Nú verða sagðar fréttir:
Í dag var sk. summer fayre í skólanum hjá Ásu. Ofurmóðirin ég tók mig til og skellti í 20 rúllur af sushi (180 bita) sem var selt til fjáröflunar ásamt réttum frá hinum ýmsu heimshornum. Ég var beðin um að koma með eitthvað íslenskt en mér bara datt ekkert í hug og hryllti við tilhugsuninni að reyna að fara að búa til eitthvað nýtt því sálarlífið stendur á brauðfótum og þarf ekki mikið til að allt fari í bál og brand. (Ég minnist með hryllingi síðasta skiptis þegar ég reyndi að baka pönnukökur sem festust allar við pönnuna og duttu allar í sundur...grrrrr)
Á summer fayre var líka verið að selja allskonar dótarí og kom ég hróðug heim með 5 DVD myndir sem ég fékk á 10 pí hverja. Þetta voru allt myndir sem hafa einhvern tíma fylgt með einhverju af dagblöðunum hérna sem útskýrir hversu ódýrar þær voru. Myndirnar voru :
The Last Emperor
Paris, Texas
Fried Green Tomatoes
Metropolis
Howards End....
síðan kom ása heim með Willow og Prúðuleikarana á spólu. Þannig nú verður sko aldeilis horft.
Okkur hefur nefnilega, sem betur fer, tekist að losna við "samviskubitið yfir því að hanga inni í góða veðrinu" sem manni er innrætt frá unga aldri á Íslandi því okkur líður hvorugri neitt sérstaklega vel í hitanum sem hefur verið hérna undanfarið. Þess vegna erum við bara inni að dúlla okkur á meðan hitt liðið vesenast í grillveislum og sólböðum.
Man ekki meira í bili..