Jæja ég held það sé best að skrifa upp þessa bloggfærslu sem ég er búin að ganga með í maganum svo lengi en hef ekki nennt að setjast yfir. Ég hef því látið tveimur mönnum hjá Guardian að tjá hugsanir mínar um þetta "hollt fæði og hreyfing fyrir alla" málefni. Það var kannski ekki sniðugt til lengdar því núna lít ég út eins og kona sem vill ekki að fólk eigi gott líf fyrir höndum.
En fyrir mér snýst þetta ekkert um rétt og rangt eða að vera með Jamie Oliver eða á móti. Fyrir mér snýst þetta um að skoða fleiri hliðar á þessum málum en " ef þú gefur barninu þínu franskar og gos þykir þér ekki vænt um það og ert jafnvel að drepa það hægt og sígandi" skilaboðin sem bylja á manni úr öllum áttum í fjölmiðlum hérna. (Sbr. þátt sem er sýndur hérna og heitir "Honey we are killing the kids.")
Ég held að þetta sé aðeins flóknara mál sem þarfnast flóknari lausnar en bara að segja "Farðu út í búð og keyptu lífrænt ræktaðan kjúkling og kóríander og þá verður allt betra". Sérstaklega í eins stigskiptu og flóknu samfélagi og Bretland er. Það vantar í fyrsta lagi allan skilning á því hvernig fólk hugsar um mat og eldamennsku - hvorttveggja er félagslegt og menningarlegt fyrirbæri og er ekki hægt, að mínu viti, að smætta niður í eingöngu kaloríur og snefilefni eða good vs. evil. Því þótt sumir sjái mat á þennan hátt eru aðrir sem sjá mat sem eitthvað sem fyllir magann, aðrir sjá mat sem eitthvað sem á að njóta, aðrir sjá mat sem eitthvað sem maður þarf að borða til að lifa af og enn aðrir sjá mat sem huggun og finnst gott að borða sætt .
Það vantar líka allan skilning á því að óhollur matur er mun ódýrari en hollur matur oft og tíðum og sumt fólk reynir að kaupa sem ódýrastan mat sem fyllir hvað lengst þ.e. franskar kartöflur og hvítt brauð. Aðgangur að hollum mat er ekki fyrir hendi allsstaðar og stundum þarf að ferðast til að komast í búð sem selur annað en bara frosnar matvörur og eitthvað í pakka - þetta held ég að sé oft staðreynd á fátækari svæðum.
Þetta er allavega það sem ég hef kynnst eftir að hafa búið hérna og haft reynslu af bæði "eldamennsku af gamla enska skólanum" þ.e. allt frosið eða úr pakka og síðan eldamennsku af Jamie Oliver skólanum.
Síðan má líka benda á að óhollur matur tekur mun sneggri tíma í eldun en hollur matur og mörgu fólki finnst hreinlega það ekki hafa tíma til að elda "from scratch". Mun auðveldara að skella bara pizzu í ofninn heldur en að skera niður óteljandi hráefni og sjóða og steikja (veit ekki hvort það má steikja eitthvað lengur samt).
Það eru þessi viðhorf sem hafa þarf í huga ef koma á einhverri hugarfarsbreytingu hjá fólki - en ekki bara messa yfir því eins og það sé heimskt.
Það vantar líka algerlega þolinmæði og skilning á því að matarvenjur sem hafa verið við lýði í áratugi hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu á nokkrum mánuðum eins og Jamie Oliver virðist halda. Og þegar allt gengur ekki upp um leið og honum dettur í hug þá verður hann fúll og kallar foreldra heimska. Eins með litlu grýluna sem er með þáttinn "You are what you eat" þar sem hún setur sig á einhvern stall og messar yfir fólkinu á meðan hún skoðar úr því hægðirnar.
Þess vegna finnst mér hressandi að fólk skrifi ekki bara hallelujah greinar um þetta mál svona aðeins til að opna umræðuna sem er orðin, að mínu mati, mjög fasísk á köflum.
Ég ætla mér ekki að verða þekkt fyrir að halda uppi merkjum óhollra lifnaðarhátta en mér finnst að oft megi aðeins staldra við og hugsa aðeins í staðinn fyrir að hlusta alltaf á einhverja sjálfskipaða sérfræðinga sem messa yfir lýðnum á meðan þeir selja honum allskonar dótarí.
ps. ég er ekkert pirruð heldur :D ... og Rannveig takk fyrir kommentið... alltaf gaman að fá hressandi komment...ertu flutt heim alveg núna?
En fyrir mér snýst þetta ekkert um rétt og rangt eða að vera með Jamie Oliver eða á móti. Fyrir mér snýst þetta um að skoða fleiri hliðar á þessum málum en " ef þú gefur barninu þínu franskar og gos þykir þér ekki vænt um það og ert jafnvel að drepa það hægt og sígandi" skilaboðin sem bylja á manni úr öllum áttum í fjölmiðlum hérna. (Sbr. þátt sem er sýndur hérna og heitir "Honey we are killing the kids.")
Ég held að þetta sé aðeins flóknara mál sem þarfnast flóknari lausnar en bara að segja "Farðu út í búð og keyptu lífrænt ræktaðan kjúkling og kóríander og þá verður allt betra". Sérstaklega í eins stigskiptu og flóknu samfélagi og Bretland er. Það vantar í fyrsta lagi allan skilning á því hvernig fólk hugsar um mat og eldamennsku - hvorttveggja er félagslegt og menningarlegt fyrirbæri og er ekki hægt, að mínu viti, að smætta niður í eingöngu kaloríur og snefilefni eða good vs. evil. Því þótt sumir sjái mat á þennan hátt eru aðrir sem sjá mat sem eitthvað sem fyllir magann, aðrir sjá mat sem eitthvað sem á að njóta, aðrir sjá mat sem eitthvað sem maður þarf að borða til að lifa af og enn aðrir sjá mat sem huggun og finnst gott að borða sætt .
Það vantar líka allan skilning á því að óhollur matur er mun ódýrari en hollur matur oft og tíðum og sumt fólk reynir að kaupa sem ódýrastan mat sem fyllir hvað lengst þ.e. franskar kartöflur og hvítt brauð. Aðgangur að hollum mat er ekki fyrir hendi allsstaðar og stundum þarf að ferðast til að komast í búð sem selur annað en bara frosnar matvörur og eitthvað í pakka - þetta held ég að sé oft staðreynd á fátækari svæðum.
Þetta er allavega það sem ég hef kynnst eftir að hafa búið hérna og haft reynslu af bæði "eldamennsku af gamla enska skólanum" þ.e. allt frosið eða úr pakka og síðan eldamennsku af Jamie Oliver skólanum.
Síðan má líka benda á að óhollur matur tekur mun sneggri tíma í eldun en hollur matur og mörgu fólki finnst hreinlega það ekki hafa tíma til að elda "from scratch". Mun auðveldara að skella bara pizzu í ofninn heldur en að skera niður óteljandi hráefni og sjóða og steikja (veit ekki hvort það má steikja eitthvað lengur samt).
Það eru þessi viðhorf sem hafa þarf í huga ef koma á einhverri hugarfarsbreytingu hjá fólki - en ekki bara messa yfir því eins og það sé heimskt.
Það vantar líka algerlega þolinmæði og skilning á því að matarvenjur sem hafa verið við lýði í áratugi hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu á nokkrum mánuðum eins og Jamie Oliver virðist halda. Og þegar allt gengur ekki upp um leið og honum dettur í hug þá verður hann fúll og kallar foreldra heimska. Eins með litlu grýluna sem er með þáttinn "You are what you eat" þar sem hún setur sig á einhvern stall og messar yfir fólkinu á meðan hún skoðar úr því hægðirnar.
Þess vegna finnst mér hressandi að fólk skrifi ekki bara hallelujah greinar um þetta mál svona aðeins til að opna umræðuna sem er orðin, að mínu mati, mjög fasísk á köflum.
Ég ætla mér ekki að verða þekkt fyrir að halda uppi merkjum óhollra lifnaðarhátta en mér finnst að oft megi aðeins staldra við og hugsa aðeins í staðinn fyrir að hlusta alltaf á einhverja sjálfskipaða sérfræðinga sem messa yfir lýðnum á meðan þeir selja honum allskonar dótarí.
ps. ég er ekkert pirruð heldur :D ... og Rannveig takk fyrir kommentið... alltaf gaman að fá hressandi komment...ertu flutt heim alveg núna?