Það er nú stundum voða skrýtið að vera hérna í Englandi og fylgjast með því sem gengur á í þjóðmálaumræðunni. Nú ber hæst umræður um fóstureyðingar hjá unglingsstúlkum undir 16 ára og liggur fyrir, ef ég skil rétt, að þær eigi nú rétt á að gangast undir fóstureyðingu án vitneskju foreldranna?!?
Ríkisstjórnin hafði nefnilega planað að minnka um helming "teenage pregnancy" (sem mér gengur ómögulega að íslenska á almennilegan hátt.) Þá er gripið til þessa ráðs svo að blessaðir foreldrarnir séu ekki alltaf að skemma fyrir og láta börnin sín eignast börn og gera Bretlandi skömm til því hér er hæsta hlutfall "teenage pregancy" í Evrópu.
Það er semsagt búið að gefast algerlega upp á því að reyna að hafa vit fyrir unglingunum og fræða þá um öruggt kynlíf og getnaðarvarnir, heldur bara að ganga frá þessu eftir á og án þess að mamma og pabbi viti.
Fyrir nokkrum vikum gekk mikið á þegar uppgötvaðist að sumar húðflúrs- og götunarstofur væru að húðflúra og gata krakka undir 16 ára og þá var röflað heil ósköp um að foreldrar bæru ábyrgð á börnum sínum og ætti ekkert að eiga við þau nema að foreldrarnir gæfu til þess skriflegt leyfi. Þessi réttur foreldranna hefur nú verið látin niður falla og nú á bara að leysa vandann snöggvast og reyna að koma tölunni niður svo hægt sé að setja hana í bæklinga fyrir næstu kosningar.
Enginn hefur áhuga á að ræða við unga fólkið og finna út hvernig á þessu stendur heldur á bara að sættast á að breskir unglingar séu mun frjósamari og/eða barnelskari en jafnaldrar þeirra í Evrópu og láta þar við sitja. En sem betur fer eru þeir snyrtilegir til fara, þ.e.a.s ekki með göt og húðflúr , það er nú alltaf munur!!!!
spider-woman pirraða (enda er hitabylgja)
Ríkisstjórnin hafði nefnilega planað að minnka um helming "teenage pregnancy" (sem mér gengur ómögulega að íslenska á almennilegan hátt.) Þá er gripið til þessa ráðs svo að blessaðir foreldrarnir séu ekki alltaf að skemma fyrir og láta börnin sín eignast börn og gera Bretlandi skömm til því hér er hæsta hlutfall "teenage pregancy" í Evrópu.
Það er semsagt búið að gefast algerlega upp á því að reyna að hafa vit fyrir unglingunum og fræða þá um öruggt kynlíf og getnaðarvarnir, heldur bara að ganga frá þessu eftir á og án þess að mamma og pabbi viti.
Fyrir nokkrum vikum gekk mikið á þegar uppgötvaðist að sumar húðflúrs- og götunarstofur væru að húðflúra og gata krakka undir 16 ára og þá var röflað heil ósköp um að foreldrar bæru ábyrgð á börnum sínum og ætti ekkert að eiga við þau nema að foreldrarnir gæfu til þess skriflegt leyfi. Þessi réttur foreldranna hefur nú verið látin niður falla og nú á bara að leysa vandann snöggvast og reyna að koma tölunni niður svo hægt sé að setja hana í bæklinga fyrir næstu kosningar.
Enginn hefur áhuga á að ræða við unga fólkið og finna út hvernig á þessu stendur heldur á bara að sættast á að breskir unglingar séu mun frjósamari og/eða barnelskari en jafnaldrar þeirra í Evrópu og láta þar við sitja. En sem betur fer eru þeir snyrtilegir til fara, þ.e.a.s ekki með göt og húðflúr , það er nú alltaf munur!!!!
spider-woman pirraða (enda er hitabylgja)