mánudagur, september 25, 2006

Jæja ég held það sé best að skrifa upp þessa bloggfærslu sem ég er búin að ganga með í maganum svo lengi en hef ekki nennt að setjast yfir. Ég hef því látið tveimur mönnum hjá Guardian að tjá hugsanir mínar um þetta "hollt fæði og hreyfing fyrir alla" málefni. Það var kannski ekki sniðugt til lengdar því núna lít ég út eins og kona sem vill ekki að fólk eigi gott líf fyrir höndum.

En fyrir mér snýst þetta ekkert um rétt og rangt eða að vera með Jamie Oliver eða á móti. Fyrir mér snýst þetta um að skoða fleiri hliðar á þessum málum en " ef þú gefur barninu þínu franskar og gos þykir þér ekki vænt um það og ert jafnvel að drepa það hægt og sígandi" skilaboðin sem bylja á manni úr öllum áttum í fjölmiðlum hérna. (Sbr. þátt sem er sýndur hérna og heitir "Honey we are killing the kids.")

Ég held að þetta sé aðeins flóknara mál sem þarfnast flóknari lausnar en bara að segja "Farðu út í búð og keyptu lífrænt ræktaðan kjúkling og kóríander og þá verður allt betra". Sérstaklega í eins stigskiptu og flóknu samfélagi og Bretland er. Það vantar í fyrsta lagi allan skilning á því hvernig fólk hugsar um mat og eldamennsku - hvorttveggja er félagslegt og menningarlegt fyrirbæri og er ekki hægt, að mínu viti, að smætta niður í eingöngu kaloríur og snefilefni eða good vs. evil. Því þótt sumir sjái mat á þennan hátt eru aðrir sem sjá mat sem eitthvað sem fyllir magann, aðrir sjá mat sem eitthvað sem á að njóta, aðrir sjá mat sem eitthvað sem maður þarf að borða til að lifa af og enn aðrir sjá mat sem huggun og finnst gott að borða sætt .

Það vantar líka allan skilning á því að óhollur matur er mun ódýrari en hollur matur oft og tíðum og sumt fólk reynir að kaupa sem ódýrastan mat sem fyllir hvað lengst þ.e. franskar kartöflur og hvítt brauð. Aðgangur að hollum mat er ekki fyrir hendi allsstaðar og stundum þarf að ferðast til að komast í búð sem selur annað en bara frosnar matvörur og eitthvað í pakka - þetta held ég að sé oft staðreynd á fátækari svæðum.

Þetta er allavega það sem ég hef kynnst eftir að hafa búið hérna og haft reynslu af bæði "eldamennsku af gamla enska skólanum" þ.e. allt frosið eða úr pakka og síðan eldamennsku af Jamie Oliver skólanum.

Síðan má líka benda á að óhollur matur tekur mun sneggri tíma í eldun en hollur matur og mörgu fólki finnst hreinlega það ekki hafa tíma til að elda "from scratch". Mun auðveldara að skella bara pizzu í ofninn heldur en að skera niður óteljandi hráefni og sjóða og steikja (veit ekki hvort það má steikja eitthvað lengur samt).

Það eru þessi viðhorf sem hafa þarf í huga ef koma á einhverri hugarfarsbreytingu hjá fólki - en ekki bara messa yfir því eins og það sé heimskt.

Það vantar líka algerlega þolinmæði og skilning á því að matarvenjur sem hafa verið við lýði í áratugi hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu á nokkrum mánuðum eins og Jamie Oliver virðist halda. Og þegar allt gengur ekki upp um leið og honum dettur í hug þá verður hann fúll og kallar foreldra heimska. Eins með litlu grýluna sem er með þáttinn "You are what you eat" þar sem hún setur sig á einhvern stall og messar yfir fólkinu á meðan hún skoðar úr því hægðirnar.
Þess vegna finnst mér hressandi að fólk skrifi ekki bara hallelujah greinar um þetta mál svona aðeins til að opna umræðuna sem er orðin, að mínu mati, mjög fasísk á köflum.

Ég ætla mér ekki að verða þekkt fyrir að halda uppi merkjum óhollra lifnaðarhátta en mér finnst að oft megi aðeins staldra við og hugsa aðeins í staðinn fyrir að hlusta alltaf á einhverja sjálfskipaða sérfræðinga sem messa yfir lýðnum á meðan þeir selja honum allskonar dótarí.


ps. ég er ekkert pirruð heldur :D ... og Rannveig takk fyrir kommentið... alltaf gaman að fá hressandi komment...ertu flutt heim alveg núna?

sunnudagur, september 24, 2006

Önnur snilldargrein um Jamie Oliver fasismann í Guardian í dag: Down with the kids.

"Here I am on the bus, drip-feeding my one-year-old some dried bits of knobbly cardboard masquerading as pure 100% amazingly tasty organic rice cake, and this woman pipes up: "You're killing your son with that stuff." "Sorry?" I say. "With that rubbish," she adds. "I said, 'You're killing your son with that stuff'."
...

Clearly this woman is just one of the stormtroopers of the new healthy eating fascism.
On You Are What You Eat the previous night, I'd seen a wizened Scottish witch telling a poor, put-upon mum that she was "killing her kids" because she didn't feed them beetroot gunk and lettuce sandwiches. The mum cried and the witch looked really pleased with herself.
What sort of lives do these preachy nightmare people think ordinary folk live? Jamie Oliver and that Dior woman on the bus and the wizened old witch can fuck right off and fuck off now. To me, it's an absolute miracle anyone gets up in the morning, gets their kids to school, gets them home, puts ANYTHING on the table other than an elastic band and a battery, and then gets them to bed without resorting either to violence or drinking copious amounts of alcohol from the stress of it all. This is what life is - not baking fairy cakes with lovely Jools in a gingham pinny."

miðvikudagur, september 20, 2006


Það var mikil gleði á litla heimilinu í fyrradag en þá fæddist þeim Tiger og Tigress (kettirnir hennar Mýslu) einn kettlingur. Hann fékk nafnið Snúlli og í dag opnaði hann í fyrsta skipti augun. Mýslan er búin að hugsa vel um hann og gefa honum að drekka úr pela og bursta hann með hárbursta og leika við hann. Hérna til hliðar er fyrsta myndin af móður og syni. (úr tölvuleiknum Catz 5)

mánudagur, september 18, 2006

Rakst á skemmtilega grein í sjónvarpsblaði Guardian núna um helgina. Fyrir ykkur sem eruð löt að lesa birti ég smá útdrátt en alla greinina má finna hér.

Hérna fjallar Charlie Brooker á mjög hressandi hátt um heilsufasismann sem nú tröllríður öllu. Ég er nú eiginlega dálítið sammála honum...þetta er orðið býsna þreytandi.

"There's a continual background hum, a middle-class message of self-improvement, whispered on the wind.
"You eat too much. You eat the wrong things. You drink. You smoke. You don't get enough exercise. You probably can't even shit properly. You'll die if you don't change your ways. Your health will suffer. Have you got no self-respect? Look at you. You sicken me. I pity you. I hate you. We all hate you. God hates you. Don't you get it? It's so sad, what you're doing to yourself. It's just so bloody sad."
That's the mantra. And it goes without saying that the people reciting it are routinely depicted as saints. Last year, the media dropped to its knees to give Jamie Oliver a collective blowjob over his School Dinners series, in which he campaigned to get healthier food put on school menus. Given the back-slapping reaction, you'd be forgiven for thinking he'd personally rescued 5,000 children from the jaws of a slavering wolf.

...

What happened to the concept of CHOICE, you fuckers? So a bit of jogging might increase your life expectancy - so what? That just equates to a few more years in the nursing home - whoopee doo. And besides, I'd rather drop dead tomorrow than spend the rest of my life sharing a planet with a bunch of smug tossends trying to out-health one another."

miðvikudagur, september 13, 2006



Jæja þá eru strigaskórnir mínir komnir frá Íslandi (gleymdi þeim nefnilega þegar ég var þar síðast) og þá fer að styttast í líkamsræktarferð. Ég ákvað að gera þetta rétt í þetta skipti og byrja á því að kaupa almennilega tónlist sem ég get spriklað við - held að fyrri ferðir hafi klikkað hreinlega vegna þess að ég þurfti að hlusta á útvarpið sem skemmir í manni sálina. Keypti þennan fína disk með honum Marilyn Manson og er búin að syngja og tralla gleðisöngvana hans síðan. Er samt með smá áhyggjur af hvert þetta stefnir allt saman með mig og tölvuleikina og rokktónlistina, ætli ég verði nokkuð ofbeldishneigð og firrt á endanum?

sunnudagur, september 03, 2006

Heyrt í spjallþætti í gær á BBC2. Þar var verið að líta yfir farinn veg í spjallþáttum í Bretlandi síðan frá því sögur hófust. Ég missti því miður af því hverjir voru að spjalla í það sinnið en það var verið að tala um þá sem höfðu mætti drukknir í viðtöl og áttu það til siðs að vera yfirleitt frekar drukknir...svona menn eins og td George Best heitinn

Spyrill: "So...why do you drink?"
Viðmælandi: "Because all the finest people I know are in pubs..."


Skil hann svo vel :D