sunnudagur, janúar 30, 2005

Vei! Vei!

Vefsíðan spider-woman.net er komin í loftið eftir margra mánaða bið. (held það hafi aðallega verið ég sem var að bíða en samt) Tengill er hér til hliðar. Ég gerði hana sjálf og alein og það var bara alls ekki jafn erfitt og ég hélt.

klapp klapp

spider-woman
Góðan daginn allan daginn

Í fréttum er það helst að spider-woman hefur hafið bloggstörf á ensku og er hlekkur hér til hliðar, á þeirri síðu verður aðallega skrifað um tölvuleiki þar sem það er víst rannsóknarviðfang í þessu blessaða rannsóknarnámi. Ég er líka að vinna í heimasíðunni og er að vona að hún verði líka opnuð seinna í dag og þá verður hægt að lesa meira um hvað ég er að stúdera og ég get hætt að vera vandræðaleg yfir því þegar fólk spyr mig hvort að það sé í alvöru hægt að rannsaka tölvuleiki og fá fyrir það gráðu.


meira seinna

spider-woman duglega

föstudagur, janúar 21, 2005

Vildi bara láta ykkur vita að ég og mýsla komum til Íslands þann 23.mars nk og verðum til 11.apríl. Ef þið viljið eitthvað af okkur vita og kannski hitta þá verðið þið að hafa samband, það verður gaman að hitta ykkur.

Geðheilsan er að batna eftir að hafa ekki séð neina ameríska stórmynd í langan tíma, nú horfi ég bara á enskt sjónvarp sem er með afbrigðum gáfulegt eða þannig. Síðan fengum við amazon gjafakort í jólagjöf og keyptum Queer as Folk sem eru voða skemmtilegir þættir þannig að það er ekki amalegt.

Jamm jamm, annars er ég að fara yfir ritgerðir nemenda minna og þar er nú ýmislegt mis-gáfulegt á seyði og stundum langar mann að skæla pínu en mér hefur tekist að halda aftur af mér og skrifa góð og gáfuleg ráð til að hjálpa þeim að feta menntabrautina. *hóst*

Jáhm....

spider-woman

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Um daginn horfði ég á myndina hans Tom Cruise “The Last Samurai”. Á meðan ég horfði varð ég sífellt pirraðri og pirraðri á þessarri endalaus hetjudýrkun og öllum þessum stríðsrúnkmyndum þar sem hermenn geysast upp um hóla og hæðir drepandi hvorn annan á milli þess sem þeir þylja rassvasaheimspekisetningar.

Ó þetta er allt svo djúpt.......gubb.

Tom Cruise sem var fyrst alger fyllibytta af því hann drap svo marga indíána varð svo göfugur og djúpur af því að hann hitti samúræja og lærði að berjast með sverði. Svo fékk hann að gista hjá konunni sem átti manninn sem hann drap og hún var bara voða þæg og góð og skúraði og þreif á meðan hann var voða upptekin að læra að drepa enn fleiri menn. Svo fór hann í stríð með öllum samúræjunum og hann var sá eini sem ekki drapst og aðalsamúræjinn framdi sjálfsmorð af því hann drapst ekki í stríðinu.
Eftir sitja konurnar í þorpinu sem eiga núna enga menn af því þeir voru svo stoltir að þeir gátu ekki bara aðeins slappað af og tapað kúlinu. Eftir sitja konurnar og þurfa að sjá um allt, börn og bú. (reyndar ekki mikill missir í þeim sem vinnuafli því þeir virtust ekki gera neitt nema að æfa sig að skylmast) Eftir sitja konurnar og þurfa að þola það einar að þorpið verði tekið yfir af óvininum. Af hverju er aldrei gerð mynd um þær? Af hverju er aldrei hægt að semja? Er alveg búið að gleyma að penninn er máttugri er sverðið? Allavega er aldrei gerð mynd um penna - bara sverð.

Af því að það er alltaf allt svo miklu merkilegra sem kallar eru að gera sama hversu heimskulegt það er og því ofbeldisfyllra því betra. Svo ekki sé minnst á allar þessar Pétur Pan myndir sem eru gerðar á hverju ári, bara til að minna kalla á að þeir þurfa ekki endilega að vaxa úr grasi, þeir geta bara farið að læra að berjast með sverði einhversstaðar úti í rassgati og orðið voða miklir og gáfulegir

Það verður langt þangað til að ég horfi á "ameríska stórmynd" aftur, þetta er allt saman útúrþvælda ruglið.

spider-woman
Afsakið hvað líður langt á milli.... ég er voða "busy and important" þessa dagana. Ég vildi samt aðeins leyfa ykkur að samgleðjast mér því að loksins hefur verið "vísindalega sannað" að ég hef ávallt haft heilsu mína og fjölskyldumeðlima að leiðarljósi samanber þessa frétt.

Allir hafa það fínt hérna... heyrumst seinna


spider-woman heilsuhrausta

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár skinnin mín og takk fyrir öll gömlu og góðu. Jólin og áramótin hérna voru fínust og mikið borðað, drukkið og sofið (smá unnið). Seinna í dag fer ég að sækja Mýslu á flugvöllinn og þá verður skemmtilegast. Reyndar held ég að Mýsla sé spenntust fyrir pökkunum sem bíða hérna og kannski smá spennt að hitta okkur, kemur í ljós.

Ekkert annars að frétta nema hvað útsölurnar halda áfram að toga mann til sín og dálítið í viðbót við pilsið hefur bæst við, ósköp skemmtilegt :D

knús frá Guildfordi

spider-woman