fimmtudagur, júní 29, 2006
miðvikudagur, júní 28, 2006
sunnudagur, júní 25, 2006
Fórum í British Wildlife Centre í dag. ´Jozeph keyrði og ég æpti og krumpaði vegakortið og var svo ánægð að komast á leiðarenda. Það vildi þó ekki betur til að í fyrsa herberginu voru rottur og í því næsta var geitungabú...þannig ég æpti aðeins meira (inni í mér...ég kann mig nefnilega í fjölmenni) en dró andann léttar þegar við fórum og fundum dádýrin og sáum lítinn bamba. Svo sáum við uglur...og eitt uglupar...uglunni Milo mátti strjúka. Síðan voru minkar, refir, froskar, villikettir sem búa víst í skotlandi...og allskonar fleiri bresk dýr. Mýslan var afar ánægð með framtakið og brosti alla leiðina heim. Ég tók myndir á nýja símann en þarf að athuga hvernig ég næ þeim þaðan út aftur.
föstudagur, júní 23, 2006
Jeppaeigendur eru líklegri til þess að brjóta umferðarreglur.
"Fólk sem á jeppa eru líklegri til þess að brjóta lögin með því að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og þá eru það einnig líklegra til þess að vera ekki með sætisólarnar spenntar heldur en eigendur fólksbíla. Þetta kemur fram í nýrri, breskri könnun." (mbl.is, 23.06.2006)
Ég vissi að ég hefði ástæðu fyrir að vera svona taugaveikluð!! Núna get ég neitað að keyra með Jozeph og vísað til þessarrar könnunar máli mínu til stuðnings.
Hér er reyndar bara talað um jeppaeigendur....En hvernig ætli sé með fólk sem er með jeppa í láni?
"Fólk sem á jeppa eru líklegri til þess að brjóta lögin með því að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og þá eru það einnig líklegra til þess að vera ekki með sætisólarnar spenntar heldur en eigendur fólksbíla. Þetta kemur fram í nýrri, breskri könnun." (mbl.is, 23.06.2006)
Ég vissi að ég hefði ástæðu fyrir að vera svona taugaveikluð!! Núna get ég neitað að keyra með Jozeph og vísað til þessarrar könnunar máli mínu til stuðnings.
Hér er reyndar bara talað um jeppaeigendur....En hvernig ætli sé með fólk sem er með jeppa í láni?
miðvikudagur, júní 21, 2006
...og mín vegna má "söngsveitin" Pussycat Dolls keyra á staur...
Ásdís systir sagði að ég ætti að blogga og ég geri alltaf eins og hún segir mér- síðan sá ég að fleiri bíða í andakt eftir pistli ...so here goes...
Kom til baka frá Hull (nei Rannveig það er voða lítill sjarmi yfir Hull...en það eru lítil sæt þorp og smábæir í kring sem eru svo sem í lagi) og fór til Íslands. Aðal tilgangur ferðarinnar var að fara í brúðkaup Önnu og Benna sem reyndist vera prýðisbrúðkaup og enn og aftur til hamingju kæru brúðhjón. Síðan var restinni af tímanum eytt í ferðir í Smáralind, Kringluna, Ikea, góða hirðinn og fornbókabúðir. Mig vantar nefnilega gömlu Múmínálfabækurnar og Elías bækurnar. Þannig ef þú lesandi góður veist um slíkar bækur sem eru einar á háalofti einhversstaðar ... endilega láttu mig vita. Í kringlunni fann ég búð sem selur múmínálfabolla og kom hróðug heim með tvo slíka :D
Ég og Ásdís systir eyddum miklum tíma í að liggja út af á ýmsum stöðum í Karfó...keyrandi á milli staða sem var ósköp notalegt. Ég fór ekkert út á lífið enda með eindæmum löt kona...fór samt á rúntinn með mömmu sem hefði talist til tíðinda í gamla daga þegar maður vildi helst að vinir manns héldu að maður hefði verið einræktaður í tilraunaglasi.
En annars er svo sem allt við það sama á Íslandi sýnist mér...jeppunum fjölgar stöðugt...og meira að segja er þetta syndrom svo smitandi að ég er að passa einn sem endar líklega uppi á íslandi fyrr en síðar.
Mýslan er hress, Jozeph heldur áfram að æfa sig að keyra - ég er að æfa mig að þegja á meðan og sleppa handfanginu sem ég held fast í...krumpa bara vegakortið á meðan ég æpi innra með mér...
over and out
Kom til baka frá Hull (nei Rannveig það er voða lítill sjarmi yfir Hull...en það eru lítil sæt þorp og smábæir í kring sem eru svo sem í lagi) og fór til Íslands. Aðal tilgangur ferðarinnar var að fara í brúðkaup Önnu og Benna sem reyndist vera prýðisbrúðkaup og enn og aftur til hamingju kæru brúðhjón. Síðan var restinni af tímanum eytt í ferðir í Smáralind, Kringluna, Ikea, góða hirðinn og fornbókabúðir. Mig vantar nefnilega gömlu Múmínálfabækurnar og Elías bækurnar. Þannig ef þú lesandi góður veist um slíkar bækur sem eru einar á háalofti einhversstaðar ... endilega láttu mig vita. Í kringlunni fann ég búð sem selur múmínálfabolla og kom hróðug heim með tvo slíka :D
Ég og Ásdís systir eyddum miklum tíma í að liggja út af á ýmsum stöðum í Karfó...keyrandi á milli staða sem var ósköp notalegt. Ég fór ekkert út á lífið enda með eindæmum löt kona...fór samt á rúntinn með mömmu sem hefði talist til tíðinda í gamla daga þegar maður vildi helst að vinir manns héldu að maður hefði verið einræktaður í tilraunaglasi.
En annars er svo sem allt við það sama á Íslandi sýnist mér...jeppunum fjölgar stöðugt...og meira að segja er þetta syndrom svo smitandi að ég er að passa einn sem endar líklega uppi á íslandi fyrr en síðar.
Mýslan er hress, Jozeph heldur áfram að æfa sig að keyra - ég er að æfa mig að þegja á meðan og sleppa handfanginu sem ég held fast í...krumpa bara vegakortið á meðan ég æpi innra með mér...
over and out
miðvikudagur, júní 07, 2006
Jæja er komin aftur frá Hull - með viðkomu í Leeds- þar sem ég sótti forláta jeppa sem faðir minn keypti á Ebay til að nota í varahluti. Það besta er að ég má nota hann í nokkra mánuði og mun án efa heimsækja þónokkrar car-boot sales og charity búðir og kannski brenna til Brighton nokkrum sinnum.
Jozeph er búin að vera að æfa sig fyrir bílprófið og er orðinn nokkuð fær, sérstaklega í að keyra undir álagi. (held að hann gæti tekið sjúkrabílapróf og staðiðst með prýði) Ég er nefnilega ósköp bílhrædd kona og sit alveg stíf við hliðina á honum og æpi reglulega... there is a car there....mind the woman...too much to the left. Mýslan situr aftur í og hristir höfuðið og kallar reglulega fram í "I think you are doing so well Jozeph". Alltaf svo hugrökk og almennileg hún mýsla litla.
Hmmm...mest lítið annað í fréttum nema að ég er komin með fullt af ókeypis sjónvarpsstöðvum sem gleður svolítið...reyndar svona upp og ofan hvort eitthvað er á þessum stöðvum.
Annars er bara allt á uppleið og ég hlakka voða til að sjá ykkur smávinir fagrir :D
Jozeph er búin að vera að æfa sig fyrir bílprófið og er orðinn nokkuð fær, sérstaklega í að keyra undir álagi. (held að hann gæti tekið sjúkrabílapróf og staðiðst með prýði) Ég er nefnilega ósköp bílhrædd kona og sit alveg stíf við hliðina á honum og æpi reglulega... there is a car there....mind the woman...too much to the left. Mýslan situr aftur í og hristir höfuðið og kallar reglulega fram í "I think you are doing so well Jozeph". Alltaf svo hugrökk og almennileg hún mýsla litla.
Hmmm...mest lítið annað í fréttum nema að ég er komin með fullt af ókeypis sjónvarpsstöðvum sem gleður svolítið...reyndar svona upp og ofan hvort eitthvað er á þessum stöðvum.
Annars er bara allt á uppleið og ég hlakka voða til að sjá ykkur smávinir fagrir :D