laugardagur, júlí 31, 2004

Það er nú stundum voða skrýtið að vera hérna í Englandi og fylgjast með því sem gengur á í þjóðmálaumræðunni. Nú ber hæst umræður um fóstureyðingar hjá unglingsstúlkum undir 16 ára og liggur fyrir, ef ég skil rétt, að þær eigi nú rétt á að gangast undir fóstureyðingu án vitneskju foreldranna?!?
Ríkisstjórnin hafði nefnilega planað að minnka um helming "teenage pregnancy" (sem mér gengur ómögulega að íslenska á almennilegan hátt.) Þá er gripið til þessa ráðs svo að blessaðir foreldrarnir séu ekki alltaf að skemma fyrir og láta börnin sín eignast börn og gera Bretlandi skömm til því hér er hæsta hlutfall "teenage pregancy" í Evrópu.
Það er semsagt búið að gefast algerlega upp á því að reyna að hafa vit fyrir unglingunum og fræða þá um öruggt kynlíf og getnaðarvarnir, heldur bara að ganga frá þessu eftir á og án þess að mamma og pabbi viti.
Fyrir nokkrum vikum gekk mikið á þegar uppgötvaðist að sumar húðflúrs- og götunarstofur væru að húðflúra og gata krakka undir 16 ára og þá var röflað heil ósköp um að foreldrar bæru ábyrgð á börnum sínum og ætti ekkert að eiga við þau nema að foreldrarnir gæfu til þess skriflegt leyfi. Þessi réttur foreldranna hefur nú verið látin niður falla og nú á bara að leysa vandann snöggvast og reyna að koma tölunni niður svo hægt sé að setja hana í bæklinga fyrir næstu kosningar.
Enginn hefur áhuga á að ræða við unga fólkið og finna út hvernig á þessu stendur heldur á bara að sættast á að breskir unglingar séu mun frjósamari og/eða barnelskari en jafnaldrar þeirra í Evrópu og láta þar við sitja. En sem betur fer eru þeir snyrtilegir til fara, þ.e.a.s ekki með göt og húðflúr , það er nú alltaf munur!!!!

spider-woman pirraða (enda er hitabylgja)
Æi rassgat í bala. Greinin í Fréttablaðinu birtist 19.júlí ekki júní. Ætli ég sé með eitthvað syndrome sem ruglar þessum mánuðum alltaf saman???
Svar óskast

Sjáumst 4. ágúst

spider-woman

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Það sem gerðist á afmælisdaginn semsagt...
Ég og Ása fórum í British Museum og skoðuðum múmíur og allskonar brotið dót sem olli Ásu þó nokkrum áhyggjum.  Síðan skelltum við okkur á útsölu þar sem ég losaði mig við óþarfa pening.  Þetta var sem sagt voða góður dagur og þetta er bara stutta útgáfan sem er sögð hér því núna er miklu meira að segja frá því mamma, pabbi og Ásdís eru búin að vera hérna síðustu daga og hefur það á daga okkar drifið að flestir eiga núna fleiri skópör en áður og nokkrar auka flíkur, ég útskrifaðist sem Meistari (en ekki Jakob) þriðjudaginn 20.júlí í fullum skrúða og á mánudeginum 19.júni var birt grein eftir mig í Fréttablaðinu þannig að þið ykkar sem eruð ekki búin að sjá verðið endilega að skoða, vei vei.....

Búið í bili
Góðar stundir

spider-woman

mánudagur, júlí 12, 2004

Afsakið hlé!

Jæja þá er komið að því að tíunda ferðir okkar afmælishelgina 3. og 4. júlí. Ég á nefnilega afmæli þann 4.júlí af öllum dögum. Var nokkuð montin af því á mínum mun yngri árum en ekki lengur. Veit einhver hvort hægt er að breyta fæðingardegi sínum? Það fyndna er þó að þegar ég var ófrísk að Ásu var mitt helsta áhyggjuefni að hún myndi fæðast 14. maí sem er stofndagur Ísraelsríkis.

Allavega, við lögðum land undir ford escort og lá leið niður til Guildford á laugardeginum. Okkur langaði að skoða næsta umhverfi íbúðarinnar okkar og mæla vegalengdir og annað. Þessi athugun varð okkur mikið gleðiefni. Það tekur 15-20 mín að labba í háskólann, 5 mín að labba á lestarstöð og 2 mín að labba á high street. Húsið stendur rétt við litla hlaðna kirkju og smá götustúf með hlöðnum gömlum húsum, svona eins og í Mrs. Marple. Síðan gengur maður yfir litla brú sem liggur yfir síki og meðfram síkinu er þessi voða sæti pub með borð, stóla og sólhlífar fyrir utan þar sem maður getur setið og drukkið bjór í góða veðrinu.
Lókal pubbinn er voða hip og cool og blár, aðeins fínni en prinsinn þó ég vilji nú allsekki vera leiðinlega við hann því ég hef eytt mörgum góðum stundum þar eins og lesendur spider-woman muna kannski.
Eftir smá rölt gengum við up the high street og þar voru voða margar sætar litlar búðir, þ.á.m ítalskt bakarí og fyrir utan stóð kona og seldi þessar fínu stóru ólívur og parmesan ost ofl góðgæti. Þvílík gleði sem Guildford er, nú hvet ég alla til að koma í heimsókn til að fá sér drykk við síkið.
Framhald á morgun.... þá verður sagt frá afmælisferð Mýslu og mömmu hennar í British Museum.

kv

spider-woman