sunnudagur, maí 28, 2006

Jæja bless í bili. Farin til Hull í nokkra daga í afslöppun....jamm það er nákvæmlega EKKERT að gera þar þannig það er fyrirtaks afslöppun. Get setið og glápt út í loftið í nokkra daga...gott gott

Góðar stundir

ps Kem til íslands 9-16 júní svo ef þið viljið finna mig þá munið að ég hef síma

mánudagur, maí 22, 2006

"'Are you a teacher?' I ventured.
'No,' he said. 'I'm leading a research project on popular culture. We are trying to establish why people go out to pubs, discos, bingo sessions, to the cinema, that sort of thing.'
'It's to enjoy themselves, isn't it?' I said.
Palmer laughed again. 'Yeah, but I've got to stretch that very simplistic answer into a three year study and a seven-hundred page book.'"

(Townsend, S. (1993) Adrian Mole: The Wilderness Years.)

sunnudagur, maí 21, 2006

Stiklur

Haldið var upp á afmæli mýslunnar með pompi og prakt og mættu í gleðina 13 börn af báðum kynjum og skemmtu sér hér í 3 klukkustundir. Ég lifði þetta af og þau líka þannig segja má að allt hafi tekist vel. Jozeph sá reyndar mest um að skemmta þeim enda er ég afar léleg að skemmta börnum, kann ekki að tala við þau einvern veginn...líður eins og ég sé í starfsviðtali einhvern veginn. Skólasystur mýslunnar voru ægilega skotnar í Jozeph og eltu hann á röndum á meðan drengirnir spiluðu tölvuleiki og slógust. Mýslan fékk fullt af fínum gjöfum og var agalega ánægð með þetta allt saman.

Síðan gerðist hún svo fræg að syngja fyrir skólasystkini sín og foreldra “Krummi svaf í klettagjá”. Lúða mamman missti af því vegna smá misskilnings... en samkvæmt öllum sem ég hef hitt þá var þetta bara stórflott hjá stúlkunni og hún er afar roggin með sig.

Annars er lítið að frétta nema bara veikindi eina ferðina enn og steraát. Því fylgir mikið hnuss og pirringur og var ég næstum búin að lemja ungan afgreiðsludreng á bókasafninu hér í bæ um daginn af því hann var of tómur fyrir mitt reiða skap.
Ég hafði einmitt gert mér ferð á bókasafnið til að leigja mér bók um hvernig maður ætti að hætta að vera reiður og stressaður en það hefur ekki tekist betur til en að mig langar núna að finna þetta fólk sem skrifaði bókina og lemja það aðeins líka. Það var einhvern veginn og mikil gleði og “you can do it” fílingur í henni sem er alveg að virka eins og rauð dula á brjálað naut.

Ef einhver veit um sjálfshjálparbókina “Hættu að láta eins og fífl vitleysingurinn þinn” þá endilega látið mig vita...held að hún virki betur. Kannski ég ætti að skrifa hana bara...? Síðan er kannski bara að bíða róleg þangað til að steraskammturinn er búinn og þá getur lífið kannski færst í eðlilegt horf..

Ég sá ekkert af þessu Eurovision rugli og er ég afar fegin...eitt enn málið sem ég þarf ekki að hafa skoðun á... vei vei!!

mánudagur, maí 08, 2006


Mýslan á afmæli í dag..hún lengi lifi! Húrra húrra húrra húrraaaaaa

föstudagur, maí 05, 2006

Temptress Happily Offering Rapturous Delights and Intense Stimulation

Voðalega er þetta flott!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Ég hef eitthvað svo mikið á minni könnu þessa dagana...veit einhver hvar er hægt að fá aukakönnur svo hægt sé að deila þessu niður á þær skynsamlega. Held það sé ekkert vit að vera bara með eina.....