Jæja þá eru tilkynningar fyrst á dagskrá og svo afsökunarbeiðnir vegna bloggdugleysis og síðan smá spjall.
Ég og ungfrú Ása tása komum heim þann 15. apríl nk. Þeir sem vilja hitta okkur er vinsamlega bent á að við verðum á Íslandi til 26. apríl. Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Ég afsaka bloggleysið undanfarna viku en það bara hefur verið svo mikið að gera að við hreinlega fundum okkur ekki tíma til að blogga! (yeah right)
Ég heyrði ansi skemmtilegt spjall í strætó í gær á milli eldri manna sem sátu fyrir aftan mig. Þeir voru í óða önn að spjalla um stríðið og þá segir annar þeirra, "Yes and then you hear that 60-70% of these people have their own psychiatrist and are in therapy and it makes you wonder who we are following into this war. And they all think they are Billy the Kid" Þá segir hinn: "Yes I suppose they have never grown up". Þeir voru sem sagt að tala um kanann stríðsglaða og leist ekki alveg á sálarástandið á bandamönnum sínum. Ansi hressandi sýn á stríðið að mínu mati.
Annars er allt gott að frétta, ég fór á foreldrafund um daginn í skólanum og mér heyrist bara að stúlkan sé með afbrigðum vel heppnuð og gáfuð. Ekkert undan henni að kvarta og hún er voða dugleg að læra að skrifa og lesa. Enskan hennar er orðin ótrúlega góð og hún heldur núna uppi samræðum við Jozeph alveg eins og innfædd. Hún er nú þegar búin að fá tvö páskaegg sem hún tekur með heim og ég er viss um að heima bíða hennar nokkur í viðbót.
Þess má einnig geta að ég er að lita á mér hárið í annað skipti á þremur dögum þar sem eftir fyrstu meðferð leit ég út eins og gömul gulrót þannig ég fór út í apótek og keypti annan lit til að setja yfir og núna er bara að krossa fingurna og vona að þetta heppnist betur í þetta skipti.
Ég hlakka mikið til að sjá ykkur öll
knús og kossar úr Tanglewood
Spider-Woman