Skriftirnar ganga bara bráðvel...svo vel að ég er farin að spila nýjan leik. Matrix Online...og hérna er hún Vivianne sem er hörkukvendi mikið. Ekki hafa áhyggjur...ég er enn að spila Star Wars Galaxies...en hinsvegar er allt í drasli heima hjá mér. Það er nefnilega það sniðuga við að búa í útlöndum.... það er enginn til að taka til fyrir :D
föstudagur, apríl 28, 2006
Skriftirnar ganga bara bráðvel...svo vel að ég er farin að spila nýjan leik. Matrix Online...og hérna er hún Vivianne sem er hörkukvendi mikið. Ekki hafa áhyggjur...ég er enn að spila Star Wars Galaxies...en hinsvegar er allt í drasli heima hjá mér. Það er nefnilega það sniðuga við að búa í útlöndum.... það er enginn til að taka til fyrir :D
Nei Sko!
You Should Get a PhD in Liberal Arts (like political science, literature, or philosophy) |
What Advanced Degree Should You Get?
miðvikudagur, apríl 26, 2006
mánudagur, apríl 24, 2006
This Is My Life, Rated | |
Life: | 6.8 |
Mind: | 6.8 |
Body: | 7.5 |
Spirit: | 6.1 |
Friends/Family: | 6.3 |
Love: | 7.3 |
Finance: | 4.9 |
Take the Rate My Life Quiz |
Það var nú kominn tími á eitt netpróf. Rosalega skora ég hátt í líkamlega hluta lífs míns. Ætli ég hafi eitthvað merkt vitlaust við einhversstaðar? Fjármálaskorið kemur ekki á óvart né heldur ástarskorið....
sunnudagur, apríl 23, 2006
Fyrst ég er byrjuð á að vera litla reiða konan, þá langar mig að vara við kvikmynd sem ég og Anna Karen leigðum hérna um daginn og heitir A History of Violence. Annan eins ömurleika, tilgangslausa þvælu og rusl hef ég ekki séð í langan tíma. Aðalleikarinn hann Viggo Mortensen datt af listanum mínum yfir myndarlega karlmenn eftir að ég sá þessa mynd. En ef þið leigið hana þá getið þið þá getið þið séð rassinn á honum ásamt fjölda tilgangslausra sena sem gera ekkert fyrir myndina nema að drepa tímann. Bull og Vitleysa segi ég!!
laugardagur, apríl 22, 2006
"Konur bíða sífellt lengur með að eignast börn í nútímasamfélagi og flýta sér svo að eiga þau með sem stystu millibili" mbl.is
Já það er nú meira vesenið alltaf á þessum konum í nútímasamfélaginu. Djöfull get ég orðið pirruð á þessum sífelldu rannsóknum og krítik á konur sem eignast börnin ekki á réttum í tíma og forgangsraða vitlaust að sögn "sérfræðinga". Síðast þegar ég vissi til þurfti tvo til að geta barn, hafa þessir blessuðu menn ekkert að segja um hvenær barneignir eru planaðar í sambandinu eða eru kannski karlar um allan heim grátbiðjandi konurnar sínar að drífa sig nú að eignast börn og þær segja bara þvert nei?!
Síðan er heldur ekki litið til þess að fólk er yfirleitt seinna að festa ráð sitt í "nútímasamfélaginu" en áður fyrr og þar afleiðandi kannski aðeins seinna til að ákveða og plana börnin. Síðan er fólk að skilja og taka saman við aðra maka, sem auðvitað gerir það að verkum að kannski líður aðeins lengur á milli barna en þessi "ideal" tvö ár sem sumir "sérfræðingar" vilja sjá. Síðan eru aðrar aðstæður fyrir að fólk reynir að hafa stutt á milli barna, t.d styttir tíma sem fólk er frá vinnu. Það þarf nefnilega að vinna fyrir þessum blessuðu börnum.
Það eru aldrei fleiri "sérfræðingar" sem vilja blanda sér í málin en þegar barneignir og uppeldi er til umræðu, sérstaklega þegar talað er um konur og móðurhlutverkið. Konur eru ýmist of gamlar eða of ungar, of fókuseraðar á starfsframa, senda börnin í dagvist of snemma eða of seint....I could go on.....
Ef einhver veit heimilisfangið hjá þessum "sérfræðingum" þá þyrfti ég að koma til þeirra smá krosssaumsverkefni sem ég hef verið að vinna í.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Einhver sem vinnur hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi var sexþúsundasti gestur síðunnar. Það er sem sagt Anna Karen, Mamma eða Día Austfjörð. Til hamingju allar sem ein!!
ps
Og helst er það að frétta að Stóra Bóla hefur komið upp hérna í Guildford, nánar tiltekið í andlitinu á mér....ég er að velta fyrir mér hvort það hafi verið hún sem át allan peninginn minn.
ps
Og helst er það að frétta að Stóra Bóla hefur komið upp hérna í Guildford, nánar tiltekið í andlitinu á mér....ég er að velta fyrir mér hvort það hafi verið hún sem át allan peninginn minn.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Fann þennan lista á síðunni hjá Óla nokkrum Gneista
Þetta er semsagt soundtrack lífs míns og ég er búin að liggja voða lengi yfir þessu og er nokkuð ánægð núna með listann:
opening credits - Hoppípolla / Sigur-Rós
wake up scene - Blue Eyes / Carey Brothers (Garden State Soundtrack)
average day scene – Take a walk on the Wild Side / Lou Reed
best friend scene – Girls Just Wanna Have Fun / Cindy Lauper
crush scene – Trash / Suede
falling in love scene – There is a Light that Never Goes Out / The Smiths
love scene – Sleeping with Ghosts / Placebo
fight with friend scene – Without you I am Nothing / Placebo + David Bowie
break up scene - Glory box / Portishead
get back together scene – Straight to You / Nick Cave and the Bad Seeds
fight at home scene – Going Under / Evanescence
life’s ok scene – Sweet Caroline / Neil Diamond
heartbreak scene – My Immortal / Evanescence
mental breakdown scene –Cold Water / Damien Rice
driving scene – The Mercy Seat / Nick Cave and the Bad Seeds
lesson learning scene – Numb / Portishead
deep thought scene - Fair / Remy Zero (Garden State Soundtrack)
flashback scene - Bedshaped / Keane
party scene – Personal Jesus / Marilyn Manson
happy dance scene – Sweet Child of Mine / Guns´n´Roses
regret scene - Trouble / Coldplay
long night alone scene - Teardrop / Massive Attack
death scene – Into my Arms / Nick Cave and the Bad Seeds
closing credits – Until the End of the World / U2
Lögin eru ekki endilega valin eftir því hvað fjallað er um í texta...meira svona tilfinninging sem fylgir hverju lagi.
Verið öll velkomin á frumsýninguna :D
kv
Þetta er semsagt soundtrack lífs míns og ég er búin að liggja voða lengi yfir þessu og er nokkuð ánægð núna með listann:
opening credits - Hoppípolla / Sigur-Rós
wake up scene - Blue Eyes / Carey Brothers (Garden State Soundtrack)
average day scene – Take a walk on the Wild Side / Lou Reed
best friend scene – Girls Just Wanna Have Fun / Cindy Lauper
crush scene – Trash / Suede
falling in love scene – There is a Light that Never Goes Out / The Smiths
love scene – Sleeping with Ghosts / Placebo
fight with friend scene – Without you I am Nothing / Placebo + David Bowie
break up scene - Glory box / Portishead
get back together scene – Straight to You / Nick Cave and the Bad Seeds
fight at home scene – Going Under / Evanescence
life’s ok scene – Sweet Caroline / Neil Diamond
heartbreak scene – My Immortal / Evanescence
mental breakdown scene –Cold Water / Damien Rice
driving scene – The Mercy Seat / Nick Cave and the Bad Seeds
lesson learning scene – Numb / Portishead
deep thought scene - Fair / Remy Zero (Garden State Soundtrack)
flashback scene - Bedshaped / Keane
party scene – Personal Jesus / Marilyn Manson
happy dance scene – Sweet Child of Mine / Guns´n´Roses
regret scene - Trouble / Coldplay
long night alone scene - Teardrop / Massive Attack
death scene – Into my Arms / Nick Cave and the Bad Seeds
closing credits – Until the End of the World / U2
Lögin eru ekki endilega valin eftir því hvað fjallað er um í texta...meira svona tilfinninging sem fylgir hverju lagi.
Verið öll velkomin á frumsýninguna :D
kv
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Já svo vildi ég bara deila með ykkur nýjasta æðinu sem hefur gripið mig. Nú get ég um lítið annað hugsað en þennan síma sem mig langar svo mikið í.... Skil ekkert í þessu, hef aldrei spáð mikið í símum og hef átt þann sama í bráðum 4 ár. En þessi hefur ekki vikið úr huga mér undanfarið. Gott fyrir ykkur að vita því þá getiði byrjað að safna fyrir afmælisgjöfinni minni :D
Úff ég gekk berserksgang í gjafabúðinni í Múmínsafninu í Tampere og kom hróðug heim með hemúlakönnu sem ég ver nú með kjafti og klóm milli þess sem ég sýp úr henni kaffi.
Tampere fannst mér vera frekar flott lítil borg og ég var voða heilluð af því litla Finnlandi sem ég kynntist á þessum 3 dögum. Sá fullt af snjó og trjám út um lestargluggann og inn á milli voru lítil gul hús... svona sænsk hús þið vitið. Hélt þennan líka áhugaverða fyrirlestur fyrir fullum sal af role-playing fólki og fékk góðar undirtektir.
Hitti svo mömmu í Terminal 2 á Heathrow og tók hana með mér til Guildford og svo slóst faðir vor í hópinn daginn eftir. Það var ósköp gott að hafa þau og var margt dundað...síðan fóru þau í dag heim á klakann og tóku mýsluna með sér.
Jamm löng og ítarleg færsla um það sem hefur á dagana drifið!!
ps það verður bætt við smátt og smátt...sérstaklega því núna á ég að vera að skrifa doktorsritgerð og þá verður eflaust bloggað mikið á milli þess sem ég þríf ísskápinn og eldavélina
Tampere fannst mér vera frekar flott lítil borg og ég var voða heilluð af því litla Finnlandi sem ég kynntist á þessum 3 dögum. Sá fullt af snjó og trjám út um lestargluggann og inn á milli voru lítil gul hús... svona sænsk hús þið vitið. Hélt þennan líka áhugaverða fyrirlestur fyrir fullum sal af role-playing fólki og fékk góðar undirtektir.
Hitti svo mömmu í Terminal 2 á Heathrow og tók hana með mér til Guildford og svo slóst faðir vor í hópinn daginn eftir. Það var ósköp gott að hafa þau og var margt dundað...síðan fóru þau í dag heim á klakann og tóku mýsluna með sér.
Jamm löng og ítarleg færsla um það sem hefur á dagana drifið!!
ps það verður bætt við smátt og smátt...sérstaklega því núna á ég að vera að skrifa doktorsritgerð og þá verður eflaust bloggað mikið á milli þess sem ég þríf ísskápinn og eldavélina