Jæja þá er tími útsala runnin upp hérna í Guildford sem og annars staðar í Englandi og miðbærinn er fullur af fólki frá morgni til kvölds. Allir vinna markvisst að því að gera góð kaup og helst betri en náunginn.
Það virðast vera góðar útsölur hérna með miklum afslætti sem útskýrir kannski allan hamaganginn. Annað sem setur svip á bæinn er mikill fjöldi karlmanna sem standa niðurlútir fyrir utan búðirnar umkringdir pokum á meðan konurnar ganga berserksgang. Á næsta ári þá ætla ég að setja fram tillögu í Guildford council að komið verði upp kakó/súpu tjaldi fyrir mennina svo þeir geti nú hlýjað sér í kuldanum. Þar verði einnig gefin kostur á áfallahjálp og aðstoð við að greiða úr fjármálum heimilisins. Hvernig líst ykkur á það?
Annars verð ég nú að segja að ég öfunda pínu konurnar sem fá að versla í friði fyrir mönnunum sínum því Jozeph getur verið dálítið erfiður þegar ég er að versla og hann er með í för. Hann hefur miklar og flóknar skoðanir á öllu sem einkennast mest af því að hann sér eitthvað smáatriði sem honum líkar ekki og þá er það dæmt úr leik. Það er kannski saumur hér eða tala þar, eitthvað sem enginn tekur eftir því fólk er flest þeim eiginleikum gætt að sjá hlutina í heild sinni.
Þetta keyrði nú úr hófi fram þegar hann eyddi nokkrum mánuðum í að leita að nýjum gallabuxum sem væru ekki með gulum saumum og sérstöku sniði af vösum. Vegna þessa gekk hann í buxum sem voru að detta í sundur í MARGA mánuði.
með útsölukveðju
spider-woman
ps. Ég sjálf varð reyndar fyrir því "óláni" að hrasa í miðbænum, detta inn í nærliggjandi búð, flækjast í voða fínu pilsi og í öllum látunum datt kortið mitt í gegnum posann. Afgreiðslustúlkurnar voru voða almennilegar og leyfðu mér að taka pilsið með mér heim. Allt er gott sem endar vel.
Það virðast vera góðar útsölur hérna með miklum afslætti sem útskýrir kannski allan hamaganginn. Annað sem setur svip á bæinn er mikill fjöldi karlmanna sem standa niðurlútir fyrir utan búðirnar umkringdir pokum á meðan konurnar ganga berserksgang. Á næsta ári þá ætla ég að setja fram tillögu í Guildford council að komið verði upp kakó/súpu tjaldi fyrir mennina svo þeir geti nú hlýjað sér í kuldanum. Þar verði einnig gefin kostur á áfallahjálp og aðstoð við að greiða úr fjármálum heimilisins. Hvernig líst ykkur á það?
Annars verð ég nú að segja að ég öfunda pínu konurnar sem fá að versla í friði fyrir mönnunum sínum því Jozeph getur verið dálítið erfiður þegar ég er að versla og hann er með í för. Hann hefur miklar og flóknar skoðanir á öllu sem einkennast mest af því að hann sér eitthvað smáatriði sem honum líkar ekki og þá er það dæmt úr leik. Það er kannski saumur hér eða tala þar, eitthvað sem enginn tekur eftir því fólk er flest þeim eiginleikum gætt að sjá hlutina í heild sinni.
Þetta keyrði nú úr hófi fram þegar hann eyddi nokkrum mánuðum í að leita að nýjum gallabuxum sem væru ekki með gulum saumum og sérstöku sniði af vösum. Vegna þessa gekk hann í buxum sem voru að detta í sundur í MARGA mánuði.
með útsölukveðju
spider-woman
ps. Ég sjálf varð reyndar fyrir því "óláni" að hrasa í miðbænum, detta inn í nærliggjandi búð, flækjast í voða fínu pilsi og í öllum látunum datt kortið mitt í gegnum posann. Afgreiðslustúlkurnar voru voða almennilegar og leyfðu mér að taka pilsið með mér heim. Allt er gott sem endar vel.