þriðjudagur, september 27, 2005

Vei!!! Við fengum miða á Sigur Rós í Brixton Academy í nóvember :D Og nú verða engin veikindi látin stöðva gleðina. Ég er enn að jafna mig á að hafa misst af Nick Cave á síðasta ári. *snökt*

Annað er í fréttum helst að við mýsla komum á klakann 16.desember og verðum til 6.janúar. Við verðum svo í kolaportinu 17. og 18. desember að selja eðal breska antík þannig geymið að kaupa jólagjafirnar þangað til þá.

jamm

sunnudagur, september 25, 2005

Eitt enn, ég setti á word verification á commentin, þannig ef þið viljið pósta comment þá verðiði að slá inn orðið sem þið sjáið birt í rammanum. Það var eitthvert ómennið að spamma commentakerfið með rusli og það líðst ekki hér... grrrr.

spider-woman
Loksins koma myndirnar sem sýna sigur viljastyrksins yfir IKEA samsteypunni. (Btw. skrúfurnar sem vantaði fyrir rúmið voru sendar frá Svíþjóð - sjá IKEA færslu númer II)



Tölvuaðstaða cyber-mannfræðingsins í svefnherberginu.



Svefnherbergi hjóna


Mýsluherbergið


Síðan munu stofan, eldhúsið og tölvuaðstaða Jozephs koma seinna þegar búið er að pússa og bóna. Ef einhver vill sjá baðherbergið þá get ég svo sem smellt af og sent í tölvupósti.


kv

spider-woman

laugardagur, september 24, 2005

Góðan laugardag kæru lesendur nær og fjær. *geisp*


Í dag fékk ég að sofa út, ekki heyrðist múkk í götuviðgerðarmönnunum. Sól skín í heiði og fyllir litlu íbúðina. Laugardagar eru voða góðir dagar, þá röltum ég og mýsla í art og pottery tíma sem hún er í, síðan rölti ég í bæinn og kaupi blaðið sem ég les yfir kaffibolla og ristuðu brauði með nutella...gvuð! það er svo gott. Að lesa blaðið hérna í Englandi var alltaf dálítil barátta af því það er alveg risastórt og fyllir borðið og maður þurfti að standa upp til að lesa efstu línurnar. En nú er búið að breyta og núna er það bara venjuleg stærð. Ég kaupi alltaf The Guardian af því að það er besta blaðið. Það er svo mikið af skítablöðum hérna í Englandi sem samanstanda af rógi/lygum/slúðri, nöktum konum og íþróttafréttum og þau blöð fá ekki að koma hérna inn fyrir þröskuldinn. Móðir mín gerði einu sinni þau mistök að kaupa The Sun og hlaut miklar skammir fyrir. Þannig að þið gestir sem komið í heimsókn.... "you have been warned!" Ef þið ætlið að lesa ruslblöð sem birta fyrirsagnir á við "Death by Playstation" þá verðið þið að vera úti á meðan.

Stundum þegar ég nenni ekki í bæinn að kaupa blaðið kem ég aftur heim og borða morgunmat og horfi á matreiðsluþætti á bbc1. Þar er hraustlegt fólk sem eldar voða fína og holla rétti og allt lítur svo auðvelt út hjá þeim. Það er aldrei verið að missa, hella niður, skera sig eða sulla. Ég var svo heilluð að ég keypti mér matreiðslubók og mun láta ykkur vita hvernig gengur.

Eins og þið sjáið þá er ekkert að frétta af okkur, lífið gengur sinn vanagang hérna í Englandi svo ég hef ekkert að blogga um. Rannsóknin gengur vel, Ásu gengur vel í skólanum, Jozeph gengur vel í vinnunni þannig það sannast aftur að engar fréttir eru góðar fréttir.

kv

spide-woman

ps. afskakið blótið í síðustu færslu, en það var nauðsynlegt fyrir söguna.

laugardagur, september 17, 2005

Klukkan 20 mín í átta í morgun byrjuðu menn að saga í götuna hérna fyrir utan gluggann og má ég minna á að í dag er laugardagur þegar ALLIR vilja sofa út. Ég vaknaði upp með andfælum og tautaði fyrir munni mér "you have got to be fucking kidding me" (veit ekki alveg hvaðan það kom?!?) og rankaði ekki við mér fyrr en fyrir framan gluggann í forstofunni þar sem ég stóð úfinn og reyndi að senda eldingar með augnarráðinu í mennina fyrir utan. Þær virðast hafa brotnað á rúðunni og þeir héldu glaðir í bragði áfram með sögina sína. Ég rölti aftur inn í rúm og nokkrum mínútum síðar heyrðust öskur og óhljóð út í götu og ég sem er rosa forvitin stóðst ekki freistinguna og kom mér aftur fram í forstofu og viti menn... þar var kominn afskaplega reiður maður sem var sko fucking búin að fá nóg af þessum fucking hávaða og sérstaklega á fucking laugardegi og hann ætlaði sko fucking að hringja í yfirmenn þeirra og síðan eitthvað fucking þetta og hitt og svo æddi hann aftur inn. Það heyrðist ekki meira í götuviðgerðarmönnunum fyrr en um tíuleytið aftur :D

spider-woman.... you better fucking believe it!

miðvikudagur, september 14, 2005


IKEA saga part III

Eins og ég sagði frá hér síðast þá var farin önnur IKEA ferð í síðustu viku. Ekki tókst húsbóndanum að setja saman allt í einu því vinnan kallar. Hann var hinsvegar í fríi í gær og settist niður með skrúfjárnin sín og opnaði kassana og bjóst til að setja saman kommóðu fyrir mýslu. Hann kemst þá að því að engar skrúfur fylgja né framhliðar á skúffurnar.. Nú voru góð ráð dýr og eftir smá spekúleringar þá komumst við að því að þessi tiltekna kommóða kemur í 2 kössum en (#$%#""%$&%$/$/%%) IKEA fólkið heldur því bara fyrir sig. Vegna þessa var rauð móða fyrir augunum á mér í allan gærdag og núna þegar ég slæ þetta inn er ég alveg við það að fá risastórt reiðikast sem ég gæti jafnvel tekið út á hinni kommóðunni sem við keyptum. Ég sé fyrir mér að ég gæti tekið sögina hans Jozephs og sagað hana í sundur í rólegheitum á meðan ég söngla fyrir munni mér "Jeg har det ikke bra.... Jeg har det ikke bra". Síðan koma mennirnir í hvítu sloppunum og fara með mig í bíl eitthvert út í sveit þar sem ég mun sitja um ókoma tíð vafin inn í teppi, sitjandi í stól við litla tjörn horfandi á svani og endur.

kv

spider-woman

fimmtudagur, september 08, 2005

Jæja fyrst þið endilega viljið...

Fyrst er það í fréttum að mýsla er aftur komin til síns heima og faðmaði mig svo ákaft á Heathrow að ég fékk alveg tár í augun, hún er núna byrjuð í skólanum og er bara nokkuð kát með það.

Síðan er búið að fara aðra ferð í IKEA sem var ekki jafn dramatísk og hin því ég fékk far og hljóp í gegn með listann og tókst að fá allt nema 2 stk bókahillur. Það var reyndar ekki jafn gaman þegar Jozeph ætlaði að fara að setja saman rúmið því þá voru sænsku snillingarnir hjá IKEA búnir að breyta nokkrum hlutum en hafði láðst að setja breytingarnar inn í manual-inn og að setja skrúfurnar með nýju hlutunum. Upphófust þá miklar hringingar og faxsendingar og það mun taka skrúfurnar 7 daga að koma hingað. Ætli þær séu sendar frá Svíþjóð kannski?!?

Ég spila núna á kvöldin hlutverkaleik sem læknirinn Vivianne, eins og þið vitið og lenti í því um daginn að þurfa að taka á honum stóra mínum og bjarga manni sem hafði særst mjög alvarlega í bardaga við mannræningja. Þá voru góð ráð dýr því ég hef voða lítinn læknisfræðilegan orðaforða á ensku þannig mér leið dálítið eins og ég hefði verið sett inn í þátt af ER og hefði gleymt að læra línurnar mínar. En þetta bjargaðist og maðurinn er enn á lífi, hitti hann meira að segja í gær, svona asskoti hressann :D

Síðan heyrir maður að Davíð sé hættur og að Gísli Marteinn sé að byrja, ein silki-krullan upp af annarri sem sagt.

Þar hafiði það greyin mín

spider-woman

ps það er alveg satt Ásdís, það er ekki NEITT!!!!!!

föstudagur, september 02, 2005

Djöfulll er ég rosalega löt..... *hrjót*

spider-woman