laugardagur, ágúst 23, 2003

Jæja jæja

Það var gríðar gott gærkvöldið á prinsinum. Ég og Karenbeib ákváðum að skella okkur í eins og einn öl á Prince of Wales, ölin urðu síðan aðeins fleiri og síðan leystist þetta upp í algera vitleysu eftir að við kynntums Humpfrey og vinum hans. Þeir eru svona týpískir prins gestir svona um og yfir fimmtugt og sætir eftir því. Aðal skemmtan þeirra í gær var að spinna upp sögur um mig og Karenbeib og segja vinum sínum sem komu síðan til okkar til að sannreyna hvort við værum lögreglukonur eða "synchronized swimmers" from Iceland. Það er sem sagt svona fólk sem syndir í allskonar mynstur og ég skil vel að þeim hafi fundist líklegt að við værum slíkar íþróttakonur. Síðan voru þeir allir í stuttbuxum og voru sí og æ að kippa niður um hvern annan og moona okkur og aðra gesti við mikinn hlátur og gleði. Síðan voru þeir til skiptis að trúa okkur fyrir því að þessi og hinn væri samkynhneigður sem einnig vakti mikla kátínu. Þetta var sem sagt svona eins og að fara í drykk með nokkrum 14 ára drengjum og ef við hlógum að allri vitleysunni (sem við gerðum´náttúrulega) þá æstust þeir allir upp.
ÞEgar við fórum að hreyfa okkur heim á leið gáfu þeir okkur fimm stuttermaboli í XL sem við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við þannig ef einhvern vantar bol þá endilega láta okkur vita. Síðan vorum við knúsaðar vel og lengi og þeir trúðu okkur fyrir því hversu ánægðir þeir voru með þetta vel heppnaða kvöld.
Það var sem sagt mikil gleði á prinsinum í gær og ég hvet alla á leið til London að skella sér á Prince of Wales.

Heyr heyr

spider-woman

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að blogga. Mér hlýnaði nefnilega um hjartaræturnar þegar ég sá að systa var að biðja um blogg. Ég er búin að vera í tilvistarkreppu og ritstíflustressi undanfarnar vikur þannig að lítið annað kemst að þessa dagana. Ekki má síðan gleyma að ég spila tölvuleikinn minn þangað til um þrjúleytið á nóttunni og þess vegna er ég dálítið syfjuð þessa dagana líka. Annars er allt í fína held ég bara. Ég er farin að keyra alveg eins og enskt fólk, þeas vinstra megin á götunni og stend mig bara vel. Búin að fara á hringtorg og fara on the motorway, búin að villast fullt og keyra í vitlausa átt. ÞEtta var nú samt ekki eins snúið og ég hélt í fyrst og ég ætla því alveg að hætta við að fá mér nokkra ökutíma eins og ég ætlaði mér. Ég er ökukona af guðs náð og hananú. Hmmmm.... hugs hugs...
Ég held að það sé ekkert að gerast hérna sem talist getur fréttnæmt. Jú! Það er ekki lengur svo heitt að mann langi til að deyja, sem er voða gott. Núna er bara mátulegt svo manni líður vel.

Til hamingju með íbúðina kæra systir og mágur, ég fæ kannski að sjá um jólin er það ekki?


góðar stundir

spider-woman

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Hér sit ég í eigin svita i hitabylgjunni ógurlegu. Samt er ég með tvær viftur í herberginu, sniff! Mér er bara hálf ómótt en jæja þetta fer vonandi að ganga yfir.
Annars er það að frétta að ég er voða dugleg þessa dagana að vinna í rannsókninni minni. Ég spila tölvuleikinn fram á nætur í góðra félaga hópi. Þetta eru allt karlkyns spilarar og leikurinn er ansi testósterónhlaðinn á stundum. Þá gildir bara að hafa húmor fyrir þessu öllu saman og láta allan feminisma lönd og leið. Annars eru þeir allir voða almennilegir við mig greyin og ég er búin að fá boð um að taka viðtöl við 5 manns sem ég fer að vinna í eins fljótt og auðið er. Þannig þetta er allt á réttri leið gott fólk og stefni ég á að skila þessum herlegheitum 26. september. Svo byrjar hinn skólinn 1. október þannig það er nóg að gera.
Það eru allir í góðum gír hérna í Englandinu og nú er bara að vera þolinmóður að bíða eftir að hitinn lækki. Góðaveðurssyndromið er þó enn við lýði og brýst fram sérstaklega þegar ég tala við fólk á Íslandi. Um daginn þegar ég talaði við hana móður mína þá lagði hún til að ég færi nú út í góða veðrið í göngutúr. Ég lét til leiðast og hélt af stað en þetta var auðvitað alger vitleysa... maður á ekki að vera í göngutúr í þessum hita!!! Maður á að vera inni! og hana nú! Þessi göngutúr var bara pína og ég hélt að ég myndi fá sólsting eða fá hjartaáfall sökum hita og raka.
Segiði svo að maður læri ekki af reynslunni á endanum!

Góðar stundir

spider-woman hin sveitta!

laugardagur, ágúst 02, 2003

Þá er bíllinn góði kominn að bæ. Stendur hérna fyrir utan, voða fínn, hvítur og með góðri lykt inni í. Ég held ég hafi aldrei átt bíl með góðri lykt í fyrr og aldrei svona flottan eins og þennan. Jozeph kom með hann heim um daginn og við rifum okkur út að skoða almennilega, opnuðum húddið og störðum þar ofan í þangað til Jozeph segir... "what is it that we are supposed to be looking at"? Þeirri spurningu gat ég ekki svarað þannig við lokuðum bara aftur. Við erum sem sagt svona fólk sem veit mjög lítið um bíla, ég veit ábyggilega samt meira en hann. Sniðugt svona blogg sem hann les aldrei og ég get haldið fram alls konar "staðreyndum" sem hann getur ekki hrakið :)
Annars allt gott hérna, er að vinna í verkefninu mínu og er voða dugleg held ég bara. Við erum bara tvö í kotinu þar sem hún Anna Karen er hjá honum Atla sínum í Colchester og kemur heim á morgun.

Ég og Jozeph fórum á videoleigu og leigðum hina ósköp frægu Gangs of New York.
Svona til að byrja með þá minnti hún mig dálítið á víkingamyndirnar hans Hrafns Gunnlaugssonar... svona allir voða skítugir að riðlast í drullunni og mjög mikið af kjöti, ýmist hráu og steiktu sem þetta skítuga fólk lagði sér til munns. Minnti mig dálítið á Monty Python and the Holy Grail í senunni þar sem allir eru að skríða um að safna drullu og einn segir " Look I found some very nice filth down here" eða eitthvað svoleiðis.
Voða löng mynd sem tók dálítið á þar sem það var voða mikið af fólki að þjarma að öðru fólki. Ekki alveg "my cup of tea" þar sem ég er voða viðkvæm kona.
Ég er samt alltaf hrifin af honum Daniel Day Lewis þar sem hann hefur leikið í nokkrum af mínum uppáhalds myndum.

Síðan fann ég dönsku myndina Italiensk for Begyndere á leigunni líka og píndi Jozeph til að horfa á hana en hann hefur aldrei komist yfir smá fordóma í garð Dogma mynda eftir að hann sá smá bút af Idioterne þar sem allir voru á hlaupum allsberir og sú sena endaði síðan með ágætis gruppe knull ef ég man rétt. Ég reyndi eitthvað að útskýra þetta (sú mynd var nefnilega ekki með enskum texta) en það gekk ekkert rosalega vel. Ég vona samt að hann hafi losnað við þessa fordóma þar sem hann hafði bara mjög gaman af Italiensk af því að hún er nefnilega stök snilld.


Jæja best að fara í leikfimi (ein voða stolt) og svo er Grease í sjónvarpinu á eftir.

sjáumst
spider-woman