eins og að leiða saman tvo stjörnuspekinga, einn sem trúir á kínverska stjörnuspeki og hinn sem trúir á þessa "vestrænu" stjörnuspeki og láta þá rökræða um hvort að ákveðin manneskja er krabbi eða tígur.

ps. konan með litla andlitið sem heldur því fram að fræ séu gott snakk er fáviti!!!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hafa ekki allir heyrt flökkusöguna um foreldrið sem leigði spólu fyrir afmæli barnanna, skellti henni í tækið fyrir börnin án þess að taka eftir því að afgreiðslukonan á vídeóleigunni hafði óvart sett klámmynd í hulstrið?
Þessi flökkusaga varð að veruleika hér í dag þegar mýslan leigði sér Digimon og fékk í kaupbætið Electric Blue 40 Plus. Við skráðum okkur um daginn á blockbuster dvd leigu í gegnum póst og í dag fengum við sem sagt 4 myndir í staðinn fyrir 3 og núna vantar einhverja aumingjans sál myndina sína.
Skv lýsingunni á umslaginu þá er Electric Blue 40 Plus um konur sem eru fertugar og eldri sem eru voða kátar. Þær eru með mjög stór brjóst og þeim finnst gaman að sýna þroskaða líkama sína.

Af hverju gátu þeir ekki sent óvart t.d. Star Wars III sem ég á eftir að sjá???

laugardagur, nóvember 05, 2005

Keypti nýjan ískápssegul í dag! Eins og þið sjáið þá hefur vítamín- og fræátið skilað sér í mun betri kímnigáfu.

frá Edward Monkton

föstudagur, nóvember 04, 2005

Nú er ég búin að vera á sterum (ef einhver segir Magga steri við mig þá #$%& off!!!!) í tvo mánuði og sálarlífið er í rúst og skólagangan er í hættu því ég eyði svo miklum tíma við spegilinn til að athuga hvort andlitið á mér sé nokkuð að stækka. (ætli sé til svona höfuðvigt?) En allavega eftir nokkur geðsveifluköst og almennan barlóm ákvað ég að snúa vörn í sókn ásamt móður minni sem á bókina Lets get well! sem er skrifuð af rosa hressri konu á áttunda áratugnum og þessi tilteknar kona veit sko allskonar um hvernig maður á að vera voða hraustur.

Vegna þessa kom ég með eftirfarandi heim úr bænum áðan: kalíumtöflur af því fólk á sterum á víst hættu á kalíumskorti, C-vítamín, B-vítamín vegna barlómsins, járntöflur af því Dr Wong sagði að ég væri alltof lág járni og hún er sko læknir þannig.... Auk þessa tek ég kalktöflur á stærð við hús, kvöldvorrósarolíu og acidophilus.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að koma máltíðunum fyrir með allar þessar töflur, kannski ágætt því á meðan ég er alltaf södd þá hlýtur andlitið á mér að standa í stað!

Núna þori ég ekki lengur að lesa blöð af því ég er svo hrædd um að sjá að fólk sem tekur bæði Kalíum og Kvöldvorrósarolíu er á 37% meira á hættu að fá Alzheimer og ef að C-vítamíni er hent inn í jöfnuna eykst hættan um 13,7% og hættan á Ilsigi eykst um 5,9% skv rannsókn sem var gerð við háskóla í Belgíu.

Jamm og síðan keypti ég líka graskersfræ, sólblómafræ og furuhnetur til að stemma stigu við átsýkinni sem fylgir sterunum. Pointy face konan í sjónvarpinu sem gribbast yfir feitu fólki einu sinni í viku pínir öll sín fórnarlömb til að éta fræ öllum stundum þannig að fyrst að hún er með svona lítið andlit þá hlýtur þetta að vera voða sniðugt.

æi ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar allt saman.....Það er nú meiri andsk vitleysan sem maður lætur hafa sig út í ....

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Ég er svo almennileg að ég bauð Lizzie og Emmu samnemendum mínum í mat og eldaði chilli con carne. Núna er ég alveg að farast í fingrunum því að chilipiparinn sem ég saxaði fyrr í kvöld hefur brennt á mér ALLA fingurna. Búin að setja aloe vera en það dugar ekkert.... það verðu sko langt þangað til ég verð svona almennileg næst...


Jiminn hvað mig langar í svona skó. Þetta gætu verið jólaskór til dæmis, held ég yrði svo fín... Finnstykkurekki?

þriðjudagur, nóvember 01, 2005




Þá er komið að ferðabloggi:

Lögðum af stað á sunnudagskvöld til Hull (Jozeph reyndar vill ekki kannast við að vera frá Hull lengur eftir að Hull var valin versti staður til búsetu í Bretlandi í sjónvarpsþætti á dögunum, þannig þið haldið þessu bara fyrir ykkur) þar sem mýslan var skilin eftir í góðu yfirlæti með nammifjallgarða og hundruði tölvuleikja. (Ég frétti svo síðar að hún hefði notað tímann vel og hrúgað í sig nammi 24/7 áður en sandalamamman kom aftur sem leyfir bara nammi á laugardögum.)
Á mánudeginum var haldið fyrst til Leeds með lest og þar skipt yfir í aðra lest til Edinborgar. Við komum frekar seint um kvöld þannig við sáum ekki mikið fyrr en morguninn eftir en mæ ó mæ hvað Edinborg er flott. Ég strengdi þess strax heit að koma aftur til að skoða betur. Við notuðum fyrrihluta dagsins í að skoða og borða því klukkan 2 átti ég að hitta hjónin sem ég átti að taka viðtal við. Frúin mætti á réttum tíma en húsbóndinn var fastur einhversstaðar í lest þannig við eyddum þó nokkrum tíma bara í spjall, auðvitað mest um Star Wars Galaxies...pínu sorglegt en samt...
Hann mætti galvaskur og skoskur um fjögurleytið og þá upphófst þetta rosalega viðtal um hlutverkaleiki, tölvuleiki, Internetið og persónusköpun sem entist í 2 klukkutíma. Ég kvíði samt aðeins fyrir því að þurfa að hlusta á viðtalið og vélrita það upp, þar sem að skoski hreimurinn þvældist aðeins fyrir.
Eftir að viðtalinu lauk kom Jozeph aftur (honum hafði verið hent út að skoða kastala á meðan) og þá upphófst þessi rosalega skemmtilega drykkjusession sem entist alveg til 11 um kvöldið, enda ekki við öðru að búast með einn Íslending, tvo Skota og einn Englending... vantaði bara einn Finna þá hefði þetta verið alveg complete.
Þetta var alveg brilliant kvöld, gaman að hitta fólk sem maður hefur hingað til aðeins hitt á netinu. Það þýðir að þau eru manni ekki alveg ókunnug sem gerir spjallið auðveldara.
Morguninn eftir var voða erfitt að vakna og koma sér af stað en eftir góða súpu og nachos varð lífið bærilegra og við gátum komið okkur í lest aftur niður til Hull þar sem við eyddum 2 dögum í góðu yfirlæti. Gott frí með góðu fólki semsagt.