Í Englandi er alltaf verið að hvetja alla til að kynna sér vel viðskiptahætti bankanna til að vera örugglega ekki í einhverjum heimskulegum banka sem er að okra á manni. Þess vegna lögðum við Jozeph land undir fót í dag til að kynna okkur Barclays banka og hvort þeir vildu bjóða okkur betri díl en HSBC bank sem við erum hjá í dag. Við tókum með okkur öll nauðsynleg skjöl, vegabréf, proof of address og bank statement og ég mitt ökuskírteini. Síðan byrjar ballið, þá þarf að setja þetta allt inn í kerfið og stúlkan byrjar á að spyrja Jozeph spjörunum úr og allt gengur vel. Síðan kemur röðin að mér og þá byrjar vesenið. "Af hverju stendur Pordis í vegabréfinu en Thordis á Bank statement?" Uuuuuuu..... hvað segir maður þá? Við reyndum að útskýra þetta fyrir konunni að Þ væri í raun og veru TH en þessi staðreynd batt enda á þetta bankaævintýri okkar og við erum dæmd til að vera að eilífu hjá HSBC bank. Því Thordis gæti til dæmis verið systir hennar Pordisar og þær tvær verið umfangsmiklar í fjárþvætti. Eftir fjöldamörg símtöl var tekin sú ákvörðun að ég gæti hreinlega ekki sótt um að verða viðskiptavinur Barclays vegna þessa stafarugls. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Þeir hefðu geta sagt nei af því ég er námsmaður og þar afleiðandi aumingi á mælikvarða allra breskra stofnana en ekki datt mér í hug að íslenskur ritháttur gæti gert mér svona erfitt fyrir.
Sem dæmi um námsmannafordóma í Englandi þá er til dæmis dýrara fyrir mig að tryggja bílinn ef ég er skráð sem námsmaður en húsmóðir þannig að sú varð raunin að ég er skráð sem húsmóðir hjá tryggingafélaginu og keyri bílinn mér einungis til skemmtunar en ekki í og úr skóla sem er mun dýrara. Ég get stundum orgað yfir steypunni sem er í gangi í þessu landi........grrrrrrr. Og svona til að enda þetta röfl þá langar mig að spyrja hvers konar fólk horfir á Tennis í sjónvarpinu????? Nú er ekkert að marka sjónvarpsdagskrá lengur hér í landi út af Wimbledon... Tennis er nú nógu andskoti leiðinlegt 'up close and personal' en í sjónvarpi.. og svo ég tali nú ekki um golf en það er efni í heila röflsögu (bara svona fyrir pabba) !!!
spider-woman fúla
Sem dæmi um námsmannafordóma í Englandi þá er til dæmis dýrara fyrir mig að tryggja bílinn ef ég er skráð sem námsmaður en húsmóðir þannig að sú varð raunin að ég er skráð sem húsmóðir hjá tryggingafélaginu og keyri bílinn mér einungis til skemmtunar en ekki í og úr skóla sem er mun dýrara. Ég get stundum orgað yfir steypunni sem er í gangi í þessu landi........grrrrrrr. Og svona til að enda þetta röfl þá langar mig að spyrja hvers konar fólk horfir á Tennis í sjónvarpinu????? Nú er ekkert að marka sjónvarpsdagskrá lengur hér í landi út af Wimbledon... Tennis er nú nógu andskoti leiðinlegt 'up close and personal' en í sjónvarpi.. og svo ég tali nú ekki um golf en það er efni í heila röflsögu (bara svona fyrir pabba) !!!
spider-woman fúla