föstudagur, febrúar 24, 2006

Vil taka undir hugleiðingar systu varðandi það að við systur þurfum að eyða saman 9 dögum. Ætli að það verði rosa hasar og jozeph þurfi að stía okkur í sundur þar sem við sláumst í sófanum? Við förum allavega til Írlands í tvær nætur svona til að brjóta aðeins upp mynstrið. Þar getum við slegist að vild og drukkið Guiness í lítratali...húrra.

Leyfi ykkur að fylgjast með herlegheitunum :D

Annað er ekki að frétta - hér sit ég ein á föstudagskvöldi og horfi á The Royle Family - þykir ósköp vænt um þau.

Hér ræðir amman um lát eiginmanns vinkonu sinnar:

"I do not mean to speak ill of the dead but he were a tight bugger that Kenneth by all accounts...
do you know.... he used to follow her around Quicksave and take everything out of her basket as quick as she put it in...
He would never let her have Jaffa cakes, only rich tea......
I'll bet she'll have Jaffa cakes now..."

Það er af sem áður var þegar föstudagskvöldum var eytt úti á galeiðunni

zzzzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Lítið breskt ástarljóð

"And if a double-decker bus
Crashes into us
To die by your side
Is such a heavenly way to die
And if a ten-ton truck
Kills the both of us
To die by your side
Well, the pleasure - the privilege is mine"

The Smiths - There is a light that never goes out

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ekki dugar að hafa færslu efst um eitthvað sem maður ætlar kannski að gera... er það nokkuð? Hér á eftir koma helstu fréttir í skeytaformi:

Komst ekki til London... var lasin og fúl í staðinn.

Mýslan missti fyrstu tönnina við mikinn fögnuð viðstaddra

Mýslan og Jozeph fóru til Hull og á meðan sit ég ein og sauma

Horfði á Alien: Resurrection... hún finnst mér allra síst af Alien myndunum. Er mjög hrifin af þremur fyrstu... ef ykkur langar að gefa mér þær í afmælisgjöf þá er það bara fínt!

Er að vinna í Finlandsgreininni ógurlegu.

Fór út að borða í gær og fékk hálfhráan kjúkling... er samt ekki dáin...ennþá...

föstudagur, febrúar 10, 2006

Af vef Guardian:


"Tomorrow, Britain's Muslim groups will be joined by non-Muslims in Trafalgar Square to show unity against Islamophobia and incitement of all kinds - without the vile, fanatical and totally un-Islamic chants, placards and flag-burning we saw in last week's tiny and unrepresentative march. The rally will serve as an opportunity to denounce acts of abuse committed under the guise of freedom as well as acts and statements that propagate violence, destruction and hatred. The protest will send a message that Britain is leading the way in the west to creating a modern, multicultural, multiethnic and multifaith society that lives in peace and prosperity."

Ef ég verð hress þá held ég ad ég skelli mér bara með mýsluna til London á morgun. Að mínu mati er nóg komið af hálfvitum sem hafa "rænt" þessu teiknimyndamáli og notað það í þeim tilgangi ad fleygja skít, sleggjudómum og fávisku upp um alla veggi.

Ef eg verð ekki hress þá verðiði bara að taka viljann fyrir verkið.
Update:

Búið er að laga laptopinn :D


þessi færsla er i boði MoonfaceUK

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Syngibjörg frænka og Ásdís systa klukkuðu mig þannig að vesgú:

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Skjól hjúkrunarheimili í ótal ár
Barnaspítali Hringsins með Díu Aust og fleiri frægum
Íslandssími - þar tókst mér að gráta fyrir framan allt starfsfólkið á 3 hæð og æpa á yfirmanninn minn - good times!
University of Surrey

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur: (Þessi er voða erfið...margar myndir koma til greina en núna eru það eftirfarandi)
High Fidelity
Lord of the Rings
Italiensk for begyndere
Amelie
Cinema Paradiso
French Kiss
Matrix
Evolution

4 staðir sem ég hef búið á:
Engjasel
Karfavogur
Hringbraut
London

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
24
Friends
The Office
Shameless
The Royle Family
Queer as Folk

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Akureyri og Ísafjörður - flestöll sumur...voða gaman
Edinborg - langar að fara aftur og skoða betur og drekka minna
Hull - hmmmm....
London - Camden Town er í uppáhaldi
Brighton - fish and chips og ensk strönd

4 síður sem ég skoða daglega:
Daglegi bloggrúnturinn telur óteljandi bloggsíður
mbl.is
hotmail
Surrey Vefpóstur

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Sushi
Jólarjúpur
Mexikanskur matur
Tapas

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Úti í sveit að elta gamla geit
Einhversstaðar þar sem engar tölvur eru og engin doktorsritgerð
Með Jozeph
Í sófanum í Karfó með mömmu, pabba og Ásdísi

mánudagur, febrúar 06, 2006

Í mínum "bransa" heyrir maður iðulega tönnlast á því að "Upplýsinga- og tölvutækni hafi gerbylt lífi okkar bla bla". Get ekki neitað því svo sem... hefði samt alveg verið til í að nánast allur tölvubúnaður heimilisins hefði ekki ákveðið að leggja upp laupana í sl viku. Jozeph heldur því fram að ég andi frá mér stöðurafmagni sem hefur valdið því að laptopinn minn fékk eitthvað kast og dó svo... stuttu seinna dó minniskubburinn minn og í morgun var borðtölvan með eitthvað múður og það tók mig þrjár tilraunir að kveikja á henni. Get séð fyrir mér að innan stundar verði áin hérna bakvið hús full af tölvubúnaði sem ég hef hreinlega fleygt út um gluggann í bræði minni...grrrrr

laugardagur, febrúar 04, 2006


Einhvern tíma heyrði ég að það væri svo gott fyrir taugarnar að sauma út. Var að spá í þessu vegna stera-reiðinnar og sá fyrir mér að ég myndi sitja með bros á vör í sófanum og sauma út í stað þess að brjóta alla bollana mína. Ég var hinsvegar dálítið skeptísk á krosssauminn þangað til ég fann þetta á netinu, og svei mér þá ég finn bara reiðina leka úr mér og ég er ekki einusinni búin að panta þetta.
Ætli ramminn fylgi með?
Ákvað að færa fyndnu mmog skopmyndina á spider-woman bloggið og reyna þar með að hlífa vinum og vandamönnum við leikjanördahúmor. Síðan ætla ég að vera dugleg að blogga þar líka svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð... ekki það að lesendur spider-woman bloggsins séu það margir... heldur bara svona ....*hóst*... whatever...fnæs*

*er byrjuð á nýjum sterakúr og skapið er eftir því

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Rannveig gestabloggari er með einhvern hasar í kommentakerfinu af því að einhver var að kalla hana nörd og full af öðru fólki líka, ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna í Skotlandi.

Ég hef aldrei heyrt um útivistanörda áður.. það er fyrir mér alveg nýtt og voða skrýtið - enda er útivist einum of algengt áhugamál því fyrir mér á orðið nörd aðallega við um fólk sem er hefur einhverskonar jaðaráhugamál. Til dæmis sé ég ekki fyrir mér að einhver geti verið heilsuræktarnörd eða sundnörd en þetta er náttúrulega bara afstætt. Kannski eru til hópar heilsuræktarnörda.... eða myndu það fólk kallast kannski frekar vaxtarræktarfólk?

Fyrir mér er nörd voða hlýlegt orð og mér finnst alltaf krúttlegt að hitta fólk sem hefur brennandi áhuga á einhverju (venjulega einhverju fantasy eða sci-fi tengdu) og drekkir manni í fróðleik t.d. um kosti og ókosti þess að nota "lightsabre" eða "mind trick" í role-playing aðstæðum. Kannski það krúttlegasta við þessar samræður er að ég er núna farin að skilja hvað verið er að tala um og kinka kolli og svo flissum við saman að einhverjum brandara sem að aðrir utan þessa hóps myndu aldrei skilja.

Það er svo sem alltaf hægt að deila um hver er nörd og ekki nörd, því það eru sumir sem alls ekki vilja meina að þeir séu nördar... eins og td Rannveig sem vill halda því fram að aðeins sé til"venjulegt fólk sem er með mismunandi áhugamál"

En fyrst við erum að tala um orð sem getur gert mann brjál þá langar mig að benda á orðið kjúlli ... þoli ekki það orð...grrrr...af hverju getur fólk ekki bara sagt kjúklingur?? HA??