'Old habits die hard'
Ég þjáist enn dálítið illa af góðaveðurssyndrominu sem þjáir margan íslendinginn sem lýsir sér í því að það þarf alltaf eitthvað mikið að gerast ef það er gott veður. Það þarf að fara í sund (helst ekki í sömu sundlaug og alltaf heldur kannski á Selfossi eða í Njarðvík), kaupa ís, fara og setjast á Austurvöll, gefa öndunum, fara í grasagarðinn, þvo bílinn, grilla eða eitthvað annað sem felst í því að sitja ekki bara inni. Það er búið að vera voða sólríkt hérna og heitt undanfarið og ákvað ég þess vegna í dag að ég og Ása skyldum fara á markað sem mig er mikið búið að langa að fara á síðan við fluttum hingað. Vandinn er sá að hann er í hinum hlutanum á London og felur í sér um klst. ferðalag með lest. En maður er náttúrulega ekki að hanga inni í svona góðu veðri. Úffff... þetta var dálítið erfitt því að ég gleymdi London hlutanum af þessu plotti. Það er sem sagt VOÐA heitt,VOÐA mikið af fólki að troðast, fólk að æpa ýmis tilboð, bílar að flauta, ekkert loft í neðanjarðarlestinni og sól sem reynir að stinga mann í höfuðleðrið. Þannig var það allavega á Petticoat Lane markaðnum sem var bara ekkert spes! Ferðinni var hins vegar heitið á Spitalfields markaðinn og ég mæli hiklaust með honum! Þar er ekkert svona túristadrasl og farsímahulstur með Justin Timberlake stemming í gangi. Þar er bara svona sniðugir og flottir hlutir sem fólk hefur búið til sjálft (föt, töskur og innanstokksmunir), grænmetisætumatur, lífrænt ræktað fræ, fótlaga skór, kitch dót mikið og flott og alger gleði. Síðan var hljómsveit að spila og fólk að chilla og drekka bjór. Og það besta var að þetta var inni í stóru vöruhúsi þannig að það var alveg mátulega heitt. Ég vil þess vegna nota tækifærið og mæla með þessum markaði við alla sem vilja heyra. Tube stöðvar eru Liverpool Street og Aldgate East ef einhver er á leiðinni!!
Við komum heim þreyttar, sveittar en sælar eftir góðan (pínku erfiðan) dag!!
Heyr Heyr
spider-woman
Ég þjáist enn dálítið illa af góðaveðurssyndrominu sem þjáir margan íslendinginn sem lýsir sér í því að það þarf alltaf eitthvað mikið að gerast ef það er gott veður. Það þarf að fara í sund (helst ekki í sömu sundlaug og alltaf heldur kannski á Selfossi eða í Njarðvík), kaupa ís, fara og setjast á Austurvöll, gefa öndunum, fara í grasagarðinn, þvo bílinn, grilla eða eitthvað annað sem felst í því að sitja ekki bara inni. Það er búið að vera voða sólríkt hérna og heitt undanfarið og ákvað ég þess vegna í dag að ég og Ása skyldum fara á markað sem mig er mikið búið að langa að fara á síðan við fluttum hingað. Vandinn er sá að hann er í hinum hlutanum á London og felur í sér um klst. ferðalag með lest. En maður er náttúrulega ekki að hanga inni í svona góðu veðri. Úffff... þetta var dálítið erfitt því að ég gleymdi London hlutanum af þessu plotti. Það er sem sagt VOÐA heitt,VOÐA mikið af fólki að troðast, fólk að æpa ýmis tilboð, bílar að flauta, ekkert loft í neðanjarðarlestinni og sól sem reynir að stinga mann í höfuðleðrið. Þannig var það allavega á Petticoat Lane markaðnum sem var bara ekkert spes! Ferðinni var hins vegar heitið á Spitalfields markaðinn og ég mæli hiklaust með honum! Þar er ekkert svona túristadrasl og farsímahulstur með Justin Timberlake stemming í gangi. Þar er bara svona sniðugir og flottir hlutir sem fólk hefur búið til sjálft (föt, töskur og innanstokksmunir), grænmetisætumatur, lífrænt ræktað fræ, fótlaga skór, kitch dót mikið og flott og alger gleði. Síðan var hljómsveit að spila og fólk að chilla og drekka bjór. Og það besta var að þetta var inni í stóru vöruhúsi þannig að það var alveg mátulega heitt. Ég vil þess vegna nota tækifærið og mæla með þessum markaði við alla sem vilja heyra. Tube stöðvar eru Liverpool Street og Aldgate East ef einhver er á leiðinni!!
Við komum heim þreyttar, sveittar en sælar eftir góðan (pínku erfiðan) dag!!
Heyr Heyr
spider-woman