laugardagur, ágúst 28, 2004

Hér sit ég skjálfhent og reyni að slá inn söguna af atburði þeim sem átti sér stað á leið minni heim frá vídeóleigunni – þegar ég var stöðvuð af lögreglubíl með blikkandi ljósum.

Ég var auðvitað voða hissa þegar ég fattaði að það var verið að stöðva mig en ekki bara verið að bruna til að handtaka glæpamenn einhversstaðar í Lundúnaborg.
Lögreglumaður kemur upp að hliðinni á bílnum, rífur upp hurðina og spyr voða reiður hvort ég viti af hverju þau eru að stöðva mig. Uuuu... það var fátt um svör enda var ég bara búin að keyra 500 metra og hélt mig hafa verið afskaplega löghlýðinn borgara. Hann biður mig þvínæst að stíga út úr bílnum og þá slæst með í leikinn lögreglukona og við stöndum aftan við bílinn og löggumaðurin spyr mig, aftur voða reiður, hvort ég hafi verið að drekka. “Ha?! Ég nei ...nei allsekki...” Ég var svo hissa á þessarri spurningu að það mætti halda að ég hefði aldrei látið víndropa inn fyrir mínar varir og væri í stúku.
Hjartað byrjar að slá á methraða því maður verður pínu hræddur þegar svona reið lögga er að bögga mann og stendur með andlitið upp í manni, ábyggilega til að athuga hvort það sé vínlykt. (held það hafi hinsvegar verið ansi svæsin hvítlaukslykt en það er önnur saga) Hann var auk þess í þessu fína skothelda vesti með kylfuna sína og voða ógnandi og ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig af skelfingu.
Hann spyr mig aðeins betur út í þessa meintu drykkju allasaman og er enn voða reiður og ógnandi og fyrir augum mér flassa myndir af mér í breskum fangaklefa með lögfræðing mér við hlið og saman vinnum við að því að fá mig lausa og sanna lögregluofbeldi sem var notað til að ná fram játningu.
Lögregluparið segir mér þá að ég hafi ekki kveikt ljósin og þá rennur upp fyrir mér ljós(!) og með titrandi róm segi ég að ég hafi bara gleymt því “because I have just come back from Iceland where we are supposed to have the lights on 24/7 and all the cars there automatically turn on the lights when you start them so I just got used to that blah blah... stam, oföndun, skjálf og orðarugl”
Þá fer löggukonan að hlæja, maðurinn er enn reiður og þau leyfa mér að fara en segja mér að kveikja endilega ljósin svo það sé ekki alltaf verið að stoppa mig. Því samkvæmt þeim þá gleymir fullt fólk alltaf að kveikja ljósin. Ég þurfti aðeins að jafna mig í bílstjórasætinu áður en ég keyrði af stað því að mér brá svo hrikalega að hjartað slær enn á methraða.
Það er nefnilega erfitt að venja sig við eftir að hafa keyrt sjálfskiptan, gáfaðan bíl á Íslandi í 3 vikur og ég gleymi iðulega að það séu gírar í mínum bíl og reyni iðulega að taka af stað á ljósum í 2. eða jafnvel 3. gír.

Jæja best að fara að horfa á þessa blessuðu mynd sem kostaði mig næstum lífið og ég verð að segja að þarna sá ég alveg “good cop, bad cop in action”!

Spider-woman (næstum úr fangelsi)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Jæja gott fólk. Þá erum við skötuhjúin komin aftur til siðmenningarinnar hérna í Englandi eftir ógur-góða dvöl á Íslandinu góða.
Ég vil byrja á að þakka öllum sem glöddu mig með nærveru sinni þ. 21.ágúst - það var voða gaman að sjá ykkur öll. Ég reyndar náði ekki að spjalla við neinn svona til að byrja með þar sem ég var á hlaupum mest allan tímann við að raða mat og vesenast eins og veisluhaldara er siður.
Ég vona að þið afsakið það og hafið náð að gæða ykkur á fína matnum í veislunni, ég næ að spjalla betur síðar.
Ég vil þakka fyrir allar góðu gjafirnar og vil láta þá vita sem að læddu að mér gjafabréfum og seðlum að þeim hefur öllum verið komið í góðra kvenna hendur í verslun Karenar Millen í Kringlunni og í verslunina skór.is. (1 stk kápa, 1 stk pils og 1 stk skópar) Og þá var kátt í höllinni :D

Þið öll lengi lifið!

Húrra Húrra Húrra Húrrraaaaaaa !!!! Klapp Klapp

Núna tekur svo við enn meiri gleði en sú tengist því að pakka saman búslóð og keyra til Guildford. Ekki reikna með að heyra margt frá mér þangað til að ég er flutt.


kv

spider-woman