Það eru ávallt miklar áhyggjur sem plaga eldri kynslóðirnar sem varða áhrif afþreyingarmenningar hverskonar á ungdóminn. Undir afþreyingarmenningu myndi ég flokka tölvuleiki, dægurtónlist, bíómyndir, sjónvarp, útvarp og tímarit. Þessir miðlar eru fullir af klámi, ofbeldi og almennri mannfyrirlitningu sem ungdómurinn étur upp og fer síðan og lemur gamlar konur niðri í miðbæ, nauðgar, myrðir og sprautar sig með eiturlyfjum. Allt ku þetta eiga rætur að rekja til fyrirmynda í áðurnefndum miðlum.
Þetta vekur viðbrögð af ýmsum toga, sumir vilja banna allt sem sem hefur neikvæð áhrif, aðrir vilja ritskoða og setja aldurstakmarkanir og aðrir láta sér nægja að hafa af þessu miklar áhyggjur og tjá þær reglulega í fjölmiðlum.
Fjórða leiðin sem mig langar að leggja til hér er að kenna í skólum fjölmiðlalæsi sem miðar að því að nota afþreyingarmenningu til að vekja umræður hjá ungdómnum um þau skilaboð sem í henni felast. Það þarf enginn að segja mér að ungdómurinn gleypi bara allt það rugl sem er beint að þeim í fjölmiðlum. Unga fólkið hefur eins góða möguleika á gagnrýnni hugsun og við gamla fólkið. (sumt eldra fólk hefur reyndar enga möguleika en það er efni í annan pistil)
Mér finnst um að gera að virkja ungdóminn í að hugsa um afþreyingarmenningu og ég er viss um að tímarnir gætu verið mjög skemmtilegir. Það væri til dæmis hægt að fjalla um kynímyndir, samkynhneigð og þjóðerni/litarhátt með tilvísun í sjónvarpsþætti, tölvuleiki og bíómyndir. Hvernig líst ykkur á það?
Ef menntamálaráðuneytið vantar einhvern til að hanna þennan kúrs þá er ég til.
Þetta vekur viðbrögð af ýmsum toga, sumir vilja banna allt sem sem hefur neikvæð áhrif, aðrir vilja ritskoða og setja aldurstakmarkanir og aðrir láta sér nægja að hafa af þessu miklar áhyggjur og tjá þær reglulega í fjölmiðlum.
Fjórða leiðin sem mig langar að leggja til hér er að kenna í skólum fjölmiðlalæsi sem miðar að því að nota afþreyingarmenningu til að vekja umræður hjá ungdómnum um þau skilaboð sem í henni felast. Það þarf enginn að segja mér að ungdómurinn gleypi bara allt það rugl sem er beint að þeim í fjölmiðlum. Unga fólkið hefur eins góða möguleika á gagnrýnni hugsun og við gamla fólkið. (sumt eldra fólk hefur reyndar enga möguleika en það er efni í annan pistil)
Mér finnst um að gera að virkja ungdóminn í að hugsa um afþreyingarmenningu og ég er viss um að tímarnir gætu verið mjög skemmtilegir. Það væri til dæmis hægt að fjalla um kynímyndir, samkynhneigð og þjóðerni/litarhátt með tilvísun í sjónvarpsþætti, tölvuleiki og bíómyndir. Hvernig líst ykkur á það?
Ef menntamálaráðuneytið vantar einhvern til að hanna þennan kúrs þá er ég til.