sunnudagur, október 24, 2004

Hvað er að gerast á mbl.is sem gerir það að verkum að eftirfarandi er fréttaefni:

"Norski fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke, sem er 45 ára, gekk að eiga norsku konuna Anne Grete Eidsvig í gær og fór brúðkaupið fram í Róm á Ítalíu. Eidsvig, sem er 38 ára, er ófrísk og á von á barni þeirra hjóna í júlí á næsta ári, að því er fram kemur í norska blaðinu Verdens Gang." (mbl.is 24.okt.2004)

Þetta er aðeins ein málsgrein um þessa giftingu, ef þið viljið lesa meira þá bendi ég á mbl.is þar sem hægt er að lesa fréttina í heild sinni og fræðast um fyrri hjónaband og sigra Kjell Inge. Mér finnst líka athyglivert að Anne Greta og Kjell Inge hafi látið vita um þungunina um leið og þau stigu fram úr rúminu. Asskoti frjósamir þessir Norðmenn ogvita alveg um leið og mark hefur verið skorað.

spider-woman

miðvikudagur, október 20, 2004

Sjáiði bara veðurstúlkuna... þetta gat ég alveg sjálf og alein. Nú getiði lesendur góðir skoðað veðrið í Guildford-i áður en þið leggið af stað í heimsókn til okkar. Veðrið hérna er reyndar ekki eins "impressive" og hjá systu en enginn er verri þó hann/hún vökni svo verið ávallt velkomin.

knús og faðmlög úr rigningunni

spider-woman

þriðjudagur, október 19, 2004

Vill einhver góð sál þarna úti aðstoða mig við að breyta þessu nýja lúkki til að ég geti sett inn hlekki og losnað við þennan lista af "previous posts"?

takk takk takk

mánudagur, október 18, 2004

Er þetta ekki voða fínt litlu vinir? Reyndar tapaði ég kommentum við breytingarnar en þar sem þau voru ekki ýkja mörg verður það að vera í lagi. Þið verðið bara dugleg að kommenta og þá lagast þetta. Foreldrar mínir koma á laugardaginn og þá verður kátt í höllinni og Guildford skoðuð út og inn.

bless í bili

spider-woman

miðvikudagur, október 13, 2004

Það var líka kominn tími á nýtt próf svona til að gleðja augað. Óskaplega gleðileg niðurstaða líka, vissi alltaf að ég væri pínu svona femme fatale inn við beinið.


You are Bettie Page!
You're Bettie Page!

What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla

spider-woman

þriðjudagur, október 12, 2004

Ég hef nú ákveðið að halda áfram tilraunum mínum að fræða ykkur kæru lesendur heima á Íslandi um ýmsa þá atburði sem eiga sér stað úti í hinum stóra heimi. Ég veit ósköp vel hvað ég sagði í síðasta bloggi, en eftir að hafa séð forsíðufréttina um 12 ára afmæli Guttorms nauts í húsdýragarðinum á mbl.is, ákvað ég þið þurfið á mér og fréttaskýringum mínum að halda svo það verði ekki híað á ykkur ef þið hættið ykkur útfyrir landsteinana.


Allavega... í fréttum í kvöld var skýrt frá vanhelgun grafar í Staffordshire hérna í Englandi. Gömul kona sem dó fyrir 7 árum var grafin upp og eitthvað af henni var haft á brott. Þeir sem liggja helst undir grun um ódæðisverkið eru meðlimir dýraverndunarsamtaka sem hafa verið að gera tengdasyni gömlu konunnar lífið leitt undanfarin 5 ár. Hann nefnilega ræktar naggrísi sem eru seldir á rannsóknarstofur. Meðlimirnir hafa því einbeitt sér að því að eyðileggja eigur hans, hóta starfsfólki og fjölskyldu og ennfremur eiganda local pöbbsins um að samneyti við naggrísabóndann muni koma niður á pöbbnum. (Þeir sem þekkja ekki samband lokalsins við viðskiptamennina skilja líklega ekki hversu grafalvarleg þessi síðasta ásökun er)
Eins og ég segi þá liggja þessir meðlimir undir grun, ekkert hefur verið sannað. Til að gera málið aðeins meira spennandi var haft samband við forsvarsmann þekktra dýraverndunarsamtaka og hann spurður álits á þessu máli öllu saman. Hann skildi þetta ósköp vel að fólki skyldi detta grafarrán í hug til að vekja athygli á málstaðnum því í hans huga var það mun meira "upsetting" ef einhver myndi trampa á naggrís en að hafa á brott með sér jarðneskar leifar ömmu gömlu, því naggrísinn er jú lifandi vera.

Jáhm.... stundum verður maður hissa hérna í Englandinu góða....vildi bara leyfa ykkur að njóta þessa með mér.

love and kisses

spider-woman


laugardagur, október 09, 2004

Maður skrifar og skrifar en fær voða lítil viðbrögð, sérstaklega við sorglega bölsýnislbogginu hér á undan. Þá er best að snúa sér að einhverju hagnýtu og vera með ráð fyrir þá sem vilja sjóða sushi hrísgrjón á almennilegan hátt. Á móti hverjum 500 mg af hrísgrjónum fara 660 ml af vatni. Allt í pott, suðan látin koma upp, lækkað og látið sjóða í 10 mín, slökkt undir og látið standa í 20 mín. Síðan hræra edikinu saman við og láta kólna. Síðan annað- það þýðir ekki að nota bara einhver hrísgrjón og eitthvað edik því það er svindl og plebbaskapur af verstu gerð. Sushi hrísgrjón og sushi hrísgrjóna edik á að nota og þau ykkar sem reynið að svindla... SKAMM!!


bless bless

spider-woman

þriðjudagur, október 05, 2004

Að skjóta fyrst og spyrja svo...
Það virðist vera ráðandi hugsanaháttur ef marka má fréttir á channel 4 í kvöld. Á skjáinn kemur myndskot frá Kanastríðinu í Írak þar sem upptaka úr orustuflugvél er spiluð og þá fær maður smá innsýn í það hvernig er að vera í stríði... alveg nauðsynlegt fyrir alla.
Allavega... maður sér í svarthvítu yfir nokkrar götur og hús (Fallujah) og sér litla depla hreyfast - það er sem sagt fólk á hlaupum í stórum hóp niður eina götuna. Þá heyrist í litla kananum í flugvélinni eitthvað á þessa leið " I spot some individuals running down the street... shall I take them out?" Nokkrum sekúndum síðar heyrist "Yeah take them out". Litli kani segir "OK ten seconds" og síðan sjáum við sprengjuna falla á hópinn og þá heyris í litla kana... sem er nokkuð stoltur af afrekinu... " Aaahh Dude!"
Og í kjölfar þessarrar fréttar er verið að grafast fyrir um hvaða fólk þetta var sem var sprengt í tætlur. Sú ákvörðun um að sprengja stóran hóp af fólki er tekin á nokkrum sekúndum... Jamm ... ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta mál......maður verður bara svo þreyttur og tómur að ég held ég láti þetta bara duga í kvöld..
spider-woman

mánudagur, október 04, 2004

Nýjustu fréttir frá Guildford herma að ég og Jozeph höfum verið beðin að taka þátt í svefnrannsókn og fáum fyrir greiðann 100 pund. Finnst ykkur ekki munur?!? Þetta felur í sér einhver armbönd og viðtöl. Læt ykkur vita hvað gerist. Þeim fannst voða spennó og krassandi að Jozeph skuli vinna á nóttunni og sofa á spennandi tímum á deginum. Ég held að ég sé frekar óspennandi svona svefnlega séð, leggst niður og fer að sofa það er svona um það bil það eina sem gerist.
Reyndar gat ég ekki sofnað í gærkvöldi og fór að horfa á sjónvarp mjög seint sem er ekki góð hugmynd því þá er allt ruslið sett af stað og ég lenti inni í þætti sem hafði fundið eitthvað fólk sem átti að ræða lýtaaðgerðir og í áhorfendaskaranum voru 3 ungar konur sem allar höfðu farið í lýtaaðgerðir og þær voru svo hrikalegar að ég bara er ekki enn búin að jafna mig. Tvær voru með aflitað ljóst hár og ákaflega frjálslegan andlitsfarða, mikið brúnkukrem og vooooða stór brjóst. Þriðja konan hafði eytt í lýtaaðgerðir um 70þús pundum og hún leit út eins og fiskur í framan með fullt af brúnkukremi. Ég segi fiskur því varirnar einhvern veginn minntu mig á fisk.... "Baby fishmouth" (ef einhver man eftir því í "When Harry met Sally" )

Þær sátu þarna fyrir svörum og voru auðvitað mest í vörn og endurtók í sífellu möntruna "I don't care what anyone else thinks, I did it for myself so I would feel better about myself, I didn't do it for other people". Sem mér finnst liggja í augum uppi því engri heilvita manneskju finnst þetta flott svo þær hljóta að hafa gert þetta fyrir sjálfa sig. Nema að þeirra nánustu finnist fiskakonur með risa brjóst ákaflega heillandi og vilji hafa 1 stk fyrir augunum daglega.

Mér finnst að það hafi verið brotið á mannréttindum mínum með því að láta mig horfa á þetta og eftir að þættinum lauk gat ég bara ekki sofnað því þessar konur svifu fyrir augunum á mér. Skelfileg martröð... kannski hafa þau einhvern áhuga á þessu fyrir svefnrannsóknina, ef ekki þá hef ég pottþétt samband við Amnesty International út af þessu.

Síðan höfum við komist að því að skólinn hennar Ásu er einstaklega kúltiveraður og kennir krökkunum um Salvador Dali og kennir þeim að syngja bítlalög. Þessu komst ég að þegar ég heyrði Ásu syngja "When I'm sixty-four" inni í svefnherbergi - svona er allt fínt og posh í Guildford!!

smá röfl í boði
spider-woman


laugardagur, október 02, 2004

Hnuss! Það er ekkert í sjónvarpinu nema "My Best Friends Wedding" og hún er svoo heimskulega leiðinleg, ég var alveg búin að gleyma því hvað hann brúðgumi er alveg glataður leikari.
Þarna takast á mjúka undirgefna konan og harða töffarakonan sem hefur bara grátið x3 á ævinni, síðan er að finna líka hommann sem er voða fyndinn og hefur gaman að Dionne Warwick og söngleikjum Konu stereotýpurnar eiga það samt sameiginlegt að vera jafn heimskar að vera að rífast um hann (brúðgumann- ekki hommann)
Svo horfði ég um daginn á "The Gladiator" með Russeli Crowe og hann var alveg glataður, mér fannst keisaradrengurinn (Joaquin Phoenix) bestur og af því tilefni og til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá horfði ég á frábæra mynd um daginn sem heitir "Buffalo Soldiers" sem skartar honum einmitt í aðalhlutverki. Mæli með henni... en annars er ekkert að frétta.

spider-woman