Um daginn horfði ég á myndina hans Tom Cruise “The Last Samurai”. Á meðan ég horfði varð ég sífellt pirraðri og pirraðri á þessarri endalaus hetjudýrkun og öllum þessum stríðsrúnkmyndum þar sem hermenn geysast upp um hóla og hæðir drepandi hvorn annan á milli þess sem þeir þylja rassvasaheimspekisetningar.
Ó þetta er allt svo djúpt.......gubb.
Tom Cruise sem var fyrst alger fyllibytta af því hann drap svo marga indíána varð svo göfugur og djúpur af því að hann hitti samúræja og lærði að berjast með sverði. Svo fékk hann að gista hjá konunni sem átti manninn sem hann drap og hún var bara voða þæg og góð og skúraði og þreif á meðan hann var voða upptekin að læra að drepa enn fleiri menn. Svo fór hann í stríð með öllum samúræjunum og hann var sá eini sem ekki drapst og aðalsamúræjinn framdi sjálfsmorð af því hann drapst ekki í stríðinu.
Eftir sitja konurnar í þorpinu sem eiga núna enga menn af því þeir voru svo stoltir að þeir gátu ekki bara aðeins slappað af og tapað kúlinu. Eftir sitja konurnar og þurfa að sjá um allt, börn og bú. (reyndar ekki mikill missir í þeim sem vinnuafli því þeir virtust ekki gera neitt nema að æfa sig að skylmast) Eftir sitja konurnar og þurfa að þola það einar að þorpið verði tekið yfir af óvininum. Af hverju er aldrei gerð mynd um þær? Af hverju er aldrei hægt að semja? Er alveg búið að gleyma að penninn er máttugri er sverðið? Allavega er aldrei gerð mynd um penna - bara sverð.
Af því að það er alltaf allt svo miklu merkilegra sem kallar eru að gera sama hversu heimskulegt það er og því ofbeldisfyllra því betra. Svo ekki sé minnst á allar þessar Pétur Pan myndir sem eru gerðar á hverju ári, bara til að minna kalla á að þeir þurfa ekki endilega að vaxa úr grasi, þeir geta bara farið að læra að berjast með sverði einhversstaðar úti í rassgati og orðið voða miklir og gáfulegir
Það verður langt þangað til að ég horfi á "ameríska stórmynd" aftur, þetta er allt saman útúrþvælda ruglið.
spider-
woman