Góðan dag góðan dag!
Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir að skrifa komment...þetta vekur greinilega mikla hrifningu og þið öll sem lesið (kannski eruð ekki mörg) eruð greinilega hrifin af þessari nýjung.
Allavega... móðir mín og lillesös komu í heimsókn og dvöldu í Tanglewood í fimm daga. Það var mikið um dýrðir, nammidagur í marga daga, verslunardagur í marga daga og bjór í marga daga. Þetta var svona eins og mini festival. Við fórum til Watford þar sem lillesös og mamma keyptu sér skó sem eru þeim hæfileikum gæddir að fylla upp ákveðið gat sem ku hafa myndast í skósafni þeirra mæðgna. Mamma keypti þessa fínu skó til að fara í á milli húsa eða vera í inni, t.d. þegar saumaklúbburinn hittist og mann langar ekki til að vera á sokkunum. Lillesös keypti skó sem voru góðir að því leyti að nú átti hún ekki lengur bara strigaskó til að vera í hversdags og hælaskó til að fara í eitthvað fínt, heldur lágbotna skó til að vera í bæði hversdags og fínt. Síðan daginn eftir tókum við létt trip í Uxbridge og komum heim svo hlaðnar af dóti að við komumst varla inn úr dyrunum. Þá hafði mér áskotnast tvennar buxur og þrennir bolir sem vakti mikla kátínu af því að þetta voru allt afmælisgjafir frá þeim báðum. Ég á ekki afmæli alveg strax en hvað með það! Þessar flíkur fylltu vel út í skörðin sem hafa myndast í mínum fataskáp þar sem allt er svo lúðalegt að það hálfa.... en núna sem sagt get ég aftur borið höfuðið hátt og er meira segja búin að finna mér skó sem ég ætla að kaupa... það eru svona hversdagsskór fyrir þá sem vilja vita það.
Það var sem sagt alveg ægilega gaman hjá okkur og þegar ég kvaddi þá skældi ég alla leið niður í bæ, mér fannst að þær ættu nefnilega að vera lengur og varð næstum að ósk minni þar sem þær misstu næstum af flugvélinni heim.
Nú er voða voða voða heitt hérna og mikil sól og þ.afl. mikill sviti og óþægindi. Ég er ekki alveg að funkera í svona hita en ég vona að þetta venjist.. Nóg um það því ég vil ekki vera eins og fólkið á Egilsstöðum sem er alltaf að monta sig af því hvað það er heitt hjá þeim... vildi bara láta ykkur vita
Ég er búin að skila 3 ritgerðum af 4 svo þetta er allt að koma.. síðan tekur við vinna við MA ritgerð um PK-ing (player killing) og ef einhver hefur skoðanir eða ábendingar um þetta ákveðna fyrirbæri er sá hinn sami/sú hin sama beðin um að hafa samband. Þið sem hafið ekki hugmynd ... þið megið bara grafa þetta í dýpstu hugarfylgsnum ykkar sem geyma useless knowledge ;)
Hafið það sem best
spider-woman
Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir að skrifa komment...þetta vekur greinilega mikla hrifningu og þið öll sem lesið (kannski eruð ekki mörg) eruð greinilega hrifin af þessari nýjung.
Allavega... móðir mín og lillesös komu í heimsókn og dvöldu í Tanglewood í fimm daga. Það var mikið um dýrðir, nammidagur í marga daga, verslunardagur í marga daga og bjór í marga daga. Þetta var svona eins og mini festival. Við fórum til Watford þar sem lillesös og mamma keyptu sér skó sem eru þeim hæfileikum gæddir að fylla upp ákveðið gat sem ku hafa myndast í skósafni þeirra mæðgna. Mamma keypti þessa fínu skó til að fara í á milli húsa eða vera í inni, t.d. þegar saumaklúbburinn hittist og mann langar ekki til að vera á sokkunum. Lillesös keypti skó sem voru góðir að því leyti að nú átti hún ekki lengur bara strigaskó til að vera í hversdags og hælaskó til að fara í eitthvað fínt, heldur lágbotna skó til að vera í bæði hversdags og fínt. Síðan daginn eftir tókum við létt trip í Uxbridge og komum heim svo hlaðnar af dóti að við komumst varla inn úr dyrunum. Þá hafði mér áskotnast tvennar buxur og þrennir bolir sem vakti mikla kátínu af því að þetta voru allt afmælisgjafir frá þeim báðum. Ég á ekki afmæli alveg strax en hvað með það! Þessar flíkur fylltu vel út í skörðin sem hafa myndast í mínum fataskáp þar sem allt er svo lúðalegt að það hálfa.... en núna sem sagt get ég aftur borið höfuðið hátt og er meira segja búin að finna mér skó sem ég ætla að kaupa... það eru svona hversdagsskór fyrir þá sem vilja vita það.
Það var sem sagt alveg ægilega gaman hjá okkur og þegar ég kvaddi þá skældi ég alla leið niður í bæ, mér fannst að þær ættu nefnilega að vera lengur og varð næstum að ósk minni þar sem þær misstu næstum af flugvélinni heim.
Nú er voða voða voða heitt hérna og mikil sól og þ.afl. mikill sviti og óþægindi. Ég er ekki alveg að funkera í svona hita en ég vona að þetta venjist.. Nóg um það því ég vil ekki vera eins og fólkið á Egilsstöðum sem er alltaf að monta sig af því hvað það er heitt hjá þeim... vildi bara láta ykkur vita
Ég er búin að skila 3 ritgerðum af 4 svo þetta er allt að koma.. síðan tekur við vinna við MA ritgerð um PK-ing (player killing) og ef einhver hefur skoðanir eða ábendingar um þetta ákveðna fyrirbæri er sá hinn sami/sú hin sama beðin um að hafa samband. Þið sem hafið ekki hugmynd ... þið megið bara grafa þetta í dýpstu hugarfylgsnum ykkar sem geyma useless knowledge ;)
Hafið það sem best
spider-woman